Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 13.05.2014, Blaðsíða 39
ÞRIÐJUDAGUR 13. maí 2014 | MENNING | 23 Velkomin í Háskólann á Bifröst – hvar sem þú ert! Öflugt meistaranám á sviði viðskipta og stjórnunar Forysta og stjórnun – MS / MLM Nýtt meistaranám sem undirbýr nemendur fyrir forystustörf í atvinnulífi og samfélagi. Fjölbreyttir áfangar mynda fræðilegan og praktískan grunn þar sem fjallað er um ólíkar kenningar innan leiðtoga- og stjórnunarfræða. Áhersla er á þjónandi forystu (e. Servant leadership) og samskiptahæfni. Þetta er fjölbreytt nám sem hjálpar þér að ná lengra. Alþjóðaviðskipti MS / MIB Meistaranám sem veitir þjálfun til sérhæfðra starfa hjá fyrirtækjum sem sækja á erlenda markaði. Sérstaklega er horft til stefnumótunar og markaðssetningar nýrra viðskiptahugmynda. Lögð er áhersla á að nemendur þjálfist í að meta með gagnrýnum hætti tækifæri til úrbóta og sóknar á erlenda markaði. Nám sem hjálpar þér að finna nýja möguleika. www.nam.bifrost.is Umsóknarfrestur rennur út 15. maí Josh Hartnett segist hafa þurft að endurmeta líf sitt eftir að hafa séð grimma fátækt við tökur á kvikmyndinni Black Hawk Down. Myndin, sem kom út árið 2001, var byggð á því þegar banda- ríski flugherinn gerði loftárásir á Mogadishu í Sómalíu árið 1993. Hartnett segir að þegar hann hafi séð börn sem höfðu verið limlest í þeirri von að þau gætu betlað peninga hefði það vakið hann til umhugsunar um sitt eigið líf. Hinn 35 ára Hartnett vinnur um þessar mundir við tökur á þátta- röðinni Penny Dreadful sem hefur fengið góða dóma ytra. Tökurnar tóku á fyrir Hartnett SÁ FÁTÆKTINA BERUM AUGUM Josh Hartnett var brugðið þegar hann sá limlest börn í Sómalíu við tökur á Black Hawk Down. Solange Knowles, litla systir söngkonunnar Beyoncé, réðst á rapparann Jay Z, eiginmann Beyoncé, á Met-ballinu fyrir stuttu. Solange, Jay Z og Beyoncé fóru saman í lyftu á Standard-hótel- inu þar sem ballið var haldið. Allt í einu byrjaði Solange að öskra á rapparann og síðan réðst hún að honum. Stór maður, sem líklega var líf- vörður, hélt Solange en vefsíðan TMZ er með upptöku úr lyftu- myndavélinni og birtir hana á vefsíðu sinni. Ekki er ljóst af hverju til átak- anna kom en þremenningarnir fóru ekki heim í sama bíl eftir ballið. Systurnar fóru á einum bíl og Jay Z öðrum. - lkg Fjölskylduerjur OBBOBBOBB Beyoncé blandaði sér ekki í rifrildið. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY „Ég er rosalega ánægður með sam- starfið, það er mikill stökkpall- ur fyrir mig að fá lagið mitt spil- að á svona þekktum og fjölsóttum miðlum,“ segir raftónlistarmaður- inn Marinó Breki Benjamínsson en hann gaf nýverið út lagið The Beast, sem verður spilað á vinsæl- um miðlum. Um er að ræða miðla á borð við Dada Life, Edm.com, sem er stærsti vettvangur fyrir raftón- list í dag, og Vital Edm, sem hefur 400.000 áskrifendur á myndbanda- vefnum Youtube. „Þetta virkar þannig að þeir spila lagið mitt á sínum miðlum. Þetta er mikil kynn- ing fyrir mig. Þetta kom þannig til að ég hef verið í góðu sambandi við eigendur þessara miðla og þetta hjálpar mér mikið,“ útskýrir hann. Fyrir utan kynninguna á miðlun- um er hann kominn í samstarf við ástralska söngkonu sem kallar sig Lele. „Ég er að gera nýtt lag með henni. Hún er þekkt í Ástralíu en meira þekkt í Japan. Hún er bæði fyrirsæta og tónlistarkona og hefur gefið út tónlist í Japan á vegum Universal,“ segir Marinó Breki. Hann segir samstarfið við Lele ganga mjög vel en þau vinna saman í gegnum tölvupósta, Skype og Facebook. Marinó Breki, sem er fæddur árið 1997, hefur verið að gera fjöl- breytta raftónlist í fimm ár og hefur komið víða við. Á síðasta ári fékk hann meðal annars plötu- samning við stærsta raftónlistar- plötuútgáfufyrirtæki í heiminum, Monstercat. - glp Í samvinnu við vinsæla netmiðla Raft ónlistarmaðurinn Marinó Breki Benjamínsson er kominn í samstarf við vin- sæla miðla á netinu, sem ætla að aðstoða hann við að kynna tónlist sína. STÖKKPALLUR Marinó Breki Benja- mínsson er hæstánægður með sam- starfið. MYND/ÚR EINKASAFNI Lady Gaga ætlar að bjóða upp Rolls Royce-bifreið sína hjá Juli- en‘s Auctions í Kaliforníu þann 17. maí. Byrjunarverð er þrjátíu þúsund pund, tæplega sex millj- ónir króna. Bíllinn er árgerð 1990 og keypti lafðin hann fyrir fimm árum. Frægt er orðið þegar hún ferðaðist um Manhattan í bíln- um í september árið 2012 til að kynna nýjan ilm sem hún setti á markað. Sérfræðingar telja að hann gæti farið á allt að 53 þúsund pund, rúmar tíu milljónir króna. - lkg Frægur bíll á uppboð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.