Akureyri


Akureyri - 09.01.2014, Blaðsíða 12

Akureyri - 09.01.2014, Blaðsíða 12
12 9. janúar 2014 AÐSEND GREIN ÁRMANN GUÐMUNDSSON, FORNLEIFAFRÆÐINGUR MA Undir malbiki, grasi og grús -Frumdægur Akureyrar Ég tel að þær rætur liggi einmitt á títtnefndri eyri, á verslunarstaðn- um forna sem tók hugsanlega við af Gásum í lok miðalda. Í Innbænum, undir gangstéttum, mal- biki, grasi og grús, liggja ræturnar. Mikill ávinningur er í því að rannsaka versl- unarstaðinn, ekki eingöngu út frá þeim veraldlegu gæð- um sem slíkt getur skapað heldur einnig út frá þeim menningarlega ávinningi sem getur hlotist af því.“ Saga og þróun Akureyr- ar er samofin sögu verslunar og við- skipta. En hvert er upphafið, hvaða áhrif hafði verslunin á uppbyggingu byggðar á Akureyri og hvernig tengj- ast aðrir verslunarstaðir í Eyjafirði þessari þróun. Í framhaldinu má einnig spyrja hvaða hlutverk versl- unarstaðurinn á eyrinni sem kölluð var Akureyri spilar í þessu sam- bandi? Í sannleika sagt er æði margt hulið í þessari merku þróun. Á með- an fornleifarannsóknir hafa einblínt meira á svæðin í kringum kaupstað- inn (Gásir, Jaðarsvæði Gása, Naustir, Glerá o.f.l) hefur kjarninn, upphaf byggðarinnar, nánast gleymst. Eftir stendur tóm sem verður að fylla. Við- fangsefnið er brýnt og ávinningurinn mikill. Kynnum nú helstu persónur og leikendur á sviði verslunar í Eyja- firði á miðöldum til sögunnar. Árnar í vestanverðum firðinum eru þar fyr- irferðamiklar enda hafa þær mikil- vægu hlutverki að gegna. Í aldanna rás hafa bæði Hörgá og Glerá bor- ið með sér til sjávar, af kostgæfni og einstakri eljusemi, gríðar mik- ið magn jarðvegs. Þessi jarðvegur hefur svo í fyllingu tímans myndað þær náttúrulegu hafnir sem skópu auð Eyjafjarðar. Ósar Hörgárinn- ar mynduðu þannig Gáseyri sem var mikill verslunarstaður á mið- öldum nánar tiltekið frá 13. til 14. aldar. Ósar Glerárinnar mynduðu hina löngu Oddeyri en þar voru kaupstefnur og verslun stunduð lengi vel. Allt er hinsvegar fallvaltleikanum háð. Vegna of mikils fram- burðar í Hörgá fylltist uppí hina náttúrulegu höfn og verslun lagðist þar smám saman af og fluttist á brott. En hvert? Margt bendir til þess að hún hafi ekki flust til Oddeyrar heldur til annarar náttúrulegrar eyrar sunnar í firðinum. Eyrar sem verslunarmenn nýttu sér í meira mæli eftir hnign- un Gása. Sá staður nefndist Akur- eyri en örnefnið kemur fyrst fram í heimildum á 16.öldinni en Líklega er örnefnið þó eldra en það. Akur- eyrin myndaðist með sama hætti og hinar tvær til norðurs, þ.e.a.s. vegna árframburðar Búðarlæksins en hann rann milli jarða Nausta og Eyrar- lands niður Búðagil til austurs og niður í átt að pollinum. Fornleifarannsóknir á Gásum hafa leitt í ljós umfangsmikinn versl- unarstað á miðöldum og því má leiða að því líkum að sá staður sem tekið hefur við hafi ekki verið minni í snið- um. Þarna erum við einmitt komin að kjarna málsins. Við vitum lítið sem ekkert um elstu fasa verslun- arstaðarins sem var á Akureyrinni. Við vitum þó að verslunarstaðurinn var svo umfangsmikill og blómlegur að hann, í fyllingu tímans, skóp lítið þorp með fastri búsetu allt árið um kring, eitthvað sem ekki var raunin á Gásum. Af þessum frumdægrum þorpsins vitum við þó afar lítið, ef frá eru taldar nokkrar blaðsíður í merkum ritum. Rætur Akureyrar er okkur huldar sýnum. Ég tel að þær rætur liggi einmitt á títtnefndri eyri, á verslunarstaðnum forna sem tók hugsanlega við af Gás- um í lok miðalda. Í Innbænum, undir gangstéttum, malbiki, grasi og grús, liggja ræturnar. Mikill ávinningur er í því að rannsaka verslunarstaðinn, ekki eingöngu út frá þeim veraldlegu gæðum sem slíkt getur skapað heldur einnig út frá þeim menningarlega ávinningi sem getur hlotist af því. Með menningarlegum ávinningi á ég ekki aðeins við þá möguleika sem gætu opnast í ferðamennsku á svæð- inu heldur einnig þeim ávinningi sem fælist í vitneskjunni um upprunann. Eyrin sem kölluð var Akureyri er hinn týndi hlekkur í byggðarsögu Eyjafjarðar þar sem hún getur bæði gefið okkur enn betri sýn á þá hluta Eyjafjarðar sem við þekkjum nokk- uð vel, eins og Gáseyrar, og líka þau svæði sem við vitum alltof lítið um eins og Innbæinn sjálfan. Fornleifafræðistofan ehf, í sam- starfi við Minjasafnið á Akureyri, hefur því mótað rannsóknarverk- efni um verslunarstaðinn á eyrinni í Innbænum. Þar verður leitast við að skilgreina umfang þeirra minja sem mörkuðu upphaf verslunar á svæðinu og hvað verslunin sem slík getur sagt til um upphaf þeirrar þorpsmyndunar sem skóp Akureyri. Vonast er til að rannsóknir hefjist næsta sumar. a Rætur Akureyrar eru okkur huldar sýnum. Ármann Guðmundsson MYNDIN ER TEKIN á glaðri stundu á Gásum. INNBÆRINN - vagga Akureyrar?

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.