Vísbending


Vísbending - 30.07.2012, Síða 4

Vísbending - 30.07.2012, Síða 4
4 V Í S B E N D I N G • 3 0 T B L 2 0 1 2 Aðrir sálmar Öld Friedmans liðin? Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Eyþór Ívar Jónsson. Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Myndsendir: 561 8646. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Milton Friedman fæddist 31.7. 1912. Hann var einn áhrifamesti hag- fræðingur heims á seinni hluta 20. aldar- inn ar og í upphafi þeirrar 21. Kenningar hans um peningamagn og vexti hafa verið leiðarljós seðlabanka víða um heim. Háir vextir minnkuðu þó ekki verðbólgu á Ís- landi, en lokkuðu til landsins erlent fjár- magn sem nú gengur undir heitinu „snjó- hengjan“. Hennar vegna hvarf landið af frjálsu, opnu markaðssvæði Vesturlanda. Kenningar peningastefnunnar eru samt réttar, en virka ekki vel þegar stærstur hluti lána fylgir ekki vaxtaákvörðunum Seðla bankans. Sú var tíðin að á Íslandi var boðað að Friedman væri falsspámaður. Þann 10.1. 1984 birtist leiðari í Þjóð vilj an um undir heitinu: Hneykslið í hagfræði heim- inum:Friedman er svindlari! „Í rúman áratug hafa Sjálfstæðiflokkur- i nn, Morgunblaðið og Verslunarráðið til beðið kenningar Miltons Friedmans. Ásamt Hayek hefur hann verið páfinn sem guðspjall markaðskreddunnar og trúboð peningahyggjunnar hefur byggt á texta hvers einasta dags. … Milton Friedman hefur verið horn- steinn inn í kröfugerð hægri aflanna um andlega, akademíska og stjórnmálalega forystu. Nú hefur þessi hornsteinn ver- ið brotinn í þúsund mola. Virtasti hagf ræðiprófessor við háskólann í Ox- ford, David Hendry, hefur sannað með nákvæmum rannsóknum að Fried man er bara ómerkilegur svindlari sem falsar staðreyndir vísvitandi. Þessi afhjúp un á Milton Friedman eru stærstu tíðindi í hagfræðiheiminum í áraraðir. Musteri pen- ingahyggjunnar riðar til falls. Hinar and- legu stoðir reyndust tölfræðilegar falsanir og sjálfur páfinn stendur ber strípaður fyrir altarinu. … Dómur prófess ors Hendrys er að þessar rangfærslur Fried mans séu svo ótrúlegar að í raun sé Friedman kominn í hóp „hókus-pókus“ skúrka sem hafi öðlast frægð á ómerkilegum fölsunum og hundakúnstum.“ Fáir þekkja nú David Hendry, „virt asta hag fræði prófessor“ Oxford. Leiðarahöf- und inn, Ólaf Ragnar Grímsson, þekkja nokkrir. Sumir, sem áður voru skotmörk hans, hafa nú kosið sér hann sem nýjan páfa. bj að Walmart er stærsti kaupandi heims á vörum frá Kína og er á stundum með 10% af heildarútflutningi Kínverja til Banda ríkjanna. Þetta er líka athyglisvert vegna þess að fyrirtækið var byggt upp með þeirri hugmynd að leggja minna á en samkeppnin en sú stefna hefur vikið fyrir betri innkaupum og kröfu markaðarins um arðsemi. Þessi mikli innflutningur framleiðir kostnað hjá félaginu við innkaup, lager- hald, dreifingu og rýrnun sem gera þarf ráð fyrir þegar lagt er á innkaupsverð. Síðan er það staðreynd að félagið er af þeirri stærðargráðu að innkaupsverð félagsins á að meðaltali að vera lægra en annarra og þannig hækkar framlegðarstigið. Arðsemi Þegar litið er á hlutfall ebitdu (hagnaðar fyrir fjármagnsliði, afskriftir og skatta) af heildarframlegð sést að þegar bresku félögunum sleppir þá skila önnur félög að jafnaði 20 – 25% ebitda hlutdeild og íslenska félagið Hagar er þar í efri hlutan- um (sjá mynd 2). Þegar litið er til þess hversu stór hluti framlegðar skilar sér síðan sem hagnaður eftir skatta (nopat) er afar athyglivert að sjá hversu afgerandi bresku félögin eru í samanburði við önnur félög í þessum lið. Ekki er litið til þess í þessari grein hvert skatthlutfallið er né arðsemi fyrirtækjanna, ef rekstrarmódelið er vel heppnað þá er ágæt arðsemi afleiðing (sjá mynd 3). Álagning á Íslandi Vöruverð á Íslandi endurspeglar kostn-aðarverð vara að viðbættri þeirri álagningu sem fyrirtækin telja sig þurfa til að reksturinn sé arðbær. Innifalið í kostn- aðarverðinu eru þar með vörugjöld, tollar og önnur opinber gjöld ásamt flutnings- kostnaði sem er æ hærri eftir því sem olíu- verð hefur hækkað. Ef litið er til þess sem spurningin sner- ist um í upphafi greinarinnar þá má leiða líkum að því að álagning Haga sé hærri en hjá sambærilegum erlendum aðilum en það er þá líklega afleiðing af því að sam- keppnin virðist ekki vilja eða geta boðið betur. Það er hins vegar vel þekkt að kyrr- staða ríkir aldrei til eilífðar á smásölu- markaði og þess er skemmst að minnast þegar blóðugt verðstríð geysaði á mat- vöru markaði sem endaði með miklu rekstr ar tapi smásala og síðar sektum af hálfu samkeppnisyfirvalda. Það er óvíst að marga fýsi í sama leikinn aftur. X ásinn stendur fyrir frammistöðu og Y ásinn fyrir mikilvægi. Brotalínurn ar stand a fyrir viðmiðunargildin sem eru með al tal allra þáttanna. Lárétta línan tákn ar meðaltal mikilvægis og sú lóðrétta meðaltal frammi stöðu. Brotalínur skipta kortinu upp í fjóra hluta. Efri fjórðung urinn hægra megin táknar styrkleika Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Inn í hann falla þau atriði sem eru bæði talin mikilvæg og þar sem frammistaða Íslands er metin góð. Efri fjórðungurinn vinstra megin táknar hins vegar veikleika landsins sem áfangastaðar. Inn í hann falla þeir þættir sem eru metnir sem mikilvægir en sem landið fékk ekki háa einkunn fyrir. Í neðri fjórðunginum vinstra megin falla atriði sem ekki eru metin mjög mikil væg og Ísland fékk ekki mjög háa einkunn fyrir. Að lokum er það svo neðri fjórðungurinn hægra megin, en hann sýnir atriði sem skipta ekki svo miklu máli en frammistaða Íslands var metin góð. Númer hvers þáttar í kortinu vísar í númer þáttanna í töflu. Aðgengi er veikleiki Kortið sýnir að helsti, og mjög svo af-gerandi, styrkleiki Íslands sem ferða- mannastaður er náttúran. Ímynd, afþrey- ing og menning falla líka undir styrkleika. Helsti veikleiki landsins sem áfangastaðar er aðgengi og innviðir ferðaþjónustunnar eru einnig á mörkunum með að teljast til veikleika. En ekki er allt sem sýnist. Þegar niðurstöðurnar fyrir hópinn sem tók þátt í báðum könnununum (fyrir og eftir dvöl) eru skoðaðar kemur í ljós að bæði aðgengi og innviðir ferðaþjónustunnar höfðu færst frá því að vera veikleikar (eða á mörkum þess að vera það) yfir í það að vera styrkleikar! Í sambærilegri rann sókn sem gerð var sumarið 2010 og 2011 kom í ljós að eini veikleiki Íslands sem áfangastaður fyrir ferðamenn að sumri til var aðgengi. Sú niðurstaða breyttist ekki eftir að ferðamenn höfðu dvalið á landinu. Og nú getum við svarað því hvað rík is stjórnin á að gera ef hún vill auka sam keppnishæfni ferðaþjónustunnar að vetri til annað en niðurgreiða kostnað hennar við að ná markaðslegum mark- miðum sínum. Svarið er að hún á ekki að gera neitt sérstaklega hvað vetrar- ferða mennsku varðar. Hins vegar á hún að ráðast í umbætur á aðgengi að ferðamannastöðum. Það mun nýtast öllum, bæði erlendum og innlendum ferðamönnum, bæði sumar og vetur! framhald af bls. 3.framhald af bls. 2.

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.