Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 05.07.2013, Blaðsíða 8
5. júlí 2013 FÖSTUDAGUR| FRÉTTIR | 8 EFNAHAGSMÁL Eigendur fasteigna- félags sem fékk 1,5 milljarða króna að láni frá Íbúðalánasjóði (ÍLS) til uppbyggingar á Austur landi greiddu sjálfum sér 430 milljónir króna í arð stuttu áður en félagið fór í þrot. Íbúðalánasjóður sat eftir með 2,2 milljarða skuld og íbúðir sem enginn vildi kaupa. Fjallað er um málið í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um Íbúðalánasjóð. Þar kemur fram að umgjörð sjóðsins hafi verið gölluð þar sem ekki hafi verið gerðar nógu strangar kröfur um fjárhag til leigufélaga sem lánað var til. Meðal þeirra félaga sem fengu lán var Fasteignafélag Austurlands ehf. sem fékk 1,5 milljarða króna hjá Íbúða lánasjóði til uppbyggingar á Austurlandi. Eigendur fasteigna- félagsins voru Ágúst Benediktsson, Haraldur Gunnarsson, Ingibjörg Baldursdóttir og Franz Jezorski, en Franz er fyrrverandi stjórnar- formaður Heklu og löggiltur fast- eignasali. Fram kemur í skýrslu rann- sóknar nefndarinnar að á sama tíma og félagið hafi fengið 1,5 milljarða lán hafi eigið fé félagsins aðeins verið um tvö prósent af eignum þess. Reglur sjóðsins áttu að miða við tíu prósenta eiginfjárhlutfall. Í rannsóknarskýrslunni segir að eigendurnir hafi fullvissað stjórn- endur sjóðsins og yfirvöld um að eftirspurn væri eftir íbúðum á Austurlandi sem tóku eigendurna á orðinu án þess að kanna málið sjálfir. Eigendur fasteignafélagsins stofnuðu í kjölfarið fyrirtækið Byggingaverktakar Austurlands ehf. sem sá meðal annars um að reisa fjögur sex hæða fjölbýlishús á Reyðarfirði á árunum 2004 til 2007 fyrir lánsfjárhæðina og gerði fast- eignafélagið því í raun samning við sjálft sig. Árin 2007 til 2009 lækkaði verð á íbúðum á Austurlandi um 21 prósent sem gerði það að verkum að ekki leit út fyrir að arðsemi yrði mikil af verkefninu. Samningarnir reyndust samt sem áður hagstæðir fyrir eigend- ur félaganna og græddu þeir vel á meðan fasteignafélaginu gekk illa. Á meðan fasteignafélagið gat fengið lánað hjá sjóðnum, þrátt fyrir slæman fjárhag, gátu eigend- urnir greitt sér 430 milljóna króna arð úr verktakafyrirtækinu, sem hagnaðist vel á samningnum. Íbúða- lánasjóður átti einungis kröfu á fasteignafélagið sem var með eigið fé sem sveiflaðist í kringum núllið. Í lok árs 2007 sameinuðust svo félögin undir nafni Fasteignafélags Austurlands sem skuldaði Íbúða- lánasjóði á endanum 2,2 milljarða króna. Félagið lýsti sig gjaldþrota árið 2011 og sat Íbúðalánasjóður því uppi með allar skuldir félagsins og hundruð íbúða sem standa margar auðar, enn þann dag í dag, þrátt fyrir að eigendurnir hefðu örfáum árum áður greitt sér mörg hundruð milljónir króna í arð. lovisa@frettabladid.is Fengu milljarða lán þvert á reglur ÍLS Eigendur Fasteignafélags Austurlands ehf. greiddu sér 430 milljóna króna arð vegna uppbyggingar á Austurlandi án þess að verkefnið sjálft væri arðbært. Félagið lýsti sig gjaldþrota og skildi Íbúðalánasjóð eftir í 2,2 milljarða króna skuld. VIÐSKIPTI Fjárhagsstaða 365 miðla styrktist árið 2012 og hagnaður jókst um 22 prósent frá fyrra ári. „Rekstur ársins 2012 var ásættan legur og þriðja árið í röð sem félagið skilar hagnaði sem telja má viðunandi í ljósi efna- hagsumhverfisins,“ er haft eftir Ara Edwald, forstjóra 365 miðla, í fréttatilkynningu sem fyrirtækið sendi frá sér í gær. „Stöðugt er unnið að ráðstöfunum til að bæta afkomu félagsins.“ Nefnir hann í því tilliti endursamninga um sjón- varpsefni og önnur aðföng, ein- földun á rekstri og sameiningu reksturs félags- ins á einn stað. Hluti af þessu er sameining fréttastofu félags ins í eina öfluga einingu. „ Þá er lögð áhersla á að efla enn frekar inn- lenda dagskrárgerð en þar hefur Stöð 2 verið í fararbroddi.“ Heildarvelta 365 miðla ehf. fyrir árið 2012 nam 9.227 milljónum króna og var hagnaður 305 milljónir króna eftir skatt og er það 22 prósenta aukning. Fyrirtækið hefur byggt upp öflugt fjarskipta- og tæknisvið, þróað tæknilegri hlið á þjón- ustuframboði félagsins og hann- að ný smáforrit sem nú þegar hefur verið halað niður 70 þúsund sinnum. „Í haust verða kynntar spenn- andi nýjungar undir hatti sjón- varps framtíðarinnar sem bæta þjónustu og auka hagkvæmni fyrir viðskiptavini.“ - ne Unnið að því að bæta afkomu, efla dagskrárgerð og þróa þjónustuframboð: Hagnaður eykst hjá 365 miðlum ARI EDWALD Árið 2006 stóð til að þrengja skilyrði Íbúðalánasjóðs um lán til leiguíbúða töluvert og meðal annars lækka lánshlutfall til slíkra verkefna. Eigendur Fasteignafélags Austurlands kvörtuðu yfir fyrirhugaðri breytingu við Magnús Stefánsson, þáverandi félagsmálaráðherra, og bentu á að slík ákvörðun myndi hafa veruleg áhrif á verkefni félagsins. Eigendurnir fullvissuðu sjóðinn um að ekki væri nokkur leið að hætta við verkefnin sökum gríðarlegrar eftirspurnar eftir leiguíbúðum á svæðinu. Í kjölfarið fóru forsvarsmenn fasteignafélagsins á fund með Magnúsi og starfsmönnum félagsmálaráðuneytis sem tóku eigendurna á orðinu án þess að rannsaka frekar hver eftirspurnin væri í raun og veru. ➜ Yfirvöld könnuðu ekki jarðveginn Fjármálaeftirlitið gerði athugasemd við að Fasteignafélag Austurlands uppfyllti ekki reglur um að eiginfjárhlutfall skyldi vera að minnsta kosti tíu prósent. Íbúðalánasjóður fullyrti samt í svari til eftirlitsins að lán hefði verið í samræmi við reglur á þeim tíma sem það var veitt. Fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis að sú fullyrðing hafi verið röng. Ekki hlustað á Fjármálaeftirlitið MATVÖRUVERÐ HÆKKAR Matvöruverð hækkar um allt að 26 prósent NEYTENDUR Vöruverð hefur hækk- að verulega í öllum verslunum frá því í júní 2010 samkvæmt könn- un Alþýðusambands Íslands (ASÍ) sem kynnt var á dögunum. Könnunin tekur til lágvöru- verðsverslana, stórmarkaða og klukkubúða en þegar rýnt er í verðhækkanir verslunarkeðjanna á þessum þremur árum má sjá að verðhækkanir eru afar mismun- andi eftir verslunarkeðjum. Minnsta hækkunin á þessu tímabili er hjá verslunum Hag- kaupa, um fjögur prósent, og Nóatúns, um átta prósent. Mesta hækkunin á tímabilinu er hins vegar hjá Tíu-ellefu verslunum en þar hefur verð hækkað um 26 prósent. Vörukarfa hjá Bónus hefur hækkað um tuttugu prósent og vörukarfa Krónunnar um 18 prósent. Til hliðsjónar bendir ASÍ á að verð á mat- og drykkjarföngum í vísitölu neysluverðs hafi hækkað um sautján prósent frá því í júní 2010. - le Verð hækkað um 4 til 26 prósent frá árinu 2010: Vörukarfan hækkar mest hjá Tíu-ellefu VOTMÝRI Ein þeirra fasteigna sem Fasteignafélag Austurlands reisti á Egilsstöðum. MYND/SIGURÐUR INGÓLFSSON Stjórnin berst fyrir lífi sínu 1PORTÚGAL Leiðtogar stjórnarflokkanna í Portúgal reyndu í gær að bjarga lífi stjórnarinnar, sem riðaði til falls vegna harðvítugra deilna flokk- anna út af efnahagskrepp- unni. Erfiðar aðhalds- aðgerðir hafa leikið bæði landsmenn og stjórnvöld grátt, en Mario Draghi, seðlabankastjóri Evrópu- sambandsins, reyndi í gær að hvetja stjórnina áfram og sagði hana hafa náð framúrskarandi árangri. Murdoch viðurkennir brot 2BRETLAND „Við erum að tala um greiðslur til lögreglu fyrir fréttaábend- ingar. Það hefur tíðkast öldum saman,“ heyrist fjölmiðlajöfurinn Rupert Murdoch segja á hljóðupp- töku, sem birt var afrit af á fréttarás bresku sjónvarps- stöðvarinnar Channel 4 News. Á upptökunni gerir hann lítið úr brotum blaðamanna á fjölmiðlum sínum, sem uppvísir hafa orðið að hlerunum og mútugreiðslum. Áminning á þjóðhátíð 3FRAKKLAND Manuel Walls, innanríkisráðherra Frakklands, lét tækifærið ekki ónotað þegar hann flutti ræðu í bandaríska sendi- ráðinu í París í gær, á þjóðhátíðardegi Banda- ríkjanna, og ítrekaði kröfu Frakka um að fá að vita sannleikann um njósnir Bandaríkjanna: „Við eigum að segja hlutina skýrt, greini- lega og af einurð.“ 1 2 3 HEIMURINN

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.