Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 04.12.2013, Blaðsíða 39
MIÐVIKUDAGUR 4. desember 2013 | MENNING | TÓNLIST ★★★★ ★ Mark Lanegan Tónleikar FRÍKIRKJAN Í REYKJAVÍK 30. OKTÓBER Mark Lanegan, fyrrum liðsmað- ur Screaming Trees og núverandi samstarfsmaður Queens of the Stone Age, hefur á ferli sínum gefið út átta sólóplötur. Sú nýjasta heitir Imit ations þar sem hann syngur hin ýmsu lög eftir aðra. Þessir fyrri tónleikar hins 49 ára Lanegans í Fríkirkjunni voru þeir fyrstu sem hann hélt á Íslandi. Með rámri rödd sinni sagði hann það hafa verið draum sinn í mörg ár að spila í Reykjavík. Hann var að ljúka tónleikaferðalagi sínu um Evrópu til að kynna Imitations og spilaði fyrir vikið mörg lög af henni. Lanegan steig á svið rétt fyrir klukkan 22 eftir að þeir Duke Garwood og Lyenn höfðu hitað Rokkgoðsögn á rólegu nótunum MARK LANEGAN Tónleikar rokkarans í Fríkirkjunni voru mjög vel heppn- aðir. MYND/ALÍSA KALYANOVA upp hvor í sínu lagi í um klukku- stund. Eftirvæntingin eftir Laneg- an var svo mikil að um helming- ur áhorfendanna í Fríkirkjunni reis úr sætum sínum og klappaði er hann steig á sviðið. Með honum voru fimm hljóðfæraleikarar, þar af tveir strengjaspilarar, einn blás- ari og þeir Garwood og Lyenn, sem spiluðu á gítar og bassa. Eins og tónleikastaðurinn gefur til kynna voru lögin sem Lanegan flutti í rólegri kantinum en bestur var hann þegar hann spreytti sig á blúsnum, þar á meðal í Cold Molly. Önnur eftirminnileg lög voru til dæmis The Gravedigger‘s Song af síðustu plötu hans og lokalagið Soli- taire af nýju plötunni. Einnig heppnaðist vel útgáfa Lanegan af Satellite of Love sem hann tileinkaði höfundinum sáluga, Lou Reed. Freyr Bjarnason NIÐURSTAÐA: Rólegir en flottir tónleikar hjá mikilli rokkgoðsögn. 2 300W 32 bita magnari 1 hátalari og þráðlaust bassabox Bluetooth tengimöguleiki VERÐ 79.990.- Full HD 1920 x1080 punktar 200 Hz X-Reality myndvinnslukerfi Nettengjanlegt og innbyggt WiFi VERÐ 259.990.- Sony Center Verslun Nýherja Borgartúni / 569 7700 Verslun Nýherja Kaupangi Akureyri / 569 7645 SMÍÐUÐ FYRIR ÆVINTÝRIN Sony ActionCam WIFI HDRAS30 Full HD vatnsheld upptökuvél 1/2.3 baklýst Exmor myndflaga Carl Zeiss Tessar linsa f 2.8 VERÐ 59.990.- GÓÐ KAUP Á ANDROID SNJALLSÍMA Sony Xperia E 3,5” TFT snertiskjár með HD upplausn 3.2 pixla myndavél Videoupptaka VERÐ 25.990.- FULLKOMNAR MYNDIR BEINT Í SÍMANN ÞINN DSCQX10 Myndavél sem smellur á snjallsíma 18,2 pixla 1/2.3 Exmor myndflaga Full HD Video VERÐ 39.990.- Frábært verð! STÓRT OG GOTT Á FRÁBÆRU VERÐI 50” LED SJÓNVARP KDL50W656 HEIMABÍÓ M. ÞRÁÐLAUSUM BASSAHÁTALARA HTCT260H 50” risi á frábæru verði 259.990.- 5 ÁRA ÁBYRGÐ FYLGIR ÖLLUM SJÓNVÖRPUM www.sonycenter.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.