Vísbending


Vísbending - 05.02.2010, Blaðsíða 1

Vísbending - 05.02.2010, Blaðsíða 1
Mynd 1. Verðbólga á Íslandi síðustu tvö ár Mynd 2. Verðbólga á Íslandi og á Evrópska efnahagssvæðinu. Samræmd mæling EES 5. febrúar 2010 5. tölublað 28. árgangur ISSN 1021-8483 1Verðbólgan er á niður-leið, en er ekki komin niður á sama stig og í viðskiptalöndum. Sparnaður í heilbrigðis- kerfinu er nauðsyn - legur ef spara á í ríkis- rekstri. Sem betur fer eru til sparnaðarleiðir sem bæta um leið þjónustu og öryggi sjúklinga. Starfsmenn hafa mesta ánægju af því að ná settu marki. Það gleður vinnuveitendur. 3 Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V í s b e n d i n g • 5 . t b l . 2 0 1 0 1 2 4 Hvert stefnir verðbólgan? Samkvæmt nýjustu fréttum frá Hag-stofunni var verðbólga hverfandi hér á landi í janúar. Þriggja mánaða verðbólgan er komin niður í fjögur pró- sent og m.v. tólf mánuði er hún tæplega sjö prósent. Engin sérstök ástæða er til þess að á Íslandi sé verðbólga yfirhöfuð við núverandi aðstæður. Gengi er stöðugt og styrkist jafnvel aðeins. Erlendar verð- breytingar eru hverfandi. Launahækkanir eru litlar og eftirspurn í lágmarki innan- lands. En blikur eru á lofti í lánamálum. Aðgerðaleysi er hættulegt Skömmu eftir hrun var samið við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn um aðgerðaáætlun. Ís- lendingar hafa hins vegar ekki staðið við sinn hluta samkomulagsins. Halli á rík- issjóði stefnir í að vera meiri en vera á sam- kvæmt planinu og ekki hefur verið gengið frá samkomulagi um Icesave-skuldbind- inguna. Erlendum fjárfestingum virðist markvisst haldið frá landinu. Um miðjan mars 2009 virtist sem ákveðnir þættir í efnahagsmálum litu betur út en áður. Raungengi krónunn- ar var farið að ná upp í neðri mörk þess sem það hafði farið í fyrir bankahrunið. Verðbólga var komin niður undir núll og ekkert benti til þess að hún færi upp aftur. Launakostnaður minnkaði, húsnæðisverð lækkaði mikið og ef gengið hefði haldist stöðugt var ekkert sem ýtti undir verð- hækkanir. Þrátt fyrir höftin reyndist ekki mögulegt að halda genginu stöðugu. Vöru- skiptajöfnuður hefur verið mjög jákvæður frá hruni og viðskiptajöfnuður kominn að núlli. Því miður hefur mikill tími farið til spillis. Auk þess sem gjaldeyrisforðinn er takmarkaður er ótti erlendra en ekki síður innlendra fjárfesta við krónuna svo mikill að þeir grípa öll tækifæri til þess að kaupa öruggan gjaldmiðil fegins hendi. Raungengi það sem Íslendingar búa við núna mun hafa mjög alvarlegar afleið- ingar ef það festist. Það þýðir að laun hér á landi verða áfram mun lægri en erlend- is. Það er þó alvarlegra að á næsta ári eru miklar afborganir erlendra lána sem hætt er við að erfiðlega gangi að endurfjár- magna ef landið fer ekki að vinna eftir áætlun AGS. Þetta eru afleiðingarnar sem eru svo skelfilegar að fjármálaráðherra vildi ekki nefna þær í ræðu. Raungengið er nú um það bil helm- ingi lægra en fyrir þremur árum. Erlend- ar skuldir hafa því að jafnaði tvöfaldast á þessum tíma. Enn og aftur ýtir þetta und- ir það að allra leiða sé leitað til þess að ná tökum á peningamálum þjóðarinnar. Þó að verðbólgan fari minnkandi skort- ir enn mikið á að hún verði sú sama og í viðskiptalöndum okkar (mynd 2). Fyrr en það gerist er ekki raunhæft að vextir lækki mikið. Mynd 1. Verðbólga á Íslandi síðustu tvö ár Blá lína m.v. 3 mánuði, rauð lína m.v. 12 mánuði. Heimild: Hagstofa Íslands Mynd 2 Verðbólga á Íslandi og á Evrópska efnahagssvæðinu. Samræmd mæling EES Heimild: Hagstofa Íslands Mynd 1. Verðbólga á Íslandi síðustu tvö ár Blá lína m.v. 3 mánuði, rauð lína m.v. 12 mánuði. Heimild: Hagstofa Íslands Mynd 2 Verðbólga á Íslandi og á Evrópska efnahagssvæðinu. Samræmd mæling EES Heimild: Hagstofa Íslands Blá lína m.v. 3 mánuði, rauð lína m.v. 12 mánuði. Heimild: Hagstofa Íslands. Heimild: Hagstofa Íslands. EES ÍSLAND 3 mán. 12 mán.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.