Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 15.07.2006, Blaðsíða 36
SAGA OG LÆKNINGAR Steinunn Kristjánsdóttir FORNLEIFAFRÆÐINGUR Þjóðminiasafni íslands og Háskóla Islands, Lyngási 7, 210 Garðabæ. Sími 530 2262. sjk@hi.is Lykilorð; munkaklaustur, hospítal, garðyrkja, miðaldir. Lækningar í Agústínusar- klaustrinu á Skriðu Niðurstöður fornleifarannsóknar Ágrip Eftir fjögurra ára fornleifauppgröft á rústum Skriðuklausturs í Fljótsdal er útlit bygginga þess og margþætt hlutverk að skýrast. Uppgröfturinn hefur opnað nýja sýn á sögu klaustursins og gefa niðurstöður fyrirheit um að hann muni breyta við- teknum hugmyndum um byggingar, starfsemi og hlutverk klaustra hérlendis á miðöldum. Bygging Skriðuklausturs samanstóð af þyrpingu vistarvera, kapellu og veglegri kirkju sem stóðu við skýrt af- markaðan klausturgarð. Hún var áþekk kaþólskum klausturbyggingum erlendis, og hið sama á við um hlutverk klaustursins. í Skriðuklaustri fór fram bókfells- og blekgerð, ritun bóka og skjala, auk ræktunar mat- og lækningajurta. I klaustrinu var jafnframt rekið hospítal og stundaðar lækningar. Hér er greint frá framgangi uppgraftarins og skýrt frá helstu niðurstöðum úr rannsóknum honum tengdum,einkum þó þeim þætti sem sneri að lækn- ingum, hjúkrun og umönnun sjúkra. Inngangur Sumarið 2002 hófst uppgröftur á rústum Skriðu- klausturs í Fljótsdal. Markmiðið með honum er að kanna byggingarlag klaustursins sem var starfrækt tímabilið 1493-1554. Samhliða því er ætlunin að kanna starfsemina sem fram fór innan veggja þess, svo og hlutverk í íslensku miðaldasamfélagi, um leið og gengið er út frá því að Skriðuklaustur hafi verið hluti af þeirri heild sem kaþólska kirkjan skapaði á miðöldum í Evrópu. Uppgröfturinn á Skriðuklaustri gefur ástæðu til þess að draga í efa að íslendingar hafi byggt klaust- ur að eigin fyrirmynd en viðtekin er sú skoðun hérlendis að íslensk klaustur hafi greint sig frá öðrum klaustrum í Evrópu, einkum hvað varðar útlit og hlutverk. Þekkt er að kaþólska kirkjan studdist við ákveðna forskrift við stofnun og bygg- ingu klaustra en einangrun Islands á miðöldum er talin hafa haft áhrif á frumgerð þeirra hérlendis. Ljóst er að hlutverk Skriðuklausturs samsvaraði hlutverkum annarra kaþólskra klaustra í Evrópu, þar sem hæst bar líkn sjúkra, aldraðra og fátækra og önnur samfélagshjálp, menntun barna og menningarstarfsemi af ýmsu tagi, samhliða eigna- umsýslu og iðkun kaþólskrar trúar. ENGLISH SUMMARY Kristjánsdóttir S Medical activity at the monastery at Skriðuklaustur. Results of arceological excavation Læknablaðið 542-5 Archaeological excavation of the ruins at Skriðuklaustur monastery has been underway for nearly six years, including continuous work carried out since the summer of 2002. This work has yielded important data on the building and operation of the cloister that was active there during the middle ages in lceland. The monastic building at Skriðuklaustur consisted of a cloister of houses, a church and a chapel, located around a garden with a well in the center, in accordance with the Catholic Church’s prescription on establishments of cloisters. Despite its short tenure, the Skriðuklaustur monastery acquired a large amount of land, and its library was comparable to that of other lcelandic cloisters. It is known that both a hospice and a children's school was operated there. In the article the progress of the excavation will be described and the results of it reviewed. Key words: monastery, hospice, gardening, Middle Ages. Correspondence: sjk@hi.is Ágústínusarklaustrið á Skriðu í Fljótsdal Skriðuklaustur var stofnað síðast allra klaustra í kaþólskum sið á Islandi. Klaustrinu bárust fyrst gjafir árið 1493 og er það ár því oft nefnt sem stofnár þess. Það var munkaklaustur, að líkindum af Ágústínusarreglu, sem var þó ekki regla munka heldur klerka eða kórbræðra (1). Skriðuklaustur var helgað Guði almáttugum, Maríu mey og hinu helga blóði Jesú Krists. Þar var starfræktur svo- kallaður ytri skóli, það er skóli fyrir þá sem lifðu í hinum veraldlega heimi utan við þann andlega sem var afmarkaður með veggjum klaustursins (2). Eins er af heimildum þekkt hverjir voru príorar Skriðuklausturs og urðu þeir fjórir í hálfrar aldar sögu þess. Kórbræður hafa verið nokkrir hverju sinni og giskað hefur verið á fimm til sex að jafnaði í þessu sambandi (3). Skriðuklaustur var lagt af við siðaskiptin eins og önnur klaustur á íslandi (4). Til eru skjalfestar upplýsingar um rekstur og 544 Læknablaðið 2006/92
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.