Harmonikublaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 14

Harmonikublaðið - 01.04.2003, Blaðsíða 14
PISTILL HARMONIKUBLAÐIÐ Hótel Iðufell Listmunir til sölu og spilað undir. Þegar Þrastarskógarmótin höfðu sungið sitt síðasta sumarið 1997, varð eins árs hlé á harmonikumótum um verslunar- mannahelgina. Árið 1999 blésu þau Snæ- björn Magnússon og Hlíf Pálsdóttir til harmonikumóts á Suðurlandi og boðuðu harmonikuunnendur að Iðufelli í Laugar- ási. Þar var að verða til aðstaða sem alla hafði dreymt um, með góðu tjaldsvæði ásamt afdrepi innandyra og viðunandi aðstöðu fyrir húsbíla. Og þangað storm- aði dágóður hópur harmonikuunnenda og hóf landnám á nýjum stað. Þetta fyrs- ta sumar var sem sagt frumbýlingaár enda þau Snæbjörn og Hlíf aðeins búin að sitja staðinn í tæp tvö ár. Nú er öldin önnur. Með mikilli trjárækt og endurbyggingu húsnæðis á staðnum er orðin til aðstaða sem fer að nálgast draumaaðstöðu fyrir útlaga, sérstaklega þó harmonikufólk. Á Hótel Iðufelli, sem upphaflega var byggt 1968 sem sláturhús fyrir uppsveitir Árnessýslu, er nú komin ágætis aðstaða fyrir ferðafólk. Hægt er að gista í vistlegum herbergjum og veitinga- aðstaðan, sér til þess að enginn þarf að ganga soltinn til sængur. Þá eru ris- in á svæðinu fimm smáhýsi, sem hægt er að leigja gegn vægu gjaldi. En á harmonikumótum eru flestir í tjöld- um, tjaldvögnum og fellihýsum í takt við nýja tíma og stöðug fjölgun hús- bíla eykur á fjöl- breytnina. Flest hefur orðið tæplega fimm- hundruð manns á Iðufelli og fór vel um alla. Ekki þarf að fara mörgum orðum um góða legu Laugaráss í Biskupstungum, en segja má að allir þeir staðir sem ferðalang hugnast að heimsækja séu í fimmtán til þrjátíu mínútna akstur frá staðnum. Iðufell er núþegarorðinnvin- sæll ferðamanna- staður. Skálholt er á næstu jörð, en Reykholt, Geysir, Minni Borg, Laug- arvatn og Þjórsár- dalur í næsta ná- grenni. Nákvæm- lega eitt hundrað kílómetrar eru frá Reykjavík í Laugar- ás. Og vanir menn skjótast úr Húna- vatns- og Eyjafjarð- arsýslu stystu leið yfir hálendið á eftir- miðdegi. Alla tíð hefur markaður sett svip sinn á Iðufells- mótin auk ógleym- anlegra dansleikja, þar sem gestir hafa séð um tónlistina í mesta bróðerni. Á sumri komandi fer fram fimmta harmonikumótið á Iðufelli í Laugarási. Af því tilefni ætla staðarhaldarar að gera sér og mótsgestum dagamun og m.a. efna til verðlaunasamkeppni um Iðufellslagið, þ.e. lag sem tileinkað verður staðnum og fólkinu sem hann heimsækir. Fyrstu verð- laun fyrir lag og texta verða fimmtíu þús- und kr. auk einnar helgar á hótelinu, þeg- ar höfundum hentar. Önnur og þriðju verðlaun verða árskort að tjaldsvæðinu. Þá er í tilefni afmælisins jafnvel von á er- lendum harmonikuleikara. Harmoniku- mótið á Iðufelli verður auglýst nánar í sumareintaki Harmonikublaðsins. Aðgangseyri hefur alla tíð verið stillt í hóf á Iðufelli og í sumar mun kosta kr. 2500,- inn á svæðið fyrir allan tímann. Mótsgestir greiða aðeins þetta eina gjald fyrir alla helgina. Ekki þarf að greiða aukalega inn á dansleiki eða tónleika. Það er von mótshaldara að sem flestir eigi þess kost að komast á fimmta harmonikumótið á Iðufelli um verslunar- mannahelgina 2003 og dvelja þar í vina- hópi við söng og dans. F.H. Óli Th. leikur fyrir aðdáendur. IT— Gistisvæðið að Iðufelli.

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.