Skessuhorn


Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 22.01.2014, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 2014 Gettu betur, spurningakeppni framhaldsskólanna, hófst nú í janú- ar. Undanfarna daga hafa því skól- ar landsins att kappi í fyrstu um- ferð, sem útvarpað var á Rás 2. Lið þriggja framhaldsskóla á Vestur- landi komust áfram í fyrstu umferð. Lið Menntaskóla Borgarfjarðar lagði lið Framhaldsskólans í Aust- ur – Skaftafellssýslu með 19 stig- um gegn 10, Fjölbrautaskóli Snæ- fellinga hafði betur gegn Land- búnaðarháskólanum á Hvanneyri, með tólf stigum gegn átta. Fyrstu umferð keppninnar lauk svo síð- astliðinn sunnudag með viðureign Fjölbrautaskóla Vesturlands og Kvennaskólans. Mjótt var á mun- unum og bar Kvennaskólinn sigur úr býtum með eins stigs mun, 25- 24. Lið FVA komst engu að síður áfram í aðra umferð sem stigahæsta tapliðið. Dregið hefur verið í viðureignir annarrar umferðar á Rás 2. Vestur- landsliðin munu öll keppa sunnu- daginn 26. janúar næstkomandi. Fjölbrautaskóli Vesturlands mæt- ir Fjölbrautaskóla Suðurlands kl. 14:00, Menntaskóli Borgar- fjarðar mætir Menntaskólanum við Hamrahlíð kl. 14:30 og Fjöl- brautaskóli Snæfellinga keppir við Menntaskólann í Reykjavík kl. 21:30. Keppnin færist yfir í sjón- varp í lok mánaðar, þegar liðin mætast í átta liða úrslitum. Spyrill í Gettu betur er hinn „orðheppni“ Björn Bragi Arnarsson, spurninga- höfundar og dómarar eru Mar- grét Erla Maack og Steinþór Helgi Arnsteinsson. Með umsjón fer Elín Sveinsdóttir. grþ Á þriðja tug krakka í 4. – 6. bekk Grunnskólans í Borgarnesi, Laug- argerðisskóla og Auðarskóla í Dölum sóttu vinaliðanámskeið sem fram fór í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í gær. Þetta er annað vinaliðanámskeiðið sem fram fer á þessu skólaári, en það fyrsta fór fram í Laugargerðisskóla síðast- liðið haust. Vinaliðar eru nemend- ur sem sjá um að halda uppi leikj- um í löngufrímínútum fyrir sam- nemendur og er markmiðið að fá sem flesta til að taka þátt í leikj- um í frímínútum og auka þannig hreyfingu og samheldni nemenda. Auk þess er markmiðið að byggja upp umhverfi þar sem allir eru velkomnir og þar sem nemendur geta treyst vinabönd við jafnaldra. Þannig er verkefnið öflug forvörn gegn einelti og öðru andlegu álagi. Í skólunum njóta Vinaliðarnir loks leiðsagnar ákveðins starfsmanns sem aðstoðar þá við skipulagningu leikja á skólalóðinni. Á námskeiðinu lærðu vinalið- arnir ýmsa leiki auk þess sem þeir fengu leiðtogaþjálfun. Það voru þeir Guðjón Örn Jóhannsson og Gestur Sigurjónsson kennarar við Árskóla á Sauðárkróki sem stýrðu námskeiðinu, en vinaliðaverkefn- inu er stýrt frá skólanum und- ir verkstjórn Ingu Láru Sigurðar- dóttur. Að sögn Guðjóns og Gests er vinaliðaverkefnið skipulagt að norskri fyrirmynd og hefur ár- angur þess verið mjög góður síð- an það var fyrst sett í framkvæmd hér á landi. Um tíu skólar hafa nú innleitt verkefnið hér á landi og er fyrirséð að þeir verði fleiri innan skamms. Krakkarnir á námskeiðinu munu í framhaldinu taka við keflinu af nokkrum samnemendum sínum sem hafa verið vinaliðar frá því í haust. Að sögn Guðnýjar Jónu Sigmarsdóttur umsjónarmanns vinaliðaverkefnisins í Grunnskól- anum í Borgarnesi hefur fram- kvæmd verkefnisins gengið vel í skólanum frá því að það var tekið upp í haust. Skemmtilegur bragur einkennir stemninguna í frímín- útum skólans og er góð þátttaka í leikjunum sem vinaliðarnir skipu- leggja. hlh Í byrjun mars í vetur ætla söngglað- ar konur á Vesturlandi að efna til söngbúða með Kristjönu Stefáns- dóttur, djasssöngkonu. Þar verð- ur öllum syngjandi konum á Vest- urlandi boðið að taka þátt. Söng- búðirnar verða líkt og á síðasta ári haldnar í Hjálmakletti í Borgar- nesi, að þessu sinni helgina 1.-2. mars. Þátttakendur munu læra og æfa söng undir stjórn Kristjönu, en Zsuzsanna Budai mun vera henni innan handar við þjálfun hópsins. Í framhaldi söngbúðanna verða fernir tónleikar haldnir hér á Vest- urlandi en einnig í Fríkirkjunni í Reykjavík. Að sögn Ingu Stefánsdóttur, for- manns nefndar um syngjandi kon- ur á Vesturlandi, er markmið þessa verkefnis m.a. að efla söng og þjálf- un meðal kvenna á Vesturlandi, hvetja ungar konur til að ganga til liðs við kóra í landshlutanum, að kalla til samstarfs konur víðsveg- ar að úr landshlutanum og að gefa konum sem syngja í blönduðum kórum kost á að æfa og syngja með kvennakór. Loks er markmið einn- ig að sýna afrakstur starfsins með tónleikahaldi og kynna hið öfl- uga kórastarf sem fram fer á Vest- urlandi. Eins og fyrr segir verða fernir tónleikar í kjölfar söngbúð- anna. Þeir fyrstu verða sunnudag- inn 2. mars í Hjálmakletti, aðrir í Stykkishólmskirkju 5. mars, þeir þriðju í safnaðarheimilinu Vina- minni á Akranesi 7. mars og þeir fjórðu og síðustu í Fríkirkjunni í Reykjavík laugardaginn 8. mars. Öllum syngjandi konum er vel- komið að taka þátt í verkefninu að sögn Ingu. Skráning mun fara fram í gegn- um vefslóðina: www.vefurinn.is/ freyjur og hefst hún nú í janúar. Skráningarfrestur er til 23. febrúar nk. en þriðjungur þátttökugjalds, eða 5000 krónur, er greiddur við skráningu. mm Framhaldsskólahornið Gettu betur lið Fjölbrautaskóla Snæfellinga skipa þeir Logi Sigursveinsson, Stein- þór Stefánsson og Hilmar Orri Jóhannsson. Ljósm. FSN. Skólar á Vesturlandi stóðu sig vel í Gettu betur Lið MB í Gettu betur. Það er skipað Elísabetu Ásdísi Kristjánsdóttur, Sandri Shabansson og Þorkeli Má Einarssyni. Ljósm. Menntaskóli Borgarfjarðar. Vinaliðar æfa nýjan vinaliðadans á námskeiðinu í Borgarnesi í gær. Stemning á vinaliðanámskeiði Syngjandi konur á Vesturlandi efna til söngbúða og tónleika Kristjana Stefánsdóttir mun nú sem áður þjálfa á söngbúðunum og syngja með kórnum. Frá einum af tónleikunum á síðasta ári. Kristjana Stefánsdóttir syngur hér einsöng en Zsuzsanna Budai stjórnar. Með kórnum spilar hljómsveit skipuð ágætum músíköntum af Vesturlandi. Svipmynd frá æfingu á söngbúðum syngjandi kvenna 2012.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.