Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 30.09.2013, Blaðsíða 30
Fremsti langhlaupari lands-ins, Kári Steinn Karlsson, hefur útbúið sérstakt hlaupa- prógramm handa þeim sem taka þátt í meistaramánuðinum. Þar er blandað saman hlaupaæfingum og ýmsum öðrum tegundum æfinga, enda skiptir fjölbreytnin miklu máli að sögn Kára Steins þegar byrjað er að hlaupa. „Prógrammið miðast fyrst og fremst við þá sem hafa ein- hvern grunn úr íþróttum og hafa til dæmis stundað þær áður. Í því er farið fullhratt af stað fyrir kyrr- setufólk til margra ára.“ Kári Steinn blandar ólíkum teg- undum æfinga saman við stigvax- andi hlaupalengdir. „Það skipt- ir miklu máli að hafa fjölbreytni í æfingum þegar byrjað er að stunda langhlaup. Hér bæti ég inn til dæmis styrktaræfingum, þrek- æfingum og krossþjálfun en slíkar æfingar skipta miklu máli ef hlaup- arar vilja bæta sig og ná árangri. Varðandi styrktaræfingar þá eru ýmsar æfingar í boði en í sjálfu sér skiptir ekki öllu máli hvers konar æfingar eru gerðar. Mestu máli skiptir að hafa þær skemmtilegar en nefna má til dæmis hnébeygjur, framstig, kvið- og bakæfingar og armbeygjur. Ég blanda þessu líka saman sjálfur við eigin æfingar og finnst það mjög gott.“ Þarf að vera gaman Þegar byrjað er að hlaupa segir Kári Steinn mestu máli skipta að hafa gaman af. „Of margir líta á lang- hlaup sem kvöl og pínu en ég segi alltaf við fólk að fara út og njóta þess að hlaupa. Það má hlusta á skemmtilega tónlist meðan hlaup- ið er og ef manni líður illa er um að gera að hlaupa hægar eða labba smávegis. Svo er nauðsynlegt að hlusta á líkamann. Ef maður finnur fyrir einhverjum óþægindum á að stoppa og athuga hvað er að í stað þess að pína sig áfram.“ Það tekur tíma að byggja upp þol og hvetur Kári Steinn nýja hlaup- ara að sýna þolinmæði, annars sé hætt við að stutt sé í uppgjöf. „Margir setja sér háleit og óraun- hæf markmið í upphafi. Það borgar sig ekki að fara of geyst af stað enda eru regluleg hlaup oft mikil breyt- ing á daglegri rútínu fólks. Betra er að sýna skynsemi og fara rólega af stað.“ Hlaupahópar sniðugir Þeir sem klára hlaupaprógramm Kára Steins ættu að vera tilbúnir að hlaupa 10 kílómetra í lok meistara- mánaðar. Spurður um framhaldið fyrir þann hóp segir hann að skyn- samlegt næsta skref sé að taka þátt í hlaupahópum undir stjórn þjálf- ara. „Ég mæli hiklaust með því sem næsta skrefi að ganga í hlaupahóp. Þar er yfirleitt reyndir þjálfarar sem sjá um þjálfun og hóparnir eru líka oft getuskiptir þannig að flestir eru að hlaupa með öðrum hlaupurum sem eru svipaðir að getu.“ Sjálfur er Kári Steinn að setja allt á fullt nú í haust eftir gott frí. „Ég tók langþráð frí frá æfing- um og vinnu en er nú byrjaður aftur að æfa. Næsta verkefni fram undan er Norðurlandamótið í víða- vangshlaupum sem haldið verður í fyrsta skipti hér á landi í nóvem- ber. Þar verða eflaust forvitnilegar aðstæður og gaman að sjá hvern- ig veður við fáum. Næsta vor keppi ég svo á heimsmeistaramótinu í hálf maraþonhlaupi og svo verður Evrópu meistaramótið haldið næsta sumar og þar vil ég standa mig vel.“ Meistaramánuður MÁNUDAGUR 30. SEPTEMBER 20134 Hlaupaáætlun Kára Steins Sunnudagur Mánudagur Þriðjudagur Miðvikudagur Fimmtudagur Föstudagur Laugardagur 1 20-30 mín hlaup(/ ganga) 2 30 mín kross- þjálfun* 3 4-5 km hlaup(/ ganga) 4 Hvíld 5 30 mín kross- þjálfun 6 30 mín hlaup(/ ganga) 7 Styrktar-/ þrekæf- ingar 8 4-6 km hlaup 9 30 mín kross- þjálfun 10 5-6 km hlaup 11 Hvíld 12 40 mín kross- þjálfun 13 25-35 mín hlaup 14 Hvíld 15 4-6 km hlaup 16 40 mín kross- þjálfun 17 7 km hlaup 18 Hvíld 19 50 mín kross- þjálfun 20 30-40 mín hlaup 21 Styrktar-/ þrekæf- ingar 22 4-6 km hlaup 23 35 mín kross- þjálfun 24 8 km hlaup 25 Hvíld 26 60 mín kross- þjálfun 27 40-45 mín hlaup 28 Styrktar-/ þrekæf- ingar 29 Hvíld 30 Hvíld 31 10 km hlaup * Krossþjálfun – önnur þjálfun en hlaup, t.d. sund, fjallganga, hjól, skíðavél og boltaleikir. Hlaupaáætlun Kára Steins Þeir sem taka þátt í meistaramánuðinum geta nú tekið mánaðar hlaupaprógramm sem fremsti langhlaupari Íslendinga, Kári Steinn Karlsson, hefur sett upp. Það er helst ætlað þeim sem hafa einhvern grunn fyrir úr íþróttum. Góð heilsa er eitt það dýr-mætasta sem við eigum og með því að vanda mataræð- ið getum við aukið lífsgæði okkar verulega,“ segir Valentína Björns- dóttir, annar eigenda veitinga- staðarins Krúsku við Suðurlands- braut 12. Krúska býður upp á fjölbreytt úrval spennandi grænmetisrétta alla daga, til dæmis marokkóska, mexíkóska og indverska rétti. „Svo erum við með grænmetislasagne og spínatlasagne og allt er þetta borið fram með brakandi fersku salati og viðeigandi meðlæti,“ upp- lýsir Valentína. Þeir sem það kjósa geta einnig valið um kjúklingarétti, salöt og súpur, auk ferskra safa og hristinga. „Vel samsett máltíð úr jurta- ríkinu þar sem grænmeti, baun- ir og korn eru í aðalhlutverki gefur góða fyllingu og orku sem endist vel,“ segir Valentína og bendir á að grænmetisréttirnir á Krúsku séu hitaeiningasnauðir og því tilvalin fæða fyrir þá sem eru að hugsa um línurnar. Í tilefni meistaramánaðar ætlar Krúska að bjóða upp á græn- metisrétti á sérstöku tilboðsverði en skammturinn kostar aðeins 1.490 krónur. Valentína ætlar sjálf að taka þátt í meistaramánuðinum enda telur hún gott að setja sér skrifleg mark- mið þegar ætlunin er að bæta líf sitt á einhvern hátt. „Það er mjög gott að halda dagbók um það sem þú vilt ná árangri í. Þannig skoðar fólk lífsmynstur sitt og sér hvað má betur fara,“ segir Valentína sem mælir með því að byrja smátt og taka á einum litlum hlut til að byrja með, til dæmis sjónvarpsglápi og nammiáti á kvöldin. „Bara það að standa við lítil loforð gagnvart sjálf- um sér getur gefið manni styrk og aukna tiltrú á sjálfum sér til þess að brjóta upp þá ósiði sem maður hefur vanið sig á,“ segir hún. Valentína segir meistaramánuð- inn frábært framtak sem hvetur fólk til góðra verka. „Það er um að gera að taka þátt og hrista aðeins upp í tilveru sinni.“ Á Krúsku er opið alla virka daga til frá klukkan 11 til 21 en nán- ari upplýsingar má finna á www. kruska.is. Heilsan er dýrmæt Krúska býður upp á fjölbreytt úrval spennandi grænmetis- og kjúklingarétta alla daga. Í meistaramánuðinum verður Krúska með tilboð á grænmetisréttum. Kári Steinn Karlsson hlaupari býður upp á hlaupaprógramm fyrir þátttakendur í meistaramánuðinum. MYND/ANTON „Með því að vanda mataræðið getum við aukið lífsgæði okkar verulega,” segir Valentína á Krúsku. MYND/PJETUR SPURT OG SVARAÐ Þarf ég að skrá mig einhversstaðar? Við hvetjum fólk til þess að líka við facebook síðu Meistaramánaðar- ins til þess að fá reglulega hvatningu ásamt því að skrá sig á www. meistaramanudur.is. En ég lifi eins og meistari alla daga, af hverju ætti ég að breyta því? Til hamingju með að vera með góða stjórn á lífi þínu. Sagt er að einstaklingar sem nái lengst í lífinu séu stanslaust að fara út fyrir þægindarammann og reyna þannig að bæta sig líka í hlutum sem þeir eru ekki góðir í fyrir. Ef afreksíþróttafólk og virtúósar listalífsins telja sig alltaf geta bætt sig þá getur þú það líka. Batnandi mönnum er jú best að lifa. Ég æfi mikið og borða hollt. Af hverju ætti ég að taka þátt? Lestu bókina sem þig langaði alltaf til þess að lesa, lærðu að elda kjötsúpu einsog mamma gerir svo vel, prufaðu að æfa dans í einn mánuð og sjá hvort það er ekki miklu skemmtilegra en þú bjóst við. Möguleikarnir eru fjölmargir fyrir þig til þess að bæta við líf þitt bæði ánægju og gæðum, Meistaramánuðurinn einskorðast alls ekki aðeins við bætta líkamlega heilsu. Mælið þið með einhverju sérstöku mataræði? Í gegnum tíðina höfum við mælt með Paleo mataræðinu svokallaða. Í Paleo mataræðinu sleppir maður öllum sykri, hveiti og mjólkurvörum. Í staðin borðar maður nóg af kjöti, fisk, grænmeti, ávöxtum, hnetum og fræjum. Á netinu er hægt að nálgast fjölmargar bækur og greinar um mataræðið og mælum við með að þið kynnið ykkur það betur. Hvort sem þú ferð á Paleo mataræði eða ekki hvetjum við þig til þess að fara út fyrir þægindahringinn í mataræðinu og taka til dæmis út sykraðar matar- og drykkjarvörur. Hvað með áfengi? Við mælum með því að fólk sleppi áfengi alfarið. Einsog það getur verið gaman að fá sér í glas með vinunum þá er áfengisneysla líka lífstíll sem auðvelt er að breyta. Það getur verið erfitt að vera sá eini af vinunum sem hættir að drekka og því er tilvalið að menn leggist á eitt í Meistaramánuðinum og prufi þetta í sameiningu. Að detta í það um hverja helgi er alls ekki gott fyrir líkamann og því er tilvalið að nota þennan mánuð til þess að hvíla í það minnsta lifrina örlítið. Það hefur líka stórkostlega góð áhrif á budduna að hætta áfengisneyslu um stund.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.