Vísbending


Vísbending - 26.04.2011, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.04.2011, Blaðsíða 4
4 V í s b e n d i n g • 1 6 . t b l . 2 0 1 1 Aðrir sálmar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Dauður, horfinn, gleðifregnframhald af bls. 1 Líklega hefur engin andlátsfregn vakið jafnmikla gleði áratugum saman og frásögnin af aftöku Osamas bin Ladens. Enginn sem fylgdist með óþokkaverk- inu 11. september 2001 getur gleymt myndunum af brennandi turnunum eftir að kaldrifjaðir morðingjar, sendir af bin Laden, nýttu sér farþegaflugvélar sem vopn. Osama var þá þegar svo þekktur fyrir níðingsverk sín, að fáir efuðust um hver hefði staðið að verki. Síðar hældist hann um ódæðin á frægu myndbandi. Þetta óþokkaverk leiddi beint til stríðs- ins í Afganistan, stríðs sem stendur enn, án þess að menn viti hvernig það getur endað, og óbeint til Íraksstríðsins. Íslend- ingar studdu fyrrnefnda stríðið örugg- lega flestir, hitt studdu nokkrir, en á for- sendum sem seinna reyndust falskar. Þó voru flestir áreiðanlega á því, að Saddam Hussein væri óþokki og glöddust þeg- ar hann kom skríðandi út úr rottuholu sinni. Með sama móti fagna menn því að Osama sé nú þurrkaður út af yfirborði jarðar, tuttugu árum seinna en hefði ver- ið heppilegt. Bush feðgarnir höfðu um margt á sér yfirbragð taparans, þess sem getur ekki klárað það sem hann byrjar á. Sá eldri náði Kúveit af Saddam, en leyfði honum hins vegar að halda áfram óáreittum í stríði sínu gegn Kúrdum, þar sem sann- anlega var beitt efnavopnum. Líklega var meginástæða þess að Bush yngri réðst á Írak að ljúka verki föður síns, 12 árum síðar. Því er ekki að fullu lokið enn. Bandaríkjamenn gátu unnið stríðið, en réðu ekki við friðinn. Á endanum var það Obama sem fyrir- skipaði aftöku Osamas. Það tók Banda- ríkjamenn nærri tíu ár að finna fantinn og koma honum fyrir kattarnef. Auðvit- að vakna upp spurningar um það hvort aftaka án dóms og laga sé réttlætanleg. Saddam var þó ekki hengdur fyrr en eftir réttarhöld. En flestir Vesturlandabúar eru eflaust sammála því, að í aðstæðum eins og þessum sé réttlætinu fullnægt. Nokkr- ir leiðtogar hafa sjálfir sett sig á listann yfir réttdræpa. Þar voru þeir efstir á lista Osama, Saddam og hinn dökkhærði Gaddafi. Nú eru tveir farnir. En því mið- ur klárast svona listi aldrei. bj Það er því ekki gengi evrunnar sem hrjáir Íra, jafnvel þó að það sé orðið svo sterkt. Á endanum verða þegnar ríkja þó alltaf að líða fyrir óvarkárni í fjármálum. Geng- isbreytingar leiða hins vegar af sér miklar eignatilfærslur á skömmum tíma. Það sem þyrfti að gerast í Miðjarðar hafslöndunum er aukin framleiðni og aðhald. Fólk hef- ur komist mjög ungt á ellilífeyri í þessum löndum, konur jafnvel 50 til 55 ára, án þess að nokkurt söfnunarkerfi hafi verið sett upp. Þetta er ein skýringin á því hve illa gengur. Auk þess má nefna ósveigj- anlega vinnulöggjöf þar sem mjög erf- itt er að segja fólki upp, sem gerir það að verkum að atvinnuveitendur halda að sér höndum við fastráðningar. Það er því margt annað en gengi myntarinnar sem hefur áhrif á efnahagsástand þessara landa. Eitt af því sem fyrirtæki þurfa að hugsa um er hvernig hægt er að fá sem mest afköst frá starfsmönn- um. Þegar kreppir að, eins og gerst hefur á Íslandi undanfarin ár, er það fyrsta sem stjórnendum dettur í hug að fækka starfs- mönnum til þess að draga úr kostnaði. En það er líka hægt að fara aðra leið og reyna að fá meira út úr starfsmönnunum. Sumir virðast kannski ómögulegir, en það er dýrt að ráða nýja starfsmenn og snjallast er að reyna að nýta sem allra best hæfileika þeirra sem þegar eru í vinnu. Hvernig starfsmenn? Hægt er að flokka starfsmenn með ýmsu móti. Sumir hafa mikið frumkvæði og verða helst að stjórna sér sjálfir að ein- hverju leyti, en aðrir eru duglegir, þegar þeim er sagt til. Hægt er að skipta starfs- mönnum í nokkra flokka: Greinandinn er sjálfstæður og vill fá að hafa frumkvæði. Hann skilur oft vel hvað hægt væri að gera, en er of heftur. Þess- um starfsmönnum finnst oft að þeir fái ekki nægilegar upplýsingar og nái þannig ekki að þeim árangri sem þeir gætu náð. Stundum er greinandanum ekki nægilega vel ljóst hver hans raunverulega geta er. Hann gæti oft þurft á félaga að halda sem bætir hann upp. Annar er kannski vinnu- þjarkur sem fer áfram af meira kappi en forsjá meðan hinn hefur yfirsýn, en vantar kraftinn. Greinandinn þarf að vita hvert fyrirtækið stefnir og hann vill vera fyrstur með fréttirnar. Sá röski er duglegur en þarf verkstjórn til þess að ná góðum árangri. Stund- um eru þessir starfsmenn þannig að þeir djöflast áfram, en hafa þegar upp er stað- ið litlu afkastað. Þeir þurfa nauðsynlega á leiðbeiningum að halda um verkferlana sjálfa. Þegar honum hefur verið sagt hvað á að gera leysir hann sín verkefni af prýði. Hvernig er hægt að bæta starfsmenn? Þessi starfsmaður þarf fyrst og fremst þjálfun í sínu starfi. Áhorfandinn veit hvorki hvað hann á að gera, né ber sig eftir því að vita það. Í þessa starfsmenn þarf að setja mikinn tíma þannig að þeir átti sig á hlutverki sínu. Þeir þurfa á ítarlegum leiðbeiningum og skýringum að halda, þannig að þeir átti sig á því til hvers er ætlast af þeim. Þá er ekki nóg að láta þá fá kennslubækur held- ur þurfa þeir að sjá hvernig aðrir vinna verkið rétt. Hvað er til ráða? Einfaldasta leiðin til þess að bæta starfs- mann er að reyna að þjálfa hann með ein- hverju móti, til dæmis setja hann á nám- skeið eða í starfsþjálfun. Sá röski lærir oft fyrst og fremst af mistökunum eða með því að vinna verkið. Þess vegna sparar það mikinn tíma að beina honum strax í rétt- an farveg, þannig að hann eyði ekki allt of miklum tíma í það að prófa sig áfram. Áhorfandinn þarf hins vegar að fá að sjá hvernig best er að gera hlutina. Stjórnandinn getur ímyndað sér að hann sé að tefla skák. Engum sem kann mannganginn myndi detta í hug að færa taflmennina alla á sama hátt. Hver um sig hefur sína styrkleika og veikleika og frá- leitt er að færa hrókinn eftir skálínum eins og biskup. Jafnvel peðin geta sprungið út þegar þau eru komin í rétta stöðu. Mestu máli skiptir að einhver nái að eyða næg- um tíma með hverjum starfsmanni um sig þannig að menn fái þá athygli, leiðbein- ingar og hvatningu sem þeir þurfa. Snjallast er að reyna að nýta sem allra best hæfileika þeirra sem þegar eru í vinnu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.