Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 3

Fréttir - Eyjafréttir - 08.12.1983, Blaðsíða 3
IFRÉTTIK Coca Cola á Novunni Dagana 25. og 26. nóv- ember fór Coca Cola mótið í Snooker fram á billjardstof- unni Novu. Keppnin fór vel fram og var mjög spennandi á köflum. Þátttakendur voru 14 og var keppt í tveimur riðlum. Fyrri riðillinn var leikinn á föstudag frá kl. 19.30 til 23.30. Seinni rið- illinn á laugardag frá kl. 10,00 -15.00. Þrír efstu menn í hvorum riðli kepptu síðan til úrslita ásamt 1. gesti. Hófst sú keppni kl. 17.00 og léku eftirtaldir til úrslita: Sigurjón Birgisson (6) Oskar Einars- son (5) Páll Pálmason (5) Matthías Nóason G (5) Óð- inn Hilmarsson (4) Reynir Jóhannesson (4) og Eðvarð Matthíasson (3). Tölurnar í svigunum eru vinningar úr riðíakeppninni. Þegar líða tók á úrslita- keppnina fór að gæta þreytu hjá sumum keppenda, frekar þeim, er höíðu leikið í 2. riðli fyrr um daginn. Oft réðust úrslit leikja ekki fyrr en á síðustu kúlu. Um kl. 23.00 höíðu 2 þeir efstu tryggt sér gull og silfur en þrír voru jafnir í þriðja sæti, þeir Óskar, Reyn- ir og Óðinn. Léku þeir einfaldan snooker (með 1 Umbi kóka kóla Sigmar Pálmason og verðlaunahafar í snóker keppni Novu og Kók. Þeir eru frá vinstri Reynir Jóhannesson, Eðvarð Matthíasson og Sigurjón Birgisson. rauðri kúlu) um bronsið og sigraði Reynir eftir jafna og spennandi leiki. Sigmar Pálmason afhenti sigurvegurunum verðlaun fyr ir hönd Coca Cola. Fyrstu verðlaun hlaut Eð- varð Matthíasson, fallegan bikar (farandbikar), og gull- pening. Hann hlaut 6 vinn- inga eða sigraði alla keppi- nauta sína í úrslitum. Annað sætið féll í skaut Sigurjóns Birgissonar en hann vann 4 sigra og Reynir Jóhannsson varð 3. eins og áður segir með 3 sigra. Erum að taka upp mikið úrval af vörum þessa dagana. SJÓNVÖRP MYNDBANDSTÆKI LAMPAR LJOS SKERMAR HEIMILISTÆKI TOLVUR ?£« er Rosa **** **•**£** 'íkari ’ ko»Uð *Sí. KREDITKORT 3 VELKOMIN Ei SJALFSMYND M.M. „Fyrirgefðu, við stálum þessari. M.M. lét okkur fá nokkr- ar stökur, sem frá honum hrutu á kaupmannaballinu. M.M. sá eina undurfagra á dansleiknum (eða þannig). Ef ég mœtti elskan mín örstutt dvelja í fangi þínu. Öll á burtuyrði pín, alsœla í hjarta mínu. Ein er svona: Margoft þegar minn á hug mærð og leti dettur. Minnist ég hve mikinn dug, á mærin Sigga „sprettur“. Og þessi: JVú botninn slœ ég ambögumar í bráðum fara að roðna morgunský. Drengur hver uið dömu sím skálar dönsum svo og drögum þœr á tálar. Tangamenn íjölmenntu með J.R. hatta á kaupmanna- ballið: Að Dallasþáttum dátt er hlúð, dömum hjá og vœnum herrum, en taktu vara á Tangabúð tel þar fullt af JoðErrum. Aðalfundur Eyverja Aðalfundur Eyverja verður haldinn í Samkomu- húsinu n.k. laugardag kl. 16.00. Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf Gestur fundarins verður Geir H. Haarde formaður sus. Ungt fólk er hvatt til að mæta. Stjórnin vestmannaeyjabær: ATVINNA! Félagsmálaráð óskar eftir að ráða í eftirtaldar stöður við Leikskólann Kirkjugerði: a) 1/1 stöðu frá 1. jan. 1984 b) 1/1 stöðu frá 1. jan. 1984 til 1. júlí 1984 c) 1/2 stöðu (fyrir hádegi) frá 15. jan. 1984 til 1. okt. 1984. Nánari upplýsingar veitir Arndís Gestsdóttir, Kirkjugerði, í síma 1098. Umsóknum skal skila til skrifstofu félagsmálaráðs eigi síðar en 20. des. n.k. merkt „Umsókn - Kirkjugerði“. F élagsmálar áð VESTMANNAEYJABÆR: Vetrarstarf aldraðra Fimmtudaginn 8. desember verður spilað á Hraunbúðum og verður í umsjón Kvenfélagsins Líknar. F élagsmálar áð Frá innheimtu RafVeitu Vestmannaeyja ORKUNOTENDUR! Vinsamlegast veitið at- hygli aðvörunum, vegna ógreíddra orkureikninga. Eindagi reikninga, útsendra í nóvember, var 12. nóvember. RAFVEITA VESTMANNAEYJA t Þökkum auösýnda samúö og vinarhug við andlát og útför eigin- manns míns, fööur, tengdaföður og afa, ÞORSTEINS MAGNÚSSONAR frá Vestmannaeyjum, Litlahjalla 7, Kópavogi. Guörún Gunnarsson, Bjarni Gunnar Sveinsson, Unnur Helgadóttir, Elín Þorsteinsdóttir, Sæmundur Vilhjólmsson, Magnús Þorsteinsson, Kristín Sigurðardóttir, Siguröur Þorsteinsson, Aldís Gunnarsdóttir, Herdís Þorsteinsdóttir, Ólafur Kristmannsson, Anne Hedvig Þorsteinsdóttir og barnabörn. ÞAKKIR Okkar' innilegasta þakklœti fyrir auðsýnda vinsemd á gullbrúðkaupsafmœli okkar 25. nóvember s.l. Sigurlaug og Guðlaugur Gíslason SANITAS APPELSÍN 20% afsláttur SANITAS APPELSÍN 20% afsláttur SANITAS APPELSÍN

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.