Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 15.03.2002, Blaðsíða 23
FRÆÐIGREINAR / DÁNARMEIN aðstæður þeirra voru, menntun og starfsferill. Heild- ardánartíðnin var á hinn bóginn lág meðal iðnverka- kvennanna eins og sást meðal íslenskra verkakvenna (29) , íslenskra hjúkrunarfræðinga (30) bandarískra iðnverkakvenna í bflaiðnaði (31) og efnaiðnaði (32, 33). Að dánartíðnin væri lægst meðal þeirra sem höfðu lengstan starfstíma bar saman við það sem áður hafði sést meðal verkakvenna (29) og hjúkrunarfræðinga (30) . Einnig hefur áður sést bæði hérlendis og erlend- is að þeir sem standa stutt við í vinnu eru skammlífari en aðrir (34,35). Dánartíðnin var hærri en vænta mátti meðal þeirra sem greiddu fyrst til sjóðsins á aldrinum 20-29 ára og vísbendingar voru um hækkaða dánartíðni af ýmsum orsökum í þeim hópi, en öryggismörk voru víð og því ekki unnt að draga áreiðanlegar ályktanir af þeim niðurstöðum nema varðandi voveiflegu dauðsföllin. Einn af styrkleikum rannsóknarinnar er að við gátum fylgst með öllum í rannsóknarhópnum út rannsóknartímabilið en erlendis er oft við þau vand- kvæði að etja að konur breyta um nöfn við giftingu og brottfall verður mikið úr hópnum (31). Annar styrk- leiki er að upplýsingar um greiðslur til lífeyrissjóðsins byggjast á skriflegum heimildum en hvorki á svörum kvennanna sjálfra, eins og gildir um upplýsingar úr manntali, eða af dánarvottorðum þar sem upplýsing- ar eru eðli málsins samkvæmt fengnar hjá aðstand- endum og starfa kvenna utan heimilis oft ekki getið. Vegna þess að við flokkuðum dánarmeinin í stóra flokka fengust tölfræðilega áreiðanlegar niðurstöður en á hinn bóginn gefur það ekki upplýsingar um ein- stök dánarmein innan flokkanna. Við val á staðalþýði var leitast við að hafa það nógu stórt til þess að hending réði ekki niðurstöðu. Hjá íslensku þjóðinni er nauðsynlegt að staðalþýði taki til dánartíðni á allmörgum árum en þótt það taki ekki til alls tímans eru engar líkur á að það breyti útkomunni hjá rannsóknarhópnum. Meðal veikleika rannsóknarinnar er að við höfum ekki upplýsingar um reykingar eða áfengisneyslu kvennanna né aðra lífshætti sem hafa áhrif á heilsu- far. í rannsókninni á krabbameinum iðnverkakvenna (25) var ályktað sem svo að aukin tíðni lungna- krabbameina ætti rætur að rekja til meiri reykinga meðal iðnverkakvenna en annarra. Þetta var stutt þeim rökum að samkvæmt athugunum Tóbaksvarn- amefndar eru reykingar algengari meðal þeirra sem hafa litla skólamenntun en annarra (36). Niðurstöður þessarar rannsóknar benda ekki eins eindregið og niðurstöður rannsóknarinnar á nýgengi krabba- meina í hópnum (25) í þá átt að þetta eigi við um iðn- verkakonur, þótt vísbendingar séu um slflct til dæmis meðal þeirra sem höfðu stystan starfstíma og meðal þeirra sem hófu greiðslu í sjóðinn á aldrinum 20-29 ára. Á hinn bóginn var dánartíðni vegna öndunar- færasjúkdóma og hjartasjúkdóma lág sem bendir Tafla V. Stööluð dánartöluhlutföll og 95% örygglsbil (95% ÖB) hjá iðnverkakonum, fylgi- tími 1975-1995, tekið er tillit til hvenær konurnar hófu fvrst aö greiða í lífevrissióð Iðju. SDH (95% ÖB) 1975-1984; N=5419 1985-1995; N=3759 Dánarorsakir (ICD 9) 88 036 mannár 27 791 mannár Allar dánarorsakir (010-E978) 0,76 (0,65-0,90) 0,82 (0,57-1,15) Öll krabbamein (140-203) 0,83 (0,64-1,07) 0,54 (0,25-1,02) - meltingarvegur (140-154) 0,52 (0,17-1,21) - - öndunarfæri (162) 1,27 (0,76-1,98) 0,60 (0,07-2,18) - brjóst (174-175) 0,48 (0,21-0,95) 0,79 (0,16-2,31) - kynfæri kvenna (179-184) 0,84 (0,36-1,65) 0,91 (0,10-3,30) - blóö og eitlar (200-208) 1,40 (0,56-2,89) 0,83 (0,01-4,64) Önnur krabbamein 0,80 (0,45-1,32) 0,24 (0,00-1,33) Blóðþurrðarsjúkd. hjarta (410-114) 0,45 (0,25-0,76) 0,95 (0,31-2,21) Sjúkd. í heilaæöum (430-438) 0,49 (0,20-1,01) 0,40 (0,01-2,20) Öndunarfærasjd. (460-519) 0,40 (0,15-0,87) 0,42 (0,01-2,36) Voveifleg dauðsföll (E800-E978) 2,18 (1,56-2,97) 2,25 (1,16-3,93) Aðrar dánarorsakir 0,51 (0,33-0,76) 0,66 (0,24-1,44) ekki til mikilla tóbaksreykinga í hópnum. Fylgitím- inn var reyndar tiltölulega stuttur þannig að dauðs- föll af völdum reykingatengdra sjúkdóma gætu átt eftir að koma fram. Niðurstöðurnar ber að skoða með tvennt í huga. I fyrsta lagi: Hér gætir sterklega þess sem nefnt hefur verið áhrif hraustra starfsmann og kemur fram þegar dánartíðni í starfshóp er borin saman við dánartíðni þjóðarheildar (35, 37). Áhrifa hraustra starfsmanna gætir mismunandi varðandi ólíka sjúkdóma, sterk- lega þegar um er að ræða öndunarfæra-, hjarta- og æðasjúkdóma, síður þegar um krabbamein er að ræða (35,37). Staðlað dánartöluhlutfall þessara sjúk- dóma var áberandi lágt í hópi iðnverkakvenna. I töflu II sést að þessa gætir einkum meðal iðnverka- kvenna sem byrja að greiða í sjóðinn 40 ára og eldri. Þeir sem fjallað hafa um áhrif hraustra starfsmanna telja flestir að þeir sem eru lasburða leiti síður eftir nýjum störfum en aðrir og atvinnurekendur ráði þá síður í vinnu en hraust fólk (35). Höfundar þessarar greinar telja líklegt að konur sem hefja störf í iðnaði fertugar eða eldri séu líklegri til að búa við góða heilsu en margar jafnöldrur þeirra og þess vegna gæti áhrifa hraustra starfsmanna meir í þeim hópi en meðal yngri iðnverkakvenna. Hátt dánartöluhlutfall vegna voveiflegra dauðs- falla leiðir að sjálfsögðu til lægra dánartöluhlutfalls vegna sjúkdóma. Engum getum er unnt að leiða að því úr hverju iðnverkakonur hefðu dáið ef svo marg- ar þeirra sem raun ber vitni hefðu ekki fallið frá með sviplegum hætti. Ýmsir hafa orðið til þess að gagnrýna þá aðferð að bera heilsufar vinnandi hóps saman við heilsufar þjóðar (37) eins og lengi hefur tíðkast í dánarmeina- rannsóknum á hópum starfandi karla en vörnin í því máli er að gallar og kostir aðferðarinnar eru þekktir (14). Aðferðin kann þó að henta enn síður þegar um kvennahópa er að ræða, einkum þar sem atvinnu- þátttaka kvenna er takmörkuð (14). Það er vand- Læknablaðið 2002/88 199
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.