Vísbending


Vísbending - 10.12.2012, Blaðsíða 2

Vísbending - 10.12.2012, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 4 8 T B L 2 0 1 2 Vegna þess að traustið til miðlanna almennt virðist hafa sveiflast nokkuð á tímabilinu var ákveðið að skoða hér frávik nokkurra miðla frá meðaltali í hverri könnun fyrir sig. Þá sést hvernig traust miðlanna þróast innbyrðis, án þess að það komi fram hvort traustið almennt eykst eða minnkar. Segja má að með þessu sjáist staða miðlanna á markaði betur. Hér eru skoðaðir þeir miðlar sem einkum má ætla að fólk leiti í til þess að fá fréttir. DV er sleppt vegna þessu að það hefur tiltölulega litla útbreiðslu og auk þess er traust til þess svo lítið og vantraustið mikið að það skekkir allan samanburð. Á mynd 1 sést hvernig „traust“ til miðlanna þróast á tímabilinu. RÚV ber höfuð og herðar yfir aðra miðla allan tímann og virðist munurinn fremur aukast. Morgunblaðsmiðlarnir voru næstir í upphafi tímabilsins, en lækka þó frá 2009 til 2010, einkum Morgunblaðið sjálft. Það nýtur nú aðeins minna trausts en Stöð 2, en fyrir fjórum árum treystu 20% fleiri Morgunblaðinu en „Baugsmiðlinum“ Stöð 2. Fréttablaðið er allan tímann fyrir neðan meðaltal og virðist ekki ná að afla sér almenns trausts til jafns við hina miðlana. Það sama gildir um Vísi sem er vefmiðill 365 samsteypunnar. Munurinn minnkar þó mikið nema RÚV er langefst allt tímabilið. Vantraust Þegar litið er á hvernig vantraust til fjölmiðla þróast er myndin nokkuð önnur. Mynd 2 sýnir þróunina með svipuðum hætti. RÚV er efst, en það þýðir að fáir vantreysta fréttum þaðan. Í upphafi voru Morgunblaðsmiðlarnir einnig tiltölulega óumdeildir í 2. og 3. sæti. Vantraust var talsvert á Baugsmiðlunum svonefndu. Nú hefur þetta breyst. Flestir vantreysta Morgun­ blaðinu og vantraust á mbl.is og visir.is er svipað. Í september 2009 voru 15% fleiri sem vantreystu Vísi en mbl.is. Stöð 2 og Fréttablaðið virðast vekja tortryggni færri en áður. Þetta kann að endurspegla það að nú er t.d. sagt frá ákærum á hendur Jóni Ásgeiri í miðlum hans, en slíkar ávirðingar hefðu ekki komið fram fyrir hrun. Morgunblaðið hefur hins vegar lítið fjallað um Björgólf Guðmunds son undanfarin ár en sá þó ástæðu til þess að birta frétt í mars 2012 um að „sanngjarnt verð hefði fengist fyrir bankana í einka- væðingunni“ en Landsbankinn var einmitt seldur lægstbjóðanda, væntanlega til þess að tryggja sanngjarnt verð. Afkoma Ekki er gott að sjá bein tengsl á milli afkomu og trausts. Flest fyrirtæki urðu fyrir miklum áföllum við hrun og bæði Morgunblaðið og 365 fengu skuldalækkanir. Í heiminum öllum hefur orðið tilfærsla frá dagblöðum og tímaritum til miðla á rafrænu formi. Það var því snjall leikur á sínum tíma að byggja upp mbl.is sem hefur haldist sem vinsælasti vefmiðill landsins þótt áskrif- endum Morgunblaðsins hafi fækkað. Könnunin sýnir þó að ákveðin hættu- merki kunna að vera fyrir miðilinn ef lesendur telja sig ekki geta treyst honum sem skyldi. Myndir 3 og 4 sýna hvernig velta og afkoma fjölmiðlafyrirtækjanna hefur þróast undanfarin tvö ár samkvæmt yfirliti Frjálsrar verslunar um 300 stærstu fyrirtæki landsins. Þar sést að veltan jókst hjá 365 og Árvakri, en stóð í stað hjá RÚV. Morgunblaðið tapar um hálfum milljarði króna þessi tvö ár meðan 365 græðir sambærilega fjárhæð. RÚV skilaði hagnaði fyrra árið en smávægilegu tapi það síðara. Af þessu sést að ekki eru bein tengsl á milli afkomu og trausts. Þess ber þó að geta að DV mun hafa tapað peningum undanfarin ár, en nýtur góðvildar við fjármögnun frá fjármálaráðherra sem mun hafa lánað fyrirtækinu vörsluskatta sem öðrum ber að skila. Myndin sýnir hve miklu færri vantreystu miðlinum en miðlunum að meðaltali. Þannig segjast um 11% færri vantreysta RÚV en hinum sex að meðaltali. RÚV nýtur því minnsta vantrausts. Heimild: MMR og útreikningar Vísbendingar. Mynd 2: Vantraust á nokkrum fréttamiðlum 2008-12 miðað við meðaltal markaðar Mynd 3: Velta nokkurra fyrir- tækja í fjölmiðlun 2010-11 Mynd 4: Afkoma nokkurra fyrir- tækja í fjölmiðlun 2010-11 Heimild: Frjáls verslun. Heimild: Frjáls verslun. framhald af bls. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.