Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 01.09.2011, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 1. september 2011 11 JÓNBI OG GUÐBJÖRG, bjartsýn þrátt fyrir allt. -Þessi veikindi stoppa okkur ekkert, við höldum bara áfram og hugsum alveg eins og önnur ung hjón. Auðvitað þurfum við að spila með veikindunum en við erum farin að læra betur inn á að lifa með þeim. Krabbameinið er hluti af okkar lífi en stjórnar því ekki,“ sagði Jónbi. Rétt gengur fjárhagslega Hjónakomin segja að þau standi þokkalega fjárhagslega þótt það kosti sitt að vera veikur. „Við höfum fengið mikla hjálp og býðst enn meiri hjálp en við stöndum ágætlega í dag. Allur okkar pen- ingur fer auðvitað í veikindin enda kostar mikið að fara á milli Eyja og Reykjavíkur, jafnvel oft í mánuði. Jón Bjöm borðar ekki spítalamatinn þannig að þetta er fæði fyrir tvo, uppihald fyrir mig auk þess rekstur á bíl, sem er ekki lítill. Ég prófaði að vinna en það gengur ekki. Jónbi þarf aðstoð og stuðning og ég verð að vera til staðar. Við ætlum saman í gegn- um þetta.“ „Við emm að taka út lífeyris- sjóðinn minn í þessu. Ég hef auð- vitað unnið eins og skepna frá því að ég var ungur og sem betur fer búinn að byggja mér upp mjög góðan lífeyrissjóð sem ég get nýtt núna. Ég hef ekki fengið neinar bætur því ég vann svo mikið og var með góðar tekjur. Við gemm aldrei neitt fyrir okkur aukalega, nema núna í fyrsta skipti fómm við í utanlandsferð til Italíu, sem var brúðkaupsferðin okkar. Fjárhagsleg staða okkar er ágæt. Guðbjörg fær umönnunarbætur frá sínu stéttarfélagi en allt okkar fé fer í þetta. Það mætti enginn aukakostnaður koma inn í dæmið, þetta gengur eins og er. Við erum ekki millar, þótt ég hafi náð í konuna mfna í þyrlu. Það var bara vinargreiði," sagði Jónbi og brosti. Guðbjörg bætir því við að lyfja- kostnaðurinn á einu ári hafi verið 370 þúsund krónur, eftir niður- greiðslu hins opinbera. Jónbi segir jafnframt að þótt margir haldi það, þá venjist það ekki að vera í krabbameins- meðferð. „Fólk heldur oft að maður verði sjóaður í þessu en það er alls ekki þannig. I raun er þetta á hinn veginn, hver meðferð verður erfiðari og erfiðari. Maður er lokaður í sex daga inni í sama herberginu, getur ekki farið út nema í mesta lagi í tvo tíma á dag og að vera einn í svona, er bara ekki hægt. Þetta er mjög slítandi og það er synd að segja það en rúmin þama inni á krabbameins- deild eru ömurleg. Það væri betra að liggja á gólfinu." „Ég reyndi einu sinni, þegar ég fór til Reykjavíkur, að vera með blað og penna og skrifa það sem ég vildi segja. Það gekk alls ekki og Guðbjörg kom strax til að túlka fyrir mig,“ skaut Jónbi inn í. Guðbjörg segir að læknamir hafi verið í vandræðum með að finna út úr því hvað amaði að Jónba, flestir vildu meina að þetta væri hálsbólga en líklega vom þetta eftirköst eftir erfiða aðgerð í gammahnífnum. Hann fékk mátt í tunguna hægt og bítandi en þá tóku við miklir verkir í löppunum. „Að lokum missti Jónbi máttinn í fótunum og þá var hann einmitt að fara í lyfjagjöf í Reykjavík. Starfsmenn Herjólfs vom mjög liðlegir þennan dag, hann skreið úr bflnum og inn í lyftuna og beint inn í sjúkraklefann. Þegar við komum svo í bæinn fór hann beint í verkja- stillandi meðferð og geislameðferð á spjaldhrygg. Þá var æxlið komið að mænunni og þrýsti á taugar sem olli verkjunum og lömuninni." Hársbreidd frá því að lamast Það mátti ekki miklu muna að Jónbi lamaðist varanlega og í raun aðeins dagspursmál hjá honum. „Æxlið þrýsti taugunum í sundur og ef ég hefði ekki farið strax í geislameðferð á þessu svæði hefði ég lamast fyrir neðan rnitti," sagði Jónbi og kemur blaðamanni nokkuð á óvart með næstu setningu. „Eins og ég segi, þá emm við búin að vera ógeðslega heppin," segir hann og leggur þunga áherslu á orð sín. „Ég hef aðeins einu sinni þurft að leggjast inn á spftala á milli meðferða og það var bara núna nýlega. Þá fékk ég lungna- bólgu eftir að hafa farið á fótbolta- leik með ÍBV.“ Þau segja að ástandið hafi verið orðið það alvarlegt að læknirinn hafi m.a. tekið Guðbjörgu á eintal til að gera henni grein fyrir ástand- inu. „Hann var að fara í þriðja sinn í lyfjagjöf. Þetta var í febrúar og hann sagði að ég ætti í mesta lagi að búast við því að hann myndi lifa fram að páskum. Nú er hins vegar ágúst og hér emm við,“ sagði Guðbjörg og leit á eiginmann sinn. „Ég hef alltaf spurt lækninn þegar við hittum hann, hvort þetta sé ekki ótrúlegt. Hann hefur alltaf verið frekar neikvæður á ástandið, reyndi að draga úr væntingum mínum en núna síðast sagði hann að þetta væri í raun og vem alveg ótrúlegt. Það var mikill léttir fyrir mig,“ sagði Guðbjörg. Hún er besti vinur minn En hvað með þig Guðbjörg, hvern- ig líður þér? „Mér líður alveg ótrúlega vel. Ég á auðvitað alveg yndislega fjölskyldu sem styður vel við bakið á okkur. Það er gott stuðningsnet í kringum okkur og ég get alltaf hringt grenj- andi í mömmu og pabba og þau koma jafnvel ef því er að skipta. Auðvitað hefur þetta tekið hellings toll en maður lærir að meta það sem maður hefur og mig langar í dag að gefa eitthvað til baka. Andlega er ég auðvitað upp og niður, það koma góðir dagar og slæmir inn á milli. Við erum mjög samstillt, ef honum líður illa, þá líður mér illa. En á sama tíma eram við mjög ólflc. Ég get ekki sett mig í hans spor og ég geri ekki kröfu á að fólk geti sett sig í okkar spor. Það er ekki hægt nema þú hafir lent í þessu. Sem betur fer þekkja þetta ekki margir." En hvernig var það að vera með nýjan kœrasta sem greinist með krabbamein stuttu eftir að þið byrjið saman? „Við tókum þessu voðalega létt til að byrjq með, þangað til við fórum að átta okkur á alvörunni. Við sett- umst niður og ræddum þetta en ég ákvað að standa með mínum manni. Ég viðurkenni alveg að ég vissi ekkert hvað ég var að fara út í en þetta er þvflfk lífsreynsla." „Það sem hjálpar okkur líka í þessu er hvað við erum svo rosa- lega góðir vinir. Hún er ekki bara eiginkona mín, heldur líka minn besti vinur og maður segir vini sínum allt,“ bætti Jónbi við. Gengu í það heilaga Þau Jónbi og Guðbjörg gengu í það heilaga í nýliðnum mánuði en þau eru sammála um að dagurinn hafi verið þeim ógleymanlegur. „Við trúlofuðum okkur 2008. Ég bað hennar þegar hún var að búa til fiskibollur inni í eldhúsi, eins rómantískt og það hljómar. Ég fór á hnén en þetta var fyrirfram ákveðið því við keyptum hringana saman.“ „Svo ákváðum við núna í nóvem- ber í fyrra að gifta okkur. Ég er búinn að vera að undirbúa brúðkaupið í eitt ár en hann í viku. Við hefðum auðvitað aldrei getað gert þetta án góðrar aðstoðar fólks í kringum okkur og okkur langar til að þakka þeim öllum. Þau vita hver þau eru. Þetta var besti dagur lífs okkar, ógleymanlegur dagur,“ segir Guðbjörg og þau ljóma bæði þegar þau rifja hann upp. „Ég ætlaði að koma honum í vandræði í athöfninni því ég hafði skrifað undir skóna mína orðin „Help me“. Yfirleitt er það brúð- guminn sem er með eitthvað svona undir skónum og presturinn kíkti m.a. undir skónna hjá honum en fann auðvitað ekkert. En þetta vakti mikla athygli og það var mikið hlegið í kirkjunni," sagði Guðbjörg. Þyrluferð fyrir flug- hrædda eiginkonu Jónbi kom eiginkonu sinni vemlega á óvart með því að bjóða henni í þyrluferð strax eftir athöfnina. „Góður vinur okkar aðstoðaði okkur við þetta og lögreglan lokaði malarvellinum fyrir okkur. En við flugum upp á fjallið fyrir ofan Seljalandsfoss og tókum nokkrar myndir þar. Tilgangurinn var ein- mitt að taka brúðarmyndir og við fórum líka niður í fjöru og tókum myndir með Vestmannaeyjar í bak- gmnni. Svo fómm við auðvitað líka í smá útsýnisflug yfir para- dísareyjunum okkar, lentum svo aftur á malarvellinum og veislu- gestirnir fylgdust allir með ofan úr Höllinni þar sem veislan var.“ Þetta hefur verið algjört ævintýri? „Já, dagurinn var það og reyndar var öll vikan eitt ævintýri. Ég hafði smá áhyggjur af því að þyrlan myndi ekki ná í tæka tíð en það bjargaðist allt saman. Guðbjörg er frekar flughrædd og var hæfilega ánægð þegar hún sá þyrluna.“ Hvernig leist þér á þyrluferðina? „Þetta var ágætt,“ sagði hún og hló. „En við fengum frábærar myndir hjá Bjama Þór og minn- ingar sem við munu lifa með okkur að eilífu,“ sagði Guðbjörg. Hugsum eins og annað ungt fólk Eruð þið að skipuleggja fram- tíðina ? „Já já, við emm á fullu í því og höfum rætt okkar framtíð saman. Við eigum hús og hund og emm alveg eins og allir aðrir. Hundurinn okkar er alveg frábær, skynjar alveg ástandið á mér og fer mjög varlega að mér ef ég er t.d. á hækjum. Hún stekkur upp í fangið á Guðbjörgu en bíður eftir því að ég sé sestur til að koma til mín. Þessi dýr vita meira en við höldum. En þessi veikindi stoppa okkur ekkert, við höldum bara áfram og hugsum alveg eins og önnur ung hjón. Auðvitað þurfum við að spila með veikindunum en við erum farin að læra betur inn á að lifa með þeim. Krabbameinið er hluti af okkar lífi en stjómar því ekki,“ sagði Jónbi að lokum. Júlíus Ingason

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.