Vísbending


Vísbending - 15.10.2012, Blaðsíða 4

Vísbending - 15.10.2012, Blaðsíða 4
4 V Í S B E N D I N G • 4 1 T B L 2 0 1 2 Aðrir sálmar Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. framhald af bls. 3 framhald af bls. 1 Til þess að rifja upp andrúmsloftið fyrir hrun er ágætt að skoða blogg Össurar Skarphéðinssonar iðnaðar ráðherra frá því í nóvember 2007. Þar fjallar hann um REI-málið svonefnda, en í því vildu ýmsir borgarfulltrúar láta OR taka fullan þátt í útrásinni, en sex sjálfstæðismenn komu í veg fyrir það: „Harðvítugustu innanflokksátök seinni ára í Sjálf stæðis flokknum hafa því miður nánast ónýtt vörumerkið REI hvað útrás varðar, og stórskaðað viðskiptavild Orkuveitunnar. Skemmd ar verk þeirra má líklega meta á milljarðatugi ef miðað er við þá framvindu sem var í kortunum. Svæðin, sem ég hafði milligöngu um á Indónesíu og Filippseyju að gengju til REI voru hvort um sig kringum 60 milljarða dollara virði. Þannig seldust svipuð svæði á frjálsum markaði í sömu viku. Nú renna þau líklega - og eðlilega í stöðunni - til Geysis Green. Einungis það má meta á 6-7 milljarða verðmætatap, sem einungis varð vegna klúðurs sexmenninganna. Þau gerðu sér leik að því að ganga með sleggju á REI í ofstopa sínum í aðförinni að Vilhjálmi Vilhjálmssyni borgarstjóra. Ég hika ekki við að meta kostnaðinn af skemmdum þeirra á REI á tugi milljarða. Þá er ótalinn skaðinn sem hlýst af missi lykilmanna en flótti þeirra virðist brostinn á, og láir þeim enginn. Sárast finnst mér að sjá hvernig búið er að særa stolt starfsmanna Orku veit- unnar, sem á undraskömmum tíma byggðu upp glæsilegasta og fram sæknasta orku fyrirtæki í heiminum, og hafa mátt þola pústra og orðahnippingar af hálfu kjörinna borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins. Menn skulu ekki fara neitt í grafgötur með það, að valdarán sexmenninganna í borgarstjórnarflokki íhaldsins, sem framið var til að svala særðum metnaði, hefur haft ótrúleg verðmæti af Reyk- víkingum, og laskað Orkuveituna og starfs menn þess [svo] gríðarlega.“ Illu heilli hurfu allar færslur um orkumál af heimasíðu ráðherrans vorið 2008 og síðar hvarf síðan sjálf með húð og hári. Þeir sem vilja kynna sér fróðleg skrif Össurar um glötuð tækifæri í útrásinni og önnur mál geta þó fundið þau á vefnum vefsafn.is og slegið inn slóðina: http://ossur.hexia.net. bj Horfin snilld að þjóðin gangi í Evrópusambandið og taki upp evru. Tveir óheppilegir atburðir urðu til þess að sú vegferð er í mikilli óvissu. Sjálfstæðisflokkurinn hafði boðað til landsfundar í lok janúar 2009 þar sem markmiðið var að endurskoða Evrópu- stefnu flokksins. Í kjölfar hrunsins vildu margir flokksmenn hugsa stefnuna upp á nýtt. Það var mikið áfall fyrir flesta flokksmenn að efnahagskerfið hefði hrunið „á þeirra vakt“. Alvarleg veikindi Geirs Haarde urðu til þess að fresta landsfundinum í tvo mánuði. Samfylkingar menn ákváðu svo að slíta stjórnar samstarfinu fyrirvaralaust á sama tíma. Í kjölfarið var lítil von til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vildi taka upp „Samfylkingarmál“ eins og fulla Evrópu- sambandsaðild, jafnvel þó að hún falli almennt vel að stefnumálum hægri manna um álfuna alla. Magnús rekur að Íslendingum sé nauð syn að marka sér stefnu áfram út úr erfiðleikunum. Ástandið sé ekki eins svart og sumir hafa haldið fram, en ekki dugi að leggja kortlaus á Kjöl. Skapa verði samfélag þar sem allir hafa jafna möguleika. Hann rifjar upp að Ólafur Friðriksson hafi bent á að jafnaðamenn geti ekki gert alla jafnhávaxna eða jafngáfaða, jafnvel ekki jafnríka. En allir eigi að hafa sömu möguleika. Þetta er reyndar líka stefna frjálshyggjumanna. Í þessu sambandi má minna á að í menntastefnu um framhaldsskólana stóð á sínum tíma að ekki mætti mismuna nemendum eftir „andlegu eða líkamlegu atgervi.“ Meira að segja gamall kommi eins og Jón Hafsteinn Jónsson, stærðfræðikennari við MA, hristi höfuðið yfir bullinu. Því miður er Magnús of bjartsýnn þegar hann talar um kosningarnar 2013: „Vissulega mun trúverðugleiki stjórnmála- manna skipta máli við ákvarðanatöku kjósenda, en flestir munu líklega kjósa á grundvelli þeirrar framtíðar sem stjórnmála menn vilja berjast fyrir.“ Ég held að fáir kjósendur hafi talið frambjóðendur Borgarahreyfingarinnar trúverðuga vorið 2009, ekki síst vegna þess að fæstir þekktu þá nokkuð. Aðalatriðið var að þeir voru ekki í hinum flokkunum sem siglt höfðu öllu í strand. Þó að hér sé fundið að ýmsu í bók Magnúsar er fjarri því að þar með sé fundið að því að hann hafi skrifað hana. Þvert á móti er það einmitt grundvöllurinn fyrir því að hægt sé að eiga skoðanaskipti af viti, að stjórnmálamenn setji fram sína lífssýn. Bókin er lipurlega skrifuð, auðlesin og skipuleg. Staða Magnúsar í pólitíska lit- rófinu er skýrari eftir að maður hefur lokið við lesturinn. Hann birtist sem hófsamur stjórnmálamaður sem hafnar öfgum. Ólíklegt er að í kjölfarið komi hrina bóka frá pólitíkusum. Sennilega hafa fæstir þeirra mjög sterkar skoðanir. Þeir fylgja straumnum á þeim væng stjórnmálanna þar sem þeir eiga best heima og samsama sig þeim foringja sem stefnuna markar hverju sinni. það hafi nefnt sömu tölu. Siðanefndin tók málið til umfjöllunar og óskaði frekari upplýsinga frá Orkuveitunni um verðmat samningsins og bárust þær með bréfi. Ekki kemur fram í úrskurði nefndar innar hverju Orkuveitan svaraði. Fulltrúar Blaðsins virðast ekki hafa vitað af fundargerð sveitarstjórnar Ölfuss og tilgreina aðeins „heimildarmenn“ í mál- flutningi sínum. Í úrskurði siðanefndar sagði: „Af samn- ingnum að dæma er ljóst að meta má samninginn með ýmsum hætti og rétt hefði verið að gera fyrirvara við upphæðina sem nefnd er í fréttinni. Eins og málið er sett fram má jafnvel skilja það sem verðmat samningsaðila sjálfra.“ Nefndin taldi að Blaðið hefði brotið gegn 3. gr. siðareglna og að brotið væri ámælisvert. Þöggun milli vina Málið sýnir hve erfitt var að fjalla um staðreyndir í óðagotinu fyrir hrun og er jafnvel enn. Það spillti fyrir fréttaflutningnum að blaðamenn gáfu sér ekki tíma til þess að fá traustar heimildir. Þetta verður til þess að siðanefnd telur að frétt sem var efnislega rétt sé ámælisverð. Vinnubrögðum í stjórnsýslu var líka mjög ábótavant. Hvers vegna átti Orkuveitan að borga að hluta með framkvæmdum en ekki reiðufé? Og hvers vegna hefur samningurinn enn ekki verið efndur að fullu af hálfu OR? Ekki virðist neinn stjórnarmaður hafa spurt til hvers samningurinn var gerður eða hve dýr hann yrði OR. Var þó bókunargleði stjórnarmanna mikil eins og fram hefur komið. Það er einkennilegt að úttektarnefndin skuli ekki hafa treyst sér til þess að fjalla ítarlega um samninginn í 568 blaðsíðna skýrslu heldur kalli eftir sérstakri athugun. Skýringin kann að vera að nefndin telji að í honum felist ólöglegt athæfi, án þess að hún vilji segja það berum orðum. Afstaða stjórnarformanns virðist einnig sú að e.t.v. hafi verið maðkur í mysunni.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.