Harmonikublaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 12

Harmonikublaðið - 01.05.2011, Blaðsíða 12
Frá vetrarstarfi Félags harmonikuunnenda við Eyjafjörð, F.H.U.E. Frá almennum félagsfundi í Laxagötu 5. Frá vinstri: Ingimar Hardarson, Sigurdur Indriðason, Þór Steinberg Pálsson, Gísli Brynjólfsson og Pétur Stefánsson Vetrarstarfið hófst að venju með aðalfundi sem haldinn var þann 12. október í hús- næði félagsins að Laxagötu 5 á Akureyri. Þar var Filippía Sigurjónsdóttir endurkjörin formaður, en hún hafði gegnt forystu í félaginu síðastliðin tvö ár. Þremur dögum áður, eða 9. október hafði árshátíð félags- ins verið haldin í Lóni við Hrísalund. Á árshátfðinni var um leið haldið upp á 30 ára afmæli félagsins eins og sagt var frá í síðasta tölublaði Harmonikublaðsins. Fyrr á árinu hafði verið gengið endanlega frá kaupum félagsins á húsinu Laxagötu 5, þannig að þetta var fyrsti aðalfundurinn sem haldinn var í eigin húsnæði. Áður hafði félagið átt fjórðung í húsinu á móti Lúðra- sveit Akureyrar. Aðaldrifkraftur félagsstarfsins eru dans- leikirnir sem haldnir eru um það bil mán- aðarlega í húsnæði Karlakórs Akureyrar- Geysis í Lóni við Hrísalund. Þar skiptast allmargar danshljómsveitir innan félagsins á að leika fyrir dansi, oftast klukkutíma í senn. Tekjur af dansleikjunum standa að 12-16 harmonikuleikarar, auk meðleikara á gítar, bassa ogtrommur. Harmonikuleik- urum hefur þó fækkað nokkuð síðustu árin eftir því sem aldurinn færist yfir félagsmenn, því endur- nýjun hefur ekki verið nægi- lega mikil. Vaxandi vanda- mál hefur einnig verið síðari árin að finna meðleikara sem reiðubúnireru að leika með hljómsveitinni sem sjálfboðaliðar. Æfingar hafa verið vikulega í vetur og er hljómsveitin nú í mjög góðu formi undir stjórn Roars. Sú nýbreytni var tekin upp f félagsstarfinu f fyrravetur, að frumkvæði Landssam- bandsins, að senda félags- menn íleikskóla bæjarinstil að kynna harmonikuna og leika á hana fyrir börnin. Hafa þessar heim- sóknir notið vinsætda í leikskólunum og voru þvf endurteknar nú ívetur. Einnighafa hljómsveitir eða einleikarar frá félaginu leikið á Glerártorgi fyrir jólin og í fyrravetur hélt stórsveitin eina tónleika þar undir stjórn Roars Kvam og aðra í Ketilhúsinu. Að lokum hafa á yfirstandandi vetri verið haldnir þrír almennir félags- og skemmti- fundir í húsnæði félagsins að Laxagötu 5. Þar hafa félagar komið saman og rætt félagsmálin og borið fram ýmsar ábend- ingar um hvað betur mætti fara í félags- starfinu og rekstri hljómsveitanna. Á þessum samkomum hafa verið kaffiveit- ingar, myndasýningar eða samleikur á harmonikur allt eftir því hvað hugurinn girnist hverju sinni. Stjórnin Hörður Kristinsson og Flosi Sigurðsson taka lagið í lok fundar mestu undir allri annarri starfsemi félags- ins, þar á meðal rekstri stórsveitarinnar. Stórsveit F.H.U.E. mun hafa tekið til starfa fljótlega eftir að félagið var stofnað árið 1980, en er fyrst getið í fundargerðabókum árið 1983. Fyrstu stjórnendur hljómsveitar- innar voru Karl Jónatansson og síðar Hannes Arason. Haustið 1985 var Atli Guð- laugsson ráðinn stjórnandi hljómsveitar- innar og stjórnaði hann henni í 14 ár þar til hann flutti suður á land með fjölskyldu sinni árið 1999. Þá tók Björn Leifsson við stjórn hljómsveitarinnar og síðar Ingvi Vaclav. Árið 2008 var núverandi stjórnandi ráðinn til hljómsveitarinnar, Roar Kvam. Stórsveitina hafa til jafnaðar skipað um Verkstæði til alhliða viðgerða á harmonikum að Sóleyjarima 15, Reykjavík. Hafið samband við Guðna í síma 567 0046. Harmonikuþjónusta Guðna 12

x

Harmonikublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.