Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 18

Læknablaðið - 15.03.2008, Blaðsíða 18
Konur FRÆÐIGREINAR ÖRYRKJAR »----1 Atvinnulausir —Nýskráðir öryrkjar Karlar Ar -♦-195 Mynd 1: Tetigsl fjölda ný- skráðra öryrkja* og fjölda atvinnulausra á íslandifrá 1992 til 2006, skipt eflir kyni. * Bæði örorkustigin (örorkulífcyrir og örorkustyrkur) samanlögð andi örorka einnig verið tengd auknu atvinnuleysi og umtalsverður hluti öryrkja hefur verið atvinnu- laus áður en sótt er um örorkubætur (2, 3). í rann- sókn þar sem skoðaðar voru breytingar á nýgengi örorku og atvinnuleysisstigs hér á landi ár frá ári á tímabilinu 1992 til 2003 var sýnt fram á sterkt töl- fræðilegt samband milli þróunar atvinnuleysis og breytinga á nýgengi örorku og leiddar líkur að því að um orsakasamband gæti verið að ræða (4). Á síðasta árinu sem rannsóknin náði til, árinu 2003, varð mikil aukning bæði á nýgengi örorku og atvinnuleysi hjá báðum kynjum. í kjölfarið hefur atvinnuleysi farið minnkandi (5). Ef atvinnuleys- isstig er áhrifaþáttur fyrir nýgengi örorku má gera ráð fyrir að nýgengi örorku hafi einnig minnkað. I þessari rannsókn er skoðað hvort svo er og einnig eru könnuð tengsl nýgengis örorku og atvinnuleysisstigs eftir búsetu. Markmiðið er að skýra betur samband atvinnuleysis og fjölda ný- skráðra öryrkja. Efniviður og aðferðir Unnar voru úr gögnum Tryggingastofnunar rík- isins upplýsingar um kyn og búsetu þeirra sem metnir voru í fyrsta sinn til örorku vegna lífeyr- istrygginga á fslandi ár hvert á tímabilinu 1992 til 2006. Aflað var upplýsinga frá Hagstofu íslands um umfang skráðs atvinnuleysis á íslandi á ár- unum 1992 til 2006 (5). Við tölfræðilega úrvinnslu var reiknaður fylgnistuðull Pearsons (6). í þeim gögnum sem unnið var með voru hvorki nöfn né kennitölur viðkomandi einstaklinga. Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (tilkynning nr. S3567) og Vísindasiðanefnd veitti leyfi fyrir fram- kvæmd hennar (VSN 07-108-afg). Örorka vegna lífeyristrygginga er metin á grundvelli laga um almannatryggingar (7). Hærra stig örorku (að minnsta kosti 75% örorka) er metið þeim sem eru á aldrinum 16 til 66 ára og hafa verulega og langvarandi skerðingu á starfsgetu, en lægra örorkustigið (örorka að minnsta kosti 50% en lægri en 75%) er metið þeim sem hafa minna skerta starfsgetu eða verða fyrir umtals- verðum aukakostnaði vegna örorku sinnar. Fyrir 1. september 1999 var hærra örorkustigið metið á grundvelli læknisfræðilegra, fjárhagslegra og félagslegra aðstæðna (8), en eftir það einungis á læknisfræðilegum forsendum, að jafnaði sam- kvæmt örorkumatsstaðli (9-12). Niðurstöður Mynd 1 sýnir árlegan fjölda nýskráðra öryrkja og skráða atvinnulausa á íslandi á tímabilinu frá 1992 til 2006. Hjá konum fjölgaði nýskráðum öryrkjum verulega samhliða mikilli aukningu atvinnuleysis á árunum 1993-95 og hvort tveggja lækkaði síðan næstu fjögur árin. Atvinnulausum fækkaði þó sýnu meira. Nýskráningum öryrkja úr hópi kvenna fækkaði þannig ekki eins mikið og búast hefði mátt við 1999 til 2002, ef atvinnu- leysi væri meginhreyfiafl nýskráninga öryrkja. Atvinnuleysi jókst síðan aftur árin 2002 og 2003 og nýskráning öryrkja jókst mikið í kjölfarið, en þó einu ári síðar, eða árin 2003 til 2005. Atvinnuleysi dvínaði talsvert á ný 2005 og 2006 og nýskráðum öryrkjum tók að fækka í kjölfarið ári síðar, eða á árinu 2006. Hjá körlum er sambandið svipað en þar fóru nýskráningamar ekki jafnmikið upp með atvinnuleysissveiflunni 1993 til 1995. Líkt og hjá konum fækkaði nýskráðum öryrkjum ekki í hlutfalli við fækkun atvinnulausra á ámnum 1998-2001. Atvirtnulausum fjölgaði síðan mikið á árunum 2002 og 2003 og nýskráðum öryrkjum í kjölfarið, á árunum 2003 og 2004 og fækkaði svo á ný árin 2005 og 2006 í kjölfar mikillar fækk- 1 94 LÆKNAblaðið 2008/94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.