Fréttablaðið - 14.02.2015, Síða 38

Fréttablaðið - 14.02.2015, Síða 38
14. febrúar 2015 LAUGARDAGUR| HELGIN TÆKNI | 38 Lengi vel var ég sannfærður um að silfruðu ljósdílarn-ir á næturhimninum væru fjarlægar jarðir. Ekki sól-stjörnur eins og ég veit nú, heldur nákvæmar eftir- myndir af heimili okkar. Móðir mín leiðrétti ekki þennan misskilning þegar ég spurði hana hvort það væri fólk á þessum jörðum. Við vorum á Hellisheiði, á austurleið eftir viku- lega heimsókn á Landspítalann (ég heimtaði ávallt að fara með). Svar- ið man ég ekki orðrétt. Eitthvað í þá veru að heimurinn væri mjög stór og að fólk væri líklega hvergi til nema á Jörðinni. Hún sagðist þó vona að svo væri. Þetta var árið 1995. Skipu- leg leit að framandi lífi í alheiminum hafði þá staðið í 36 ár og stendur enn. Líkindi og bjartsýni takast á Í dag jaðrar það við guðlast þegar fullyrt er að maðurinn sé einn í alheiminum. Geimsjónaukinn Kepl- er hefur á síðustu árum fundið 1.800 fjarreikistjörnur. Ein af hverjum fimm stjörnum hefur að geyma reikistjörnu þar sem aðstæður eru taldar vera lífvænlegar og áætlað er að heildarfjöldi þeirra í Vetrarbraut- inni sé ellefu milljarðar. Hugmynd eðlisfræðinga árið 1960 var einnig merkileg. Að hlusta eftir öflugum orkuskotum á mjórri band- vídd vetnisgass (1.420 MHz) sem aðeins tæknivædd samfélög þekkja. Við vinnum að þessu markmiði enn í dag en þögnin ein hefur mætt okkur. Við viðurkennum fúslega að lög- mál efna- og eðlisfræðinnar eru hin sömu víðast hvar í víðáttu alheims- ins. Grundvallarsameindir lífefna- fræðinnar hér á Jörðinni eru síðan tiltölulega algengar í gasskýjum milli stjarnanna. Því miður höfum við ekki enn útskýringu á því hvern- ig líf verður til. Darwin sjálfur sagði að þessari spurningu yrði aldrei svarað. Þannig getum við ekki úti- lokað að líf á Jörðinni sé heppnis- skot, summa stórkostlegra tilviljana. Æviskeið stjarna á borð við Sólina er síðan tiltölulega stutt í þróunar- legu samhengi. Það er nánast útilok- að að við kynnumst verum sem eru á sambærilegu þróunarstigi og við. Framandleiki veranna verður algjör. Álíka framandi og daglegt líf manns- ins er fyrir bakteríu. „Halló?“ Vísindaskáldskapurinn boðar hrun stofnana þegar fyrstu kynni við geimverur eiga sér stað. Stríð og óeirðir. En er það svo? Þegar Darw- in kynnti þróunarkenninguna voru viðbrögðin ekki upplausn, þvert á móti. Sama á við um sólmiðjukenn- ingu Kópernikusar. Jafnframt sýna rannsóknir að fylgjendur helstu trúarbragða telja það hafa lítil áhrif á afstöðu sína ef litlir græn- ir menn birtast í túngarðinum (slík uppákoma eflir líklega trúfestu, ef eitthvað er). Sá sem kemur til með að tala fyrir hönd mannkyns er síðan Paul nokkur Davies, eðlisfræðingur og formaður aðgerðahóps SETI eftir að samskiptum hefur verið náð. Hópurinn hefur sett fram sam- skiptareglur ef geimverur hafa samband. Reglurnar hafa víðtæka skírskotun og hafa verið sam- þykktar af helstu vísindasamtök- um. Lagalega hafa þessar reglur þó ekkert vægi. Hópurinn er skipaður vísinda- mönnum með fjölbreyttan bakgrunn. Þetta hljómar eins og vísindaskáld- skapur en að vissu leyti getum við þakkað Verne, Asimov og Clarke og fleiri góðum fyrir skrif sín. Ímynd- unaraflið hefur oft fleytt okkur að nýjum landamærum og kallað á umræðu um ólíklegustu mál. Hver hefur svörin? „Það geta verið tölfræðileg líkindi að líf hafi þróast í alheiminum en það er allt önnur spurning hvort við munum finna það,“ segir Huginn Freyr Þor- steinsson vísindaheimspekingur. „Það er þetta sem líklega vekur þessa hræðslu mannsins, að vera einn. Þá geta menn gripið til geimvera eða trú- arbragða.“ Huginn bendir á hversu agnarsmáar líkur eru á að komast í tæri við geimverur sem hægt er að eiga raunveruleg samskipti við. Jafn- framt sé þessi þráhyggja okkar svip- uð því sem viðgekkst fyrr á tímum þegar hugmyndir um drauga voru algengar. „Kannski finnst okkur skrýtið að hugsa til þess að við séum ein í alheiminum.“ „Áhugi okkar á þessum verum snýst kannski að einhverju leyti um von,“ segir Huginn. „Að mannkynið sé ekki einsamalt, að það sé von um að finna eitthvað annað. Mögulega er þetta meiri von en vísindi.“ Þegar allt kemur til alls verða kynni okkar af háþróuðum geimver- um fundur með eigin framtíð. Von- andi miðla verurnar reynslu sinni og útskýra hvernig þeim tókst að ná svo langt. Þessi fundur mun þó aldrei uppfylla vonir okkar um endanleg svör: Hver er tilgangur okkar? Hvað er meðvitund? Af hverju deyjum við? Von um framandi líf Með stórkostlegum framförum í vísindum er nú í fyrsta skipti raunhæfur möguleiki á að svara einni af höfuðspurningum mannkynssögunnar: Erum við virkilega ein í alheiminum? Mögu- lega er þetta meiri von en vísindi. Huginn Freyr Þorsteinsson ÚTVARPS- SJÓNAUKAR Athuganir Keplers gefa vísindamönn- um færi á hnitmiðuðum rannsóknum með útvarpssjón- aukum. NORDICPHOTOS/GETTY ➜ Í 72 sekúndur, í ágúst árið 1977, rýndi bandaríski stjörnufræðingurinn Jerry R. Ehman í rannsóknargögn Big Ear-útvarpssjónaukans. Sjón- aukinn hafði þá greint gríðar- lega öflugt orkuskot. Hann merkti talnarununa og ritaði „Wow!“ Til að senda „Wow!- merkið“ hefði þurft 2,2 gíga- vatta senditæki (tækni sem þekkist ekki á Jörðinni). AMAZON KINDLE Eitt af markmiðum mínum fyrir þetta ár var að lesa meira af bókum og því kemur þetta forrit sterkt inn. FARM HEROES SAGA Ég sé fyrir mér húsdýr og ávexti þegar ég fer að sofa á kvöldin og í draumum mínum stend ég í ástarsambandi við bónda … undir- strikar hvað ég spila þennan leik alltof mikið. FACEBOOK APPIÐ Ég stend mig stundum að því að renna þum- alputtanum upp og niður skjáinn tímunum saman. Ætti frekar að stinga þumalputt- anum upp í mig og fara fyrr að sofa. FANTASY FOOTBALL BUDDY Hér get ég gert allt sem þarf til að tryggja að liðið sé klárt fyrir næstu umferð. Mjög einfalt í notkun og þægilegt að geta stillt upp liði vikunnar. ZOMBIES, RUN! 3 Hér þarf maður að flýja undan uppvakn- ingum og lenda í allskyns atvikum sem fá mann til að vilja hlaupa lengra. PLAYSTATION APPIÐ Algjörlega nauðsynlegt fyrir þá sem eru að missa sig í PlayStation 4 tölvunni. Hér getur maður skoðað hverjir eru að spila og hvað þeir eru að spila. ARION BANKA APPIÐ Ekki mest sexí appið í símanum mínum, en kemur að góðum notum. Nokkurs konar stafrænn gjaldkeri sem sinnir öllum mínum þörfum þegar kemur að fjármálum. DOMINO‘S APPIÐ Einfalt og gott app sem skilar pitsunni heilli heim. Svo í kjölfarið tek ég auð- vitað þrjá kílómetra í Zombies, Run! 3 appinu … eða ekki. GRIM FANDANGO REMASTERED ★★ ★★ ★ PC ÆVINTÝRALEIKUR Grim Fandango er vel skrifaður leikur og fyndinn. Persónurnar vel talsettar og eftirminnilegar. Leikurinn verður þó fljótt að hálfgerðri martröð þar sem spilarinn prófar sig áfram og áfram við lausn þrauta. Oft liggur ekki fyrir hver þrautin er og leitin að þrautinni endar oft með snöggu gúggli. Lucastarts gaf leikinn fyrst út 1998. Söguhetjan er Manny Calavera sem vinnur á eins konar ferðaskrif- stofu sem selur látnum einstak- lingum ferðir yfir í eilífðina. Manny kemst síðan að því að eitthvað mis- jafnt er í gangi í landi hinna dauðu og hefst þá ævintýrið. Leikurinn hefur nú verið endurút- gefinn fyrir PC, PS4 og PSVita. Graf- íkin, hljóð og fleira endurbætt. En það þarf meira til. Framleiðendurnir nýttu sér ekki tækifærið til að bæta spilun og viðmót leiksins. Húmorinn og persónurnar vega ekki upp á móti þeirri miklu tilraunastarfsemi sem leikmenn ganga í gegnum til að spila leikinn. Margir eru eflaust ósammála en Grim Fandango hefði átt að vera áfram í landi hinna dauðu. - skó Misheppnuð upprisa Grim Fandango LAND HINNA DAUÐU Þrátt fyrir að vera dánir sýna karakterar leiksins mikinn húmor og eru vel talsettir. GAME OF THRONES ★★★★ ★ XBONE/PS4 SPENNA Leikjaframleiðandinn Telltale hefur vakið verðskuldaða athygli á síðustu misserum. Framleiðandinn hefur lagt línurnar fyrir tiltölulega nýja tegund styttri leikja sem gefnir eru út með nokkurra vikna millibili. Telltale ákvað að þróa nýja seríu byggða á söguheimi Game of Thrones. Eins og við var að búast er afraksturinn nokkuð merkilegur. Telltale kann að matreiða spennandi leiki þar sem hasarinn felst í ákvörð- unum og samtölum spilarans við sögupersónurnar. Þetta er skáldsaga, dulbúin sem tölvuleikur. Í fyrstu tveimur köflunum í Game of Thrones leikjaröðinni er ættbálkur Forrestar, drottnara Ironwood, til um- fjöllunar. Rétt eins og skáldsögurnar og sjónvarpsþættirnir eru leikirnir með eindæmum blóðugir, en jan- framt vel skrifaðir og áhugaverðir. Grafíkin er ekki upp á marga fiska en það skiptir ekki máli, sagan sjálf er stjarnan. Game of Thrones eftir Tell- tale er eitthvað sem allir aðdáendur GOT ættu að spila. - khn Leikið um veldisstólinn UPPÁHALDS ÖPPIN8 Kjartan Hreinn Njálsson kjartanh@365.is 3G 9:41 AM Domino‘s Arion banki Playstation Sombies run 3 Kindle Farm Heroes Fantasy buddyFacebook Ólafur Þór Jóelsson rekstrarstjóri heildsölu- sviðs Senu 1 3 -0 2 -2 0 1 5 2 1 :1 2 F B 1 1 2 s _ P 0 7 5 K _ N Ý. p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 3 D 0 -2 8 6 4 1 3 D 0 -2 7 2 8 1 3 D 0 -2 5 E C 1 3 D 0 -2 4 B 0 2 8 0 X 4 0 0 5 B F B 1 1 2 s C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.