Fréttatíminn


Fréttatíminn - 22.08.2014, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 22.08.2014, Qupperneq 18
Fáðu þetta heyrnartæki lánað í 7 daga - án skuldbindinga Bókaðu tíma í fría heyrnarmælingu og fáðu Alta til prufu í vikutíma Sími 568 6880 Prófaðu ALTA frá Oticon Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Þjónusta á landsbyggðinni | Sími 568 6880 | www.heyrnartækni.is | Góð heyrn er okkur öllum mikilvæg. ALTA eru ný hágæða heyrnartæki frá Oticon sem gera þér kleift að heyra skýrt og áreynslulaust í öllum aðstæðum. ALTA heyrnartækin eru alveg sjálfvirk og hægt er að fá þau í mörgum útfærslum. uppsagnarbréfið og fór ekkert í þennan hugleiðslutíma og skilaði því inn daginn eftir. Við tóku erfiðir tímar því þetta voru mjög erfiðir tímar á RÚV. Ég ætlaði að vinna uppsagnarfrestinn, en þá veiktist ég bara meira. Amma mín lést á þessum tíma. Hún var mér mjög náin og þá var mér bara allri lokið,“ segir Margrét. „Það er svo skrýtið með þetta ástand að maður áttar sig ekki á því fyrr en staðan er í raun orðin ískyggileg. Þannig var það að minnsta kosti í mínu tilfelli.“ Páll reyndist mér vel Margrét greindist með mjög alvar- legan kvíða sem hafði verið undir- liggjandi í mörg ár, án þess að hún hafi gert sér grein fyrir því. „Ég ætlaði alltaf að halda bara áfram, ég hef alltaf haldið áfram. Var alltaf töffarinn en allt í einu fór það orð að fara svolítið í taugarnar á mér. Fannst það bara glatað. Það er ekkert töff að vera töffarinn sem djöflast áfram. Á öllum vinnustöðum er staðan sú að fólk gleymir því sem gerist fyrir utan vinnustaðinn, það fer auðvitað eftir því hvernig maður er gerður. Margt fólkinu í kringum mig á RÚV var undir gríðarlegu álagi, eins og ég, en þurfti kannski ekkert að hafa eins mikið fyrir því eins og ég. Kerfið þeirra er líklega bara öðruvísi. Eina sem róaði mig voru göngutúrar og á tímabili var ég bara alltaf gangandi út um alla borg, stefnulaust. Ég hef líklegast alltaf verið með undirliggjandi kvíða, en náð að líta framhjá þeirri staðreynd. Ég dáðist mikið að þessu fólki þegar rækilega á móti blés. Það er enn mjög erfitt fyrir flesta að viðurkenna að veik- indi séu af andlegum toga. Því mið- ur er það þannig. Og fyrir mig, sem var nýbúin að komast að því með sjálfa mig, voru það þung skref að koma með veikindavottorð í vinn- una. Hafði aldrei á 16 árum þurft að gera það. Það sem stendur upp úr, eins og hjá mörgum sem ganga í gegnum erfiðleika, er fólkið sem tekur þessu eins og öðrum veikind- um, og kemur til móts við mann. Það gerði Páll Magnússon, fyrrver- andi útvarpsstjóri. Ég skildi ekkert í þessari mynd sem af honum var teiknuð sem einhverskonar harð- stjóra. Hann reyndist mér mjög vel, laus við fordóma og gerði mér þetta eins auðvelt og möguleiki var á. Svo var ég og er með öflugan hóp af ást- vinum í kringum mig sem hjálpaði mér mjög mikið. Síðan hef ég bara verið að vakna til lífsins og það er ofsalega langt síðan mér hefur liðið svona vel.“ Gott að vakna „Ég var heima hjá mér í tvo mánuði, fór nánast ekki út úr húsi nema þá bara út í sundlaug. Tók minn tíma í það að átta mig á stöðunni. Upp úr áramótum fór ég að vakna til lífs- ins og eiginlega glaðvaknaði. Ég fékk skyndilega endalaust af hug- myndum, ég réð varla við það. Hvað ætlaði ég að gera og svo framvegis, en ég fann líka að mig langaði alls ekki að vinna undir gríðarlegu álagi á skrifstofu frá 9-5. Það hentar mér ekki lengur. Ákvörðunin um að hætta var einhvern veginn tekin fyrir mig, ég var ekki við stjórn og það er kannski lærdómurinn að láta það ekki koma fyrir aftur og allt það fólk sem finnur fyrir ónotum og er með kvíðahnút í maganum vegna vinnu verður að hugsa um það, staldra við og pæla vel og lengi í því hvort það sé að ganga of nærri sér – ekki halda bara alltaf áfram. Það er mjög klisjukennt þetta með að setja grím- una fyrst á sig og svo börnin í flug- vélunum, en það er bara þannig. Það er alveg hægt að flækja þetta, en þetta er bara svona einfalt. Ég náði að átta mig á því.“ Að endurheimta miklið sitt Margrét hefur lengi haft mikinn áhuga á loftslagsbreytingum og neytendamálum. Undanfarið hefur hún fundið tímann til þess að hlúa að þessu áhugamáli og útkoman er handrit að bók og vinna að heim- ildarmynd. „Ég hef stundum verið undrandi, leið og reið á viðbrögðum sumra ráðamanna hér þegar nýjar rann- sóknir um loftslagsbreytingar eru birtar. Sérstaklega finnst mér ófor- skammað að tala um að við getum hugsanlega grætt á hamförunum. Ég myndi vilja heyra ráðamenn Mér finnst gaman að gefa fólki góðan mat og gott kaffi í góðu andrúmslofti. 18 viðtal Helgin 22.-24. ágúst 2014
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.