Bóndinn - 25.10.1943, Blaðsíða 2

Bóndinn - 25.10.1943, Blaðsíða 2
2 BÓNDINN Ingólfnr Jónsson, alþingismaður Samkomulag íramleiðenda og neytanda er nauðsynlegt Eins og kunnugt er hefir mikið verið rætt og ritað um verðlag landbúnaðarvara og ríkisupp- bætur á þær. Deila hefir staðið um það, hvort samræmi væri milli kauplags og verðlags. Hæst risu öldurnar haustið 1942, þeg- ar kjötverðið og mjólkurverðið var hækkað til samræmis við hækkað kaupgjald í landinu. Var þá mikið talað um okurverð á þessum vörur, sem hinar ill- ræmdu verðlagsnefndir hefðu sett á af handahófi. Flestum var ljóst, að deilur milli neytenda og framleiðenda ’eru alltaf til tjóns fyrir báða aðila. Þess vegna var leitað eftir ráðum til þess að koma í veg íyrir slíkt í framtíðinni. Ráðið fannst. Samkomulag varð um það að skipa sex manna nefnd til þess að finna verð- grundvöll fyrir framleiðsluvör- ur bænda. Með lögum um dýr- tíðarráðstafanir frá 14. apríl s. 1. var það staðfest, að ef nefndin yröi sammála, skyldu niður- stöðutölur hennar gilda sem lög og verða mælikvarði fyrir verð- lagningu iandbúnaðarvara. Allir þingflokkar virtust vera ánægðir með þessa lausn máls- ins, að öðru leyti en því, að ýmsir óttuðust, að samkomulag næðist ekki í nefndinni, en þá var starf hennar ónýtt og allt sat í sama fari. Sex manna nefndin var skip- uð fulltrúum nejrtenda og fram- leiðenda og einnig mjög mætum mönnum, sem mátti segja að væru hlutlausir með öllu. Réttur beggja aðila var því vel tryggð- ur, ekki sízt fyrir það, að ekki þurfti nema einn nefndarmaður að gera ágreining til þess að niðurstaðan væri ógild. Eftir að ne|ndin hafði setið við rannsóknir um þetta efni í marga mánuði hafði hún fundið það, sem að var leitað: eðlilegt verð landbúnaðarvara í hlutfalli við tekjur vinnandi stétta við sjóinn. Og það merkilega skeði, að þessir sex menn voru allir sammála. Enginn gérði ágrein- ing, heldur samþykktu allir það verð, sem nú gildir fyrir land- búnaðarvörur. En það verð er til bænda kr. 6,82 fyrir dilka- og geldfjárkjöt, kr. 8,50 fyrir ull og kr. 3,50 fyrir gærur miðaö við kg. Þegar það spurðist, að nefndin hefði náð samkomulagi, urðu margir glaðir og ekki sízt þeir, sem áður höfðu taðið í eldin- um fyrir bændur. Menn gerðu sér vonir um, að sú þræta, sem verið hefði milli neytenda og framleiðenda, væri nú úr sög- unni, og ekki sízt fyrir það, að neytendur hlutu nú að sjá, að verðlagsnefndirnar höfðu verið bornar röngum sökum haustið 1942, þegar talað var um okur- verð á landbúnaðarvörum. Sex manna nefndin staðfesti það, að verðið var ekki of hátt. En það var ekki lengi, sem lognið hélzt. Brátt byrjuðu ýms- ir að ræða og rita um það, að niðurstaða nefndarinnar væri röng. Verðlag landbúnaðarvar- anna væri of hátt og út í bláinn sett. Þessar og slíkar fullyrðing- ar hafa heyrzt frá hendi sumra þeirra manna, sem stóðu að samþykkt dýrtíðarlaganna s. 1. vor, og er slæmt að svo skuli vera, því að bað gefur ástæðu til að hald.a, að þeir sömu menn hafi staðið að samþykkt laganna í trausti þess, að ekki næðist samkomulag innan sex manna nefndarinnar. En það hefir ekki verið látið nægja að fullyrða, að niðurstaða nefndarinnar sé röng, heldur hefir sú skoðun einnig komið fram, að þetta eigi aðeins að ná til þeirra vara, sem seljast á inn- lendum markaði. En það, sem flytja verður út úr landinu, heyrði ekki undir áður nefnt verð. En hvað segja dýrtíðarlögin um þetta? Hvað vakti fyrir nefndinni, þegar hún fann verð varanna? Dýrtíðarlögin segja ótvírætt að taka skuli tiliit til útflutn- ingsverðsins. Nefndin segir í áliti sínu orðrétt: „í dýrtíðarlögun- um er svo fyrir mælt, að taka skuli tillit til þess verð, semí fæst fyrir útfluttar landbúnaðaraf- urðir. Mun hér einkum vera átt við ull og gærur, sem að mestu leyti fara til útlanda. En nú er ókunnugt um hvaða verð fæst fyrir ull og gærur, sem til falla á því tímabili, sem hér er um að ræða. Verður því að setja á~ ætiað verð á þessar vörur, og hefir nefndin gert það með hlið- sjón af því veröi, sem þessar vörur hafa verið seldar fyrir síð- ast. Ef verðið verður annað en hér er áætlað, þá ætti það að breyta verðlagi hinna afurð- anna, en það getur varla komið til greina fyrr en við næstu vísi- tölu á eftir. Ef verðið verður lægra en hér er áætlað, þyrfti það samt’ ekki að raska verði annara afurða, ef mismunurinn yrði greiddur úr ríkissjóði." Eftir að þetta er athugað er fullljóst, að lögin ætlast til að bændur fái fyrir alla framleiðsl- una það verð, sem nefndin hefir ákveðið. Það kemur líka vel 1 ljós, að nefndin hefir skilið lög- in þannig, enda lítil lausn feng- in með starfi hennar, ef hún hefði ekki nema part af fram- leiðslunni í huga. Slíkt er fjar- stæða. Allir vita, að framleiðsl- an verður öll að seljast og eng- um dettur í hug að draga bænd- ur í dilka og skammta einum það verð, sem fæst fyrir vöruna selda á innlendum markaði, en hinum það, sem útflutnings- verðið gefur. Þrátt fyrir staðreyndirnar hafa nokkrir þingmenn í ræðu og riti látið sér sæma að hella úr skálum reiði sinnar yfir þá þingbræður sína, sem ekki vilja bregðast þeim loforðum, sem gefin voru með samþykkt dýr- tíðarlaganna s. 1. vetur. Áður en sláturtíðin byrjaði í haust varð kjötverðlagsnefnd að gera sér grein fyrir því, hvað út- söluverð kjötsins þyrfti að vera til þess að bændur bæru úr být1 nm. það verð, sem sex manna nefndin hefði ákveðið. Vitað var, að í þetta sinn hlaut að verða meiri slátrun en áður, vegna lít- ils heyskapar um allt land. Hefir verið gert ráð fyrir að dilka- kjötsmagnið verði nú 7000 smá- lestir eða 1000 smálestum meira en 1942. Má gera ráð fyrir að út þurfi að flytja 3500 smálestir eða helminginn af framleiðslunni. Það er vitað, að Englendingar vilja kaupa kjötið, en það er enn ekki vitaö, hvaða verö þeir vilja gefa fyrir það. Við verð- lagningu kjötsins í haust voru tvær leiðir hugsanlegar. Önnur leiðin var sú, að gera ráð fyrir fyrir kg. frítt um borð, eins og það seldist s. 1. vetur og leggja það, sem á vantaði til þess að verð sex manna nefndarinnar næðist, ofan á innanlandsverðig, útflutningsverði kjötsins kr. 5,40 og tryggja á þann hátt að bænd- ur fengju það, sem þeim ber réttilega. En hvað hefði innanlands- verðið orðið, ef þessi leið hefði verið farin? Rétta verðið á kjötinu er nú í heildsölu kr. 7,70. Ef gert hefði verið ráð fyrir 3500 smálesta útflutningi með kr. 5,40 fyrir kg. frítt um borð, þá þurfti að bæta ofan á innanlandsverðið kr. 2,30 til þess að það gæti borið uppi tapið á útflutningnum. -Hefði þá heildsöluverðið orðið kr. 10,00 fyrir kg. á innlendum markaði í stað kr. 7,70. Ef reiknað hefði verið með heildsöluverði kr. 10,00 fyrir kg. má fullyrða að innanlandsneyzl- an hefði minnkað og útflutn- ingsmagnið þess vegna orðið meira en 3500 smálestir. Hefði samt átt að láta innanlands- verðið bera uppi hugsanlegan verðmun á útflutningnum hefði þurft, til þess að tryggja það, að setja heildsöluverðið upp í 11— 12 kr., enda augljóst, að þegar verðið var komið upp í kr. 10,00 hlaut innanlandsneyzlan að minnka og það, sem út þurfti að flytja að verða mun meira. Þessi leið var dæmd ófær af öllum ábyrgum mönnum. Ef hún hefði verið farin, hækkaði vísitalan upp í allt að 300 stig. Það hefði haft margt illt í för með sér, sem sjálfsagt þótti að. forðast." Þegar ýmsir þingmenn og blöð gáfu það í skyn, að þing- ið væri óbundið, hvað útflutn- ingskjötið snerti og létu á sér skilja, að þeir ætluðu að hluapa undan þeirri skyldu, sem dýrtið- arlögin lögðu þeim á herðar, þótti nauðsynlegt að fá tryggt með undirskrift meirihluta þingmanna, að þeir vildu tryggja bændum umrætt verð fyrir þær landbúnaðarvörur, sem þarf að flytja út. Eftir að slík yfir- lýsing var fengin frá meirahluta þings, var fært að fara þá leið, sem farin var, við verðlagningu kjötsins nú í haust. Þess vegna voru aðeins 88 aurar lagðir við það verð, sem bændum er ætlað að fá og heild- söluverðið því ekki nema kr. 7.70 fyrir kg. Ríkissjóður hefir tekið að sér niðurfærslu á kjötinu, (Framh. á 4. siðuj

x

Bóndinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bóndinn
https://timarit.is/publication/1089

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.