Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 05.02.2015, Blaðsíða 66
5. febrúar 2015 FIMMTUDAGUR| SPORT | 54 FÓTBOLTI „Ég hef verið með hug- ann við að flytja heim nokkuð lengi eftir erfið ár hjá Silkeborg. Þetta var besta lausnin og gott að kom- ast í umhverfi þar sem mér og fjöl- skyldunni líður vel,“ segir Bjarni Þór Viðarsson en hann skrifaði í gær undir þriggja ára samning við uppeldisfélag sitt, FH. FH-ingar ætla sér augljóslega stóra hluti í sumar því þeir sömdu einnig við Belgann Jeremy Serwy. Sá er mikill spyrnumaður og var á mála hjá Dortmund í fyrra. Hann spilaði þó aðeins með varaliðinu og endaði hjá ungverska liðinu Újpest. Aðeins FH kom til greina Bjarni Þór er orðinn 26 ára gamall en náði aldrei að spila fyrir meist- araflokk félagsins því hann samdi við Everton aðeins 16 ára gam- all. Hann hefur einnig spilað með liðum í Englandi, Belgíu og Dan- mörku en er nú kominn heim. „Það er gott að vera kominn heim í FH. Það er allt rosalega flott hjá þeim hérna og kom mér á óvart hvað allt er orðið flott,“ segir Bjarni en það kom ekki til greina að fara í annað félag hér heima enda faðir hans formaður FH og föðurbróðir hans formaður knatt- spyrnudeildar. „Það hefði ekki verið vel séð ef ég hefði farið eitthvað annað. Það hefðu þó nokkrir aðilar ekki verið sáttir og ég tók því enga áhættu.“ Hjá FH hittir Bjarni líka fyrir bróður sinn, Davíð, en þeir hafa aldrei náð að spila saman fyrir meistaraflokk. „Það á örugglega eftir að vera mjög gaman. Ég vonast til þess að við náum vel saman á vell inum og verðum ein af betri miðjum deildarinnar,“ segir Bjarni Þór en á hann ekki von á því að lenda í einhverjum bræðraátökum á vell- inum? „Við eigum eflaust eftir að láta hvor annan heyra það eitthvað. Það er hluti af þessu. Við hættum að slást þegar við vorum krakkar og látum það vera núna.“ Ekki að drífa sig út aftur Bjarni kemur heim hokinn af reynslu eftir langan atvinnu- mannsferil hjá ungum manni. „Ég þekki Ísland ekkert sérstak- lega vel en hef fylgst nokkuð vel með deildinni. Ég þekki líka Heimi þjálfara vel sem er jákvætt,“ segir miðjumaðurinn en hann er ekkert að drífa sig í að komast aftur út í atvinnumennsku. „Ég ætla að einbeita mér að því að spila vel fyrir FH. Það þarf að vera freistandi tilboð ef ég fer aftur út. Það eru engin enda- lok að koma heim og sérstaklega þegar maður fer í svona gott félag. Við ætlum að stefna á titla næsta sumar enda með gott lið og viljum líka standa okkur í Evrópukeppn- inni.“ - hbg Löngu hættur að slást við bróður minn Bjarni Þór Viðarsson er ánægður að vera kominn heim og er ekki að drífa sig út aft ur í atvinnumennsku. KOMINN HEIM Bjarni spilar á ný með uppeldisfélagi sínu. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI ÚRSLIT OLÍSDEILD KARLA VALUR - FRAM 34-17 (15-7) Valur - Mörk (skot): Orri Freyr Gíslason 4 (4), Kári Kristján Kristjánsson 4/2 (4/2), Sveinn Aron Sveinsson 4 (6), Ómar Ingi Magnússon 3/2 (3/2), Guðmundur Hólmar Helgason 3 (4), Finnur Ingi Stefánsson 3 (4), Alexander Örn Júlíusson 3 (5), Elvar Friðriksson 3 (5), Geir Guðmundsson 3 (6), Bjartur Guðmundsson 2 (2), Vignir Stefánsson 2 (3), Atli Már Báruson (1). Varin skot: Stephen Nielsen 18/1 (30/2, 60%), Hlynur Morthens 6 (11, 55%). Hraðaupphlaup: 11 ( Kári Kristján Kristjánsson 1, Sveinn Aron Sveinsson 3, Finnur Ingi Stefánsson 3, Alexander Örn Júlíusson 1, Elvar Friðriksson 2, Vignir Stefánsson 1.). Utan vallar: 14 mínútur. Fram - Mörk (skot): Sigurður Örn Þorsteinsson 5 (12), Ólafur Jóhann Magnússon 3 (4), Stefán Baldvin Stefánsson 3 (6), Arnar Freyr Ársælsson 2 (6), Arnar Snær Magnússon 1 (2), Ragnar Þór Kjartansson 1 (2), Garðar B. Sigurjónsson 1/1 (4/2), Kristinn Björgúlfsson 1 (6/1), Þorri Björn Gunn- arsson (1), Þröstur Bjarkason (2), Stefán Darri Þórsson (4). Varin skot: Kristófer Fannar Guðmundsson 8 (34/4, 24%), Valtýr Már Hákonarson 3 (11, 27%). Hraðaupphlaup: 5 (Sigurður Örn Þorsteinsson 1, Ólafur Jóhann Magnússon 2, Stefán Baldvin Stefánsson 1, Arnar Freyr Ársælsson 1.). Utan vallar: 6 mínútur. GÓÐUR Kári Kristján Kristjánsson er kominn heim frá Katar og skoraði fjögur mörk fyrir Valsmenn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KÖRFUBOLTI Kvennalið Kefla- víkur verður án leikstjórnanda síns, Ingunnar Emblu Kristínar- dóttur, í næstu tveimur leikjum liðsins en hún hefur verið úr- skurðuð í tveggja leikja bann. Hún var kærð fyrir atvik sem gerðist í undanúrslitaleik Kefla- víkur og Snæfells á laugardaginn var en hún sparkaði þá í Gunn- hildi Gunnarsdóttur hjá Snæfelli. Dómarar leiksins misstu af atvikinu en sparkið sást mjög vel í sjónvarpsupptöku frá leiknum. Aga- og úrskurðarnefnd tók mál hennar fyrir og dæmdi hana í tveggja leikja bann. - óój Ingunn Embla sett í leikbann GRÓFT BROT Ingunn Embla sparkaði í leikmann Snæfells. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM TAEKWONDO Ingibjörg Erla Grétars dóttir, nýkrýndur Norður- landameistari í taekwondo í fimmta sinn, hækkaði sig upp um þyngdarflokk fyrir Norðurlanda- mótið í Noregi um helgina en það kom ekki í veg fyrir að hún fagnaði sínu fimmta NM-gulli fyrir tvítugt. „Ég er mjög sátt og líka með það að það gekk öllum mjög vel á mótinu,“ segir Ingibjörg Erla en hvernig fór hún að þessu? „Ég er bara með mjög gott fólk í kringum mig og æfi vel,“ segir Ingibjörg Erla og það er svolítið að heyra á henni að þetta hafi verið svona dálítið það sama og venjulega. Með mikla reynslu „Þessi var ekkert öðruvísi hjá mér en hinir fjórir. Þetta er búið að vera svipað. Ég er búin að keppa á Norðurlandamótinu síðan 2008 og er því komin með mjög mikla reynslu á þessu móti,“ segir Ingi- björg. Ingibjörg hefur keppt á mótinu síðan hún var þrettán ára. Hún vann fyrsta titilinn í ung- lingaflokki en hina í fullorðins- flokki. „Það eru alveg tíu til fimmtán ár eftir og vonandi verða Norður- landameistaratitlarnir margir hjá mér,“ segir Ingibjörg létt og það er að heyra á henni að hún er bara rétt að byrja á sínum taekwondo- ferli. Ingibjörg Erla vann norska stelpu í úrslitaleiknum og hefndi þar fyrir aðra íslenska stelpu sem sú norska hafði slegið út í undan- úrslitunum. Færði sig upp um þyngdarflokk „Ég var að keppa í þyngdinni fyrir ofan mig þannig að ég hef aldrei keppt á móti þessari áður. Þessar stelpur voru aðeins þyngri en ég en það munaði samt ekki miklu,“ sagði Ingibjörg Erla sem keppti nú í -62 kíló flokknum í stað -57 kílóa flokknum áður. „Það er engin ástæða nema kannski að ég hafi verið feitabolla eftir jólin,“ segir Ingibjörg í miklu meira gríni en alvöru. Ingibjörg Erla tekur undir það að það þurfi hugrekki í þetta sport. „Hugrekkið er mikilvægur kostur. Það hrjáir marga að vera mjög stressaðir. Ég er frekar and- lega sterk á mótum. Ég hef aldrei fundið fyrir stressi og það finnst sumum svolítið skrýtið,“ segir Ingibjörg Erla létt. Hún kvartar ekki undan höggunum sem hún fær. „Þetta venst. Það er alveg eðlilegt að fá nokkra marbletti,“ segir Ingibjörg en hefur hún slopp- ið við stór meiðsli? „Ég hef fengið heilahristing einu sinni og aðeins meitt mig í ökklum og hnjám en ekkert alvarlegt. Við erum í það miklum hlífum að maður er aldrei að slasa sig mikið. Það er rosalega lítið slysahætta í þessu sporti,“ segir Ingibjörg. En af hverju fór hún í tae- kwondo á sínum tíma?“ Ég sá sýn- ingu þegar ég var sjö eða átta ára og fannst þetta svo flott að mig langaði að stunda þetta líka. Ég fann mig í þessu strax á fyrstu æfingunni,“ segir Ingibjörg Erla sem hefur prófað margar íþróttir en aldrei fundið sig nema í tae- kwondo. Ingibjörg Erla býr í Kópavogi, keppir fyrir Selfoss og stundar nám í viðskiptafræði við Háskól- ann í Reykjavík. En af hverju keppir hún fyrir Selfoss? „Það er bara besta liðið,“ segir hún án þess að hika en Ingibjörg hefur keppt fyrir Selfoss frá 2011. Ingi- björgu dreymir um Ólympíuleika en viður kennir að hún sé svolítið langt frá þeim draumi enn þá. Erfitt að komast á ÓL „Ég stefni alveg á það að komast á Ólympíuleika en það verður mjög erfitt því maður þarf að safna það mörgum stigum á mótum sem gefa slík stig. Ég ætla allavega að reyna að ná eins mörgum stigum og ég get á þessu ári og svo sjáum við bara til,“ segir Ingibjörg Erla að lokum. Ingibjörg Erla var ekki sú eina sem varð Norðurlandameistari því það urðu einnig Ástrós Brynjars- dóttir, Ágúst Kristinn Eðvarðsson, Daníel Jens Pétursson og Gunnar Snorri Svanþórsson. ooj@frettabladid.is Aldrei stressuð fyrir bardaga Ingibjörg Erla Grétarsdóttir varði Norðurlandameistaratitil sinn í taekwondo í Noregi um helgina en hún varð þá Norðurlandameistari í fi mmta sinn. Þetta voru ein af sex íslenskum gullverðlaunum á mótinu. FIMM NM-GULL Ingibjörg Erla Grétarsdóttir með uppskeruna á síðustu fimm Norðurlandamótum sínum í taekwondo. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR HANDBOLTI Olís-deild karla í handbolta heldur áfram í kvöld þegar 17. umferðin klárast með fjórum leikjum. Það byrjar allt með leik ÍBV og Hauka í Vestmannaeyjum klukkan 18.00 og klukkutíma síðar verður flautað til leiks í viðureign Akureyrar og ÍR. Klukkan 19.30 hefjast svo leikir Stjörnunnar og FH í Mýrinni annars vegar og HK og Aftureldingar hins vegar. Mosfellingar byrjuðu tímabilið frábærlega og unnu sex fyrstu leikina og gerðu eitt jafntefli áður en þeir voru loks slegnir niður á jörðina af botnliði HK í áttundu umferð Olís-deildarinnar. Kópavogspiltar unnu þar óvæntan sigur, 25-22. Gengi liðanna er þó ólíkt með öllu það sem af er tímabili, en HK vann aðeins einn leik fyrir utan að leggja Aftureldingu að velli og er rótfast við botninn með fjögur stig. Afturelding er í 3. sæti með 22 stig. Mosfellingar reyna að hefna ófaranna FÓTBOLTI Kvennalandslið Íslands í fótbolta spilar vináttuleik við Holland í Kórnum í Kópavogi 4. apríl, knattspyrnusambönd landanna komust að samkomulagi um tvo leiki á næstu tveimur árum. Ísland og Holland mætast fyrst hérlendis í Kórnum sem fyrr segir í byrjun apríl og svo aftur í Hollandi á næsta ári. Þá verður spilað á einum af leikstöðum EM 2017, en Hollendingar eru einmitt gestgjafar næsta Evrópumóts og verða því ekki í pott- inum þegar dregið verður til riðlakeppninnar 13. apríl. Leikurinn við Holland kemur beint í kjölfarið á Algarve-mótinu þar sem Ísland er í riðli með Bandaríkjunum, Noregi og Sviss, en Freyr Alexandersson landsliðsþjálfari fær góða leiki til að undirbúa liðið fyrir undankeppni EM sem hefst næsta haust. Liðin mættust síðast í riðlakeppni EM 2013 en þá vann Ísland, 1-0, með marki Dagnýjar Brynjarsdóttur. Það skaut Íslandi í 8 liða úrslit. Þetta verður annar leikur Hollands gegn Íslandi í Kórnum, en þau skildu jöfn árið 2009, 1-1. Þá skoraði Ólína G. Viðarsdóttir. - tom Gestgjafar EM koma í heimsókn AFTUR Í KÓRINN Holland sótti Ísland heim 2009 og spilaði þá vináttuleik í Kórnum. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL SPORT 0 4 -0 2 -2 0 1 5 2 2 :0 3 F B 0 7 2 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 9 K _ N Ý.p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 3 A 4 -F A 9 0 1 3 A 4 -F 9 5 4 1 3 A 4 -F 8 1 8 1 3 A 4 -F 6 D C 2 8 0 X 4 0 0 7 A F B 0 7 2 s C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.