Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 18.10.2014, Blaðsíða 18
18. október 2014 LAUGARDAGUR| SKOÐUN | 18 Þrep virðisaukaskatts hér- lendis eru þrjú talsins, það er 0%, 7% og 25,5%, en það síðastnefnda er hið almenna virðisaukaskatts- þrep. Bækur og annað ritað mál eru í svokölluðu lægra þrepi sem er 7%. Hins vegar er margvísleg starf- semi undanþegin virðis- aukaskatti og er þannig í 0% þrepi. Þetta er til að mynda starfsemi eins og heilbrigðisþjónusta, rekstur skóla og safna, íþróttastarfsemi, póst- þjónusta, vátryggingar, bankaþjón- usta, ferðaskrifstofur, útfarar- og prestsþjónusta og sala laxveiði- leyfa. Vissulega er hægt að hafa ólíkar skoðanir á því hvort einmitt þessi starfsemi skuli undanþegin virðisaukaskatti en ekki önnur. Í 7% virðisaukaskattsþrepi er til dæmis leiga gistirýmis, afnota- gjöld útvarps, tímarit, blöð og bækur, heitt vatn, rafmagn, mat- vara, geisladiskar, smokkar og bleyjur. Líklega geta skoð- anir einnig verið skipt- ar um þessa upptalningu. Rök almannavaldsins fyrir lægri skattlagningu eru þau að opinberir aðilar vilji styðja við viðkomandi starfsemi. Skattkerfið er með nokkuð af slíkum und- anþágum og þó oft sé sagt að undanþágur séu ekki af því góða í skattkerfi vegna hættu á undanskotum og erfiðara eftirliti þá felast í slíku stjórnmálalegar áherslur, ekki aðeins hérlendis heldur ekki hvað síst erlendis. Lítill eða enginn skattur Reyndar er það ekki undantekn- ing heldur regla meðal þjóða heims að hafa bækur í lægra skattþrepi. Langflestar þjóðir hafa lægri virð- isaukaskatt á bókum en almennt er í viðkomandi löndum. Yfir 90% landa í nýrri fjölþjóðlegri könnun, sem náði til 51 lands, skattleggja bækur í lægra skattþrepi en almennt er. Einungis fjögur lönd, Síle, Búlgaría, Danmörk og Gvatemala, skattleggja bækur í almennu þrepi en 47 lönd skattleggja bækur í lægra þrepi. Hérlendis er eitt hæsta almenna skattþrep virðisaukaskatts, eða 25,5%. Prentaðar bækur eru hér í 7% þrepi sem er álíka og í mörgum öðrum löndum. Af 34 Evrópuþjóð- um er enginn virðisaukaskattur lagður á prentaðar bækur í fjórum löndum, það er í Bretlandi, Írlandi, Noregi og Úkraínu; tvö lönd eru með bækur í almennu þrepi en hin 28 löndin eru með lægra þrep fyrir prentaðar bækur. Öðru máli gegn- ir um rafbækur. Þar eru flest lönd- in, eða átján talsins, með almennt virðisaukaskattþrep, fjórtán lönd, þar á meðal Ísland, eru með lægra þrep og tvö lönd, Noregur og Úkr- aína, leggja engan virðisaukaskatt á rafbækur. Afnemum virðisaukaskattinn Langflest ríki Evrópu beita virðis- aukaskattskerfinu til að efla bóka- útgáfu og bókalestur í löndum sínum og stendur það Íslendingum nærri að gera slíkt hið sama. Nú á að lækka almenna þrepið í 24% en hækka lægra þrepið í 12% og þar með hækka skattlagningu á bækur. Rökrétt væri að feta í fót- spor þeirra landa sem leggja ekki virðisaukaskatt á bækur en það væru skýr skilaboð um forgangs- röðun í þágu bókarinnar. Það þarf að auka lestur og les- skilning, sérstaklega meðal ung- menna, og það er óumdeilanlegt. Mikilvægt er því að láta vaskinn ekki verða óbreyttan á bókum, blöðum og tímaritum heldur fella hann niður. Íslendingar gefa mikið út af bókum og lesa mikið miðað við aðrar þjóðir enda köllum við okkur bókaþjóðina á tyllidögum. Því viljum við halda og þess vegna á að efla allt sem viðkemur skrif- um, lestri og útgáfu. Höfundur hefur rannsakað þessi mál og væntanleg er á næstunni bók eftir hann um hagræn áhrif ritlistar. Þau eru mikil og framlag ritlistar til landsframleiðslu og lífs- kjara er umtalsvert. Þessi tillaga um að fella niður virðisaukaskatt á bókum, blöðum og tímaritum leiðir ekki til aukinna útgjalda fyrir rík- issjóð þar sem aukning á umsvif- um ritlistar hefur innan tiltölulega skamms tíma í för með sér aukna verðmætasköpun sem skilar sér í betri lífskjörum og þar með aukn- um tekjum fyrir opinbera aðila í framtíðinni. Áhrif ritlistar koma ekki síst fram í mikilvægi hennar fyrir menningu þjóðarinnar og sem hluti af menningararfi okkar eru þau gríðarleg. Reyndar er ritlist ein af forsendum fyrir tilvist Íslendinga sem sjálfstæðrar þjóðar. Afnema á virðisaukaskatt á bókum Eitt af því fáa sem stór hluti stjórnmálamanna hér á landi hefur getað sam- einast um á síðustu árum er að skerða framhalds- skólanám um eitt ár. Sama er uppi á teningnum innan „atvinnulífsins“. Þeir sem eru á þessari skoðun eru ekki eyland, svipaðar hug- myndir hafa komið upp erlendis og í Þýskalandi var fyrir nokkrum árum gripið til aðgerða af svip- uðu tagi. Þar var nám til stúdentsprófs víða stytt um eitt ár, niðurstaðan er hið svonefnda Turbo-Abi. Hér er þó rétt að slá þann varnagla að skipulagning náms í Þýskalandi er með talsvert öðrum hætti en hér á landi þannig að stytt- ingin var í raun umtalsvert minni en sú sem stefnt er að hér og síðast en ekki síst þá tóku sum sam- bandsríkin þetta fyrir- komulag ekki upp og önnur buðu upp á valfrelsi þótt mikil stemning væri yfir- leitt fyrir breytingunni. Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn í Þýskalandi og er mörg- um hætt að lítast á blikuna. Því er haldið fram að túrbóprófið búi nemendur ekki nægilega vel undir háskólanám og yfirferðin sé allt of hröð. Gagnrýni af þessu tagi hefur komið bæði frá háskólamönnum og almenningi og skoðanakönnun í fjórum fylkjum í Norður-Þýska- landi sýnir að um 80% kjósenda vilja hverfa aftur til gamla stúd- entsprófsins. Og stjórnmálamenn leggja við hlustir. Í a.m.k. tveim- ur fylkjum Þýskalands, Bæjara- landi og Hessen, eru þeir í fúlustu alvöru farnir að ræða um að lengja námið aftur um eitt ár. Annars staðar, svo sem í Hamborg, hefur verið reynt að knýja á um breyt- ingar með undirskriftum en það hefur ekki tekist enn og í Slés- vík-Holstein er slík undirskrifta- söfnun í gangi þegar þessi orð eru skrifuð. Lausnin er sveigjanleiki Helstu rök þeirra sem ekki vilja breyta eru þau að verra sé að umsteypa skólakerfinu á nokkurra ára fresti en að vera með gallað kerfi, nokkuð sem íslenskir stjórn- málamenn mættu leiða hugann að. Lausnin sem ýmsir þykjast sjá er að bjóða upp á sveigjanleika, nemend- ur geti hvort heldur þeir vilja tekið túrbóprófið eða hefðbundið nám. Með því að skera niður nám til stúdentsprófs um eitt ár telur menntamálaráðherra sig vera að laga íslenska menntakerfið að því sem gengur og gerist í nágranna- löndum okkar. Ef það er í raun markmiðið er þá ekki skynsamlegt að kanna hvað sé raunverulega á seyði í menntamálum þeirra landa sem við viljum bera okkur saman við og læra af því sem þau eru að gera, bæði því sem vel er gert og ekki síður af mistökunum. Þeim sem vilja kynna sér málið nánar er bent á eftirfarandi slóðir: http://g9jetzt.de>g9jetzt.de. http://www.spiegel.de/ schulspiegel/wissen/g9-ini- tiative-in-hamburg-schei- tert-abitur-am-gymnasium-weiter- nach-acht-jahren-a-996218.html Enginn veit hvað átt hefur … Ríkir eru Norðmenn en olían, sem færði þeim auðinn, mun ekki endast að eilífu. Núverandi spár segja að eftir 53 ár horfi þeir fram á olíuþurrð. Hvað tekur þá við? Ekki er víst að allir Norðmenn hafi af því áhyggjur því þeir kunna að eiga val, þ.e. kjarnorku eða notkun þóríns til orkuframleiðslu. Kjarnorkuver nota úran en unnið er að beislun þóríns í sama tilgangi, sem telst nær hættu- laust samanborið við úran. Norð- menn eru einna lengst komnir í orkurannsóknum á þórín (e. thorium). Þeir eru engir nýgræð- ingar þegar kemur að þórín því frumefnið fannst fyrst í Noregi 1828. Norðmenn hafa lengi rann- sakað geislavirkni í Halden við Ósló og búa yfir mikilli þekkingu á því sviði. Sér- staða þeirra er að geta fjármagnað rannsóknir sem nauðsynlegar eru til að hanna þórínkjarnorku- ver og hefur ríkið þegar veitt fé til rannsókna á þessu sviði, sem norsk fyrirtæki eru þó í for- svari fyrir (Thor Energy AS). Til að ná skjótum árangri á sviði þórínorkuvinnslu væri æskilegt að mörg lönd legðu í púkkið en sú hefur ekki verið raunin. Evrópusambandið hefur veðjað á aðra kosti sem hafa verið fjármagnaðir í mörg ár, þ.e. rannsókn á kjarnasamruna. Lönd sem þróa aðferðir til þór- ínorkuvinnslu eru auk Noregs: Frakkland, Japan, Indland, Kan- ada, Bandaríkin og Kína. Yfir- leitt standa bæði yfirvöld og fyriræki að þórínrannsóknum en Kína hefur þó sérstöðu því þar ríkir eins konar „stríðsástand“, líkast kapphlaupinu á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna um að verða fyrstir til að senda mann til tunglsins. Skipta um orkugjafa Innan 10 ára ætla Kínverj- ar, með vísindalegan mann- auð, nægt fjármagn og fullan pólitískan stuðning yfirvalda að vopni, að gangsetja fyrsta þórínorkuverið. Óvíst er hvort það tekst en þeir hyggjast leysa vandamálið um útblástur gróð- urhúsalofttegunda með því að skipta um orkugjafa. Þetta er eðlilegt því vandamálið snýst um orku, ekki loftslag. Orkuvinnsl- an er orsök þess að vandamálið mengun andrúmsloftsins er til staðar. Takist Kínverjum ætl- unarverk sitt má ætla að aðrar þjóðir njóti góðs af tæknilausn- um þeirra. Þau lönd, eða réttara sagt fyrirtæki, sem nú hafa áttað sig á þessu, verða best í stakk búin ef Kínverjar ná markmiði sínu. Þeirra á meðal eru Norð- menn sem gætu því hætt að nota olíu löngu áður en sú orkulind tæmist. Fjárfestar hafa að undanförnu leitað í vinnslu og rannsóknir annarra orkugjafa en olíu, kola og gass, sem eykur líkurnar á að þórínorkuframleiðsla líti dagsins ljós. Viðskiptasjónarmið ráða ferðinni, ekki hagsmunir almennings. Þeir sem kynna sér kosti þórínorkuvinnslu eru yfir- leitt á þeirri skoðun að þessa leið beri að fara. Þeirra á meðal eru hinn áhrifamikli Bill Gates, en einnig Hans Blix, fyrrverandi eftirlitsmaður Alþjóðakjarn- orkumálastofnunarinnar. Norð- menn eru heppnir að eiga 4% alls þóríns á yfirborði jarðar og búa við kjöraðstæður, þ.e. pólitíska framsýni, fjármagn til rannsókna og vísindamenn til að vinna verkið. Þótt aðrir orkugjafar en kjarnorka munu vafalítið verða beislaðir á næstu áratugum, munar mest um kjarnorkuna. Fátt virðist geta stöðvað það ferli. Tromp Norðmanna í orkumálum? Umræðan um lagafrum- varpið sem liggur fyrir Alþingi um afnám einka- sölu ríkisins á áfengi virð- ist vera á villigötum. Flutn- ings- og stuðningsmönnum þess hefur tekist að stýra umræðunni á þann veg að aðeins er talað um hvort við viljum geta keypt létt- vín og bjór í matvöruversl- unum og sparað okkur það ógurlega ómak að þurfa að fara í sérstaka vínbúð til þess. Því er síðan slegið upp að nýleg- ar skoðanakannanir sýni að meiri- hluti fólks sé fylgjandi sölu léttvíns og bjórs í matvöruverslunum. En það er ekki bara það sem frumvarpið felur í sér, heldur tekur það líka til sterks áfengis, þannig að sala þess verður líka færð úr vínbúðunum í matvöruverslanir verði það samþykkt. Viljum við það? Sömu skoðanakann- anir benda til þess að svo sé ekki. Öfugt við fyrsta flutn- ingsmann frumvarpsins er ég langt frá því að vera bindindismaður og nýt þess reglulega að drekka gott vín með góðum mat. En ég hef aldrei litið á það sem skerð- ingu á persónufrelsi mínu né talið eftir mér að þurfa að gera mér ferð í Vínbúðina til að kaupa áfengi. Þar nýt ég frábærrar þjónustu vel þjálfaðs afgreiðslufólks og mikils og góðs úrvals af víni. Miðað við þjónustustigið í matvöruverslun- um almennt efast ég stórlega um að ég muni njóta hvorutveggja verði frumvarpið að lögum. Árangursríkasta leiðin Þrátt fyrir að heildarneysla áfeng- is á Íslandi hafi hátt í tvöfaldast frá því að sala á áfengum bjór var leyfð árið 1988 erum við á meðal þeirra þjóða í Evrópu sem drekka hvað minnst. Rétt fyrir ofan okkur í neyslu eru hinar Norðurlanda- þjóðirnar þar sem sama fyrir- komulag er, það er einkasala rík- isins, Svíar, Norðmenn og Finnar. Danir skera sig hins vegar úr með um 70% meiri neyslu á mann en við Íslendingar, enda ríkir þar hið rómaða frelsi í sölu áfengis. Mjög hefur dregið úr unglinga- drykkju hér á landi síðustu árin og hún er ein sú minnsta í Evrópu. Viljum við hætta þeim árangri sem hefur náðst á því sviði með því að auka aðgengið að áfengi? Samkvæmt skýrslu Evrópusam- bandsins um áfengisneyslu í Evr- ópu og áhrif hennar á þjóðfélagið er ein árangursríkasta og ódýrasta leiðin til að draga úr neyslu áfeng- is að takmarka framboð þess. Í skýrslunni er bent á að ríkiseinka- salan á Norðurlöndunum gefist mjög vel í þessu skyni. Kannski er það þess vegna sem mjög lítið heyrist annars staðar á Norðurlöndunum talað um afnám einkasölu ríkisins, hvað þá að ábyrgir þingmenn berjist fyrir því í nafni hins heilaga frelsis. Fyrsti flutningsmaður frum- varpsins hefur staglast á frjáls- hyggjumöntrunni um að ríkið eigi ekki og megi ekki. Ríkið eigi ekki að standa í verslunarrekstri, sama þótt um vöru eins og áfengi sé að ræða. Hins vegar fylgja frumvarp- inu engin rök um hvað því sé ætlað að bæta annað en „frelsi“ kaup- manna. Sterkt áfengi í matvöruverslanir? Nei, takk SKATTUR Ágúst Einarsson prófessor við Háskólann á Bifröst ➜ Reyndar er það ekki undantekning heldur regla meðal þjóða heims að hafa bækur í lægra skattþrepi. MENNTUN Kristjana Björg Sveinsdóttir þýskukennari við Menntaskólann í Reykjavík ➜ Nú er hins vegar komið annað hljóð í strokkinn í Þýskalandi og er mörgum hætt að lítast á blikuna. ORKUMÁL Jóhann Helgason jarðfræðingur ➜ Til að ná skjótum árangri á sviði þórínorkuvinnslu væri æskilegt að mörg lönd legðu í púkkið en sú hefur ekki verið raunin. SAMFÉLAG Adolf Ingi Erlingsson fréttamaður ➜ En ég hef aldrei litið á það sem skerðingu á per- sónufrelsi mínu né talið eftir mér að þurfa að gera mér ferð í Vínbúðina til að kaupa áfengi. Þar nýt ég frábærrar þjónustu vel þjálfaðs af- greiðslufólks og mikils og góðs úrvals af víni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.