Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.04.2004, Blaðsíða 65
UMRÆÐA & FRÉTTIR / FARALDSFRÆÐI 37 Faraldsfræði í dag Ferilrannsóknir Skilgreining og mæling áreitis og úlkomu eru með- al grundvallaratriða í hönnun ferilrannsókna. Fyrsta skrefið í hönnun ferilrannsóknar er að skilgreina áreit- ið eða áhættuþáttinn og leggja þar með grunn að vali einstaklinga í hópana sem bera á saman, áreitishóp (exposed group) og samanburðarhóp (nonexposed, comparison group). Mikilvægt er að skilgreina áreitið sem nákvæmast og tilgreina þau skilmerki sem ein- staklingar þurfa að uppfylla til að geta talist hafa orð- ið fyrir því. Petta getur verið ansi flókið af ýmsum ástæðum. í sumum tilfellum er áreitið til staðar hjá öllum eða flestum einstaklingum í þýðinu og þarf þá að skilgreina hve mikið það þarf að vera til að geta talist áreiti, það er við hvaða gildi telst einstaklingur tilheyra áreitishópnum en ekki samanburðarhópn- um. Þetta á til dæmis við í rannsóknum sem fjalla um áhættuþætti (áreiti), svo sem líkamsþyngd eða loft- mengun. Einnig getur verið erfitt að mæla eða fá upp- lýsingar um hið raunverulega áreiti og er þá stundum notast við einhvers konar mark eða vísi (e. marker) í staðinn. Til dæmis eru iðulega notaðar upplýsingar frá læknum eða sjúklingum varðandi lyfjanotkun en ekki mæld þéttni lyfsins í blóði sem er auðvitað mark- tækari en jafnframt dýrari og flóknari aðferð. Skilgreining þeirra skilmerkja sem útiloka einstak- ling frá áreitishópnum (og rannsókninni almennt) er ekki síður mikilvægt. Ef gera á rannsókn á áhrifum tiltekins áreitis á tilurð sjúkdóms er mikilvægt að úti- loka þá einstaklinga sem gætu þegar haft sjúkdóminn á byrjunarstigi. Pví er iðulega reynt að leggja til grund- vallar upplýsingar um sjúkdómsleysi í byrjun rann- sóknar. Um skilgreiningu útkomu gilda sömu lögmál, nauð- synlegt er að skilgreina nákvæmlega hvaða skilyrði þarf að uppfylla lil að teljast hafa útkomuna. Þetta þarf að gera áður en nokkur upplýsingasöfnun hefst. Eins og með áreitið er aðalatriðið auðvitað að setja þetta skýrt niður fyrir sér í upphafi. Ef um er að ræða rannsókn þar sem ákveðin tegund krabbameins er útkoman þarf að skilgreina hvað telst sönnun þess að það sé til staðar. Er nóg að taka greiningar úr sjúkra- skrá eða af dánarvottorði, eða á útkoman því aðeins að teljast með ef fyrir liggur greining meinafræðings (PAD svar)? Auk vísindalegs mikilvægis þess að skilgreina áreiti og útkomu á sem skilmerkilegastan hátt strax í upphafi er rétt að nefna að oft er söfnun gagna um þessi atriði mjög tímafrek og kostnaðarsöm og því borgar sig að vinna þessa heimavinnu vel. Pá er komið að því að safna gögnum um áreitið og útkomuna samkvæmt skilgreiningu. Til þess eru ýmsar leiðir og stundum þarf að nota fleiri en eina til að tryggja heildstæð og nákvæm gögn um sem flesta þátt- takendur. í raun tekur hönnun slíkra rannsókna, með- al annars skilgreining áreitis og útkomu, oft mið af því hvaða gögn liggja fyrir og eru auðfengin. Upplýsingar um áreiti er gjarnan safnað úr ýmsum skrám og skýrslum sem haldnar hafa verið óháð rannsókninni. Þar má nefna starfsmannaskrár fyrir- tækja, sjúkraskrár, manntalsgögn og svo framvegis. Gallinn við slíkar skrár er að oft innihalda þær ekki nógu nákvæmar upplýsingar um áreitið, til dæmis gefur starfsmannatal aðeins ákveðnar vísbendingar (svo sem starfsheiti, vinnutíma) um áreiti, til dæmis meðferð rokgjarnra efna á vinnustað, en segir ekki nákvæmlega til um umfang áreitis fyrir hvern starfs- mann. Auk þess skortir slíkar skrár oft upplýsingar um mikilvæga raskandi þælti, svo sem reykingar. Því er iðulega leitað í aðrar uppsprettur gagna. Stundum eru notaðir spurningalistar (eða viðtöl) til að afla gagna meðal þátttakenda í rannsókninni, lækna eða jafnvel ættingja þátttakenda. í sumum tilfellum er áreit- ið skráð samkvæmt læknisskoðun eða einhvers konar mælingum, lil dæmis á blóðgildum eða loftmengun á vinnustað. Petta gildir að sjálfsögðu aðeins um feril- rannsóknir þar sem útkoman hefur ekki átt sér stað í upphafi rannsóknar (það sem sumir nefna prospec- tive cohort). Hvernig gögnum um útkomuna er safnað fer fyrst og fremst eftir því hvort um er að ræða sögulega feril- rannsókn (historical cohort) þar sem bæði áreitið og útkoman hafa átt sér stað þegar rannsóknin er gerð eða hvort um raunverulega eftirfylgni er að ræða þar sem fylgst er með einstaklingunum yfir ákveðinn tíma og skráð jafnóðum og útkoman kemur fram. Þetta er það sem stundum er kallað framsæ ferilrann- sókn (prospective) cohort en mætti kannski kalla rauntímaferilrannsókn þar sem eftirfylgnin fer fram í rauntíma en ekki sögulegum. í sögulegum ferilrann- sóknum reiða menn sig yfirleitt algerlega á fyrirliggj- andi gögn. Ef um er að ræða rauntímaferilrannsókn er hins vegar um virka gagnasöfnun að ræða þar sem fylgst er með skráningu útkomunnar til dæmis í sjúkra- skrár og dánarvottorð. Jafnframt er oft safnað gögn- um með spurningalistum til þátttakenda, læknisskoð- unum, eða ýmsum mælingum sem gefa útkomuna til kynna. María Heimisdóttir mariahei@landspitali.is María er faraldsfræðingur á Landspítala. Læknablaðið 2004/90 345
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.