Vísbending


Vísbending - 11.02.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 11.02.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 6 T B L 2 0 1 3 1 Evrópusambandið hefur í nokkur ár endurskoðað fiskveiðistefnu sína enda hefur það almennt verið viðurkennt að núverandi stefna hefur ekki leitt til hagkvæmra veiða. Fiskveiðar eru reknar sem ríkisstyrkt byggðastefna sem aftur leiðir til ofveiði og slæmrar nýtingar aflans. Nú eru loks komnar fram mótaðar hugmyndir um nýja stefnu á þessu sviði, stefnu sem gæti skipt Íslendinga miklu máli ef þjóðin gengur í sambandið. Meginatriði hennar voru kynnt nú í febrúar og búist er við að hún verði samþykkt næsta sumar. Hér á eftir er sagt frá helstu nýmælum. Umhverfisvænar veiðar Margt í reglunum byggir á því að vernda fiskistofna og bæta nýtingu. Auk þess er nú gerð sú grundvallarbreyting að veiðarnar skulu vera arðbærar. Íslendingum kann að virðast þetta hlægilegt, en ekki er langt síðan íslenskir útgerðarmenn fengu lán á betri kjörum en almennt gerist og sjómannaafláttur af sköttum er enn í gildi, en á reyndar að falla niður næsta ár. Helstu atriði nýju stefnunnar: 1. Veiðiskipulag ákveðið til margra ára 2. Brottkast bannað 3. Veiðar verði arðbærar 4. Kvótakerfi komið á 5. Veiðar verði sjálfbærar 6. Rannsóknir auknar á lífríki sjávar 7. Dregið úr miðstýringu 8. Rekjanleiki aukinn 9. Stuðningur við strandveiðar smábáta Óhætt er að segja að nær allar breytingarnar séu í átt að íslenska kerfinu. Líklegt er að nýju reglurnar 11. febrúar 2013 6. tölublað 31. árgangur ISSN 1021-8483 Evrópusambandið virðist nú loks hafa ákveðið að líkja eftir fiskveiðistefnu Íslands. Viðskiptaráðið setti fram 13 hugmyndir til hagræðingar á kosningaári. Íslendingar hafa í mörg ár þurft að borga miklu hærri vexti en nágrannaþjóðir. Það þýðir ekkert að panta þessa vöru, hún klárast alltaf, sagði kaupfélagsstjórinn í gamla daga. 1 32 4 Ný fiskveiðistefna Evrópu­ sambandsins auðveldi samningamönnum Íslands að ná ásættanlegri niðurstöðu. Þau atriði sem einkum standa útaf eru þá fjárfestingar útlendinga í greininni og það að Ísland verði sérstakt fiskveiðistjórnunarsvæði. Mikil áhersla er lögð á verndun haf- svæða. Með því að fiskveiðar verði sjálf- bærar er skotið stoðum undir fiskveiðar sem alvöru atvinnugrein en ekki ríkis- styrkta félagsmálastofnun. Í stað þess að horfa á hverja fisktegund út af fyrir sig verður nú sett fram veiðiáætlun til nokkurra ára í mörgum tegundum. Brottkast og skráning Samkvæmt áætlunum Evrópu sambandsins er brottkast um 23% af heildarafla og mun meira í sumum greinum. Það hefur verið leyft innan Evrópusambandsins, þvert á þær reglur sem Íslendingar hafa haft í gildi, þó að stundum hafi verið efast um að þeim hafi verið fylgt til hins ítrasta hér á landi. Samkvæmt þessum nýju reglum munu fiskimenn leggja meiri áherslu en áður á að veiðarfæri séu umhverfisvæn og möskvastærð þannig að smáfiskar sleppi. Öll skip verða að skrá nákvæmlega allan afla og meðferð hans. Með þessu móti er bæði auðveldara en áður að fylgjast með veiðunum og einnig að rekja hvaðan fiskurinn kemur ef upp koma einhver vandamál. Íslendingar hafa verið mjög fylgjandi slíku kerfi, því að þá kemur fram hvaða fiskur er veiddur hér við land, þar sem mengun er minni en víða við strendur Evrópu. Kvótakerfi Á Íslandi urðu fiskveiðar fyrst hagkvæmar þegar kvótakerfi var komið á. Árum saman var fiskveiðiflotinn allt of stór og lítil hvatning til þess að minnka hann til samræmis við veiðina. Kvótakerfi er auðvitað ekki gallalaust fremur en önnur kerfi, en ekki hefur verið sýnt fram á að önnur fiskveiðistjórnunarkerfi gefi betri raun. Í tillögum Evrópusambandsins er talað um framseljanlega hlutdeild sem megi eiga viðskipti með eða leiga frá sér. Kerfið eigi að vera gagnsætt og færa „eigandanum“ rétt til ákveðins hluta af heildarveiði síns lands. Markmiðið sé að veita útgerðum sveigjanleika, innleiða langtímahugsun og ábyrgð á auðlindinni og draga úr ofveiði. Ekki hefur enn verið sagt hvernig þetta kvótakerfi verður í framkvæmd. Smábátar eiga að vera undanþegnir kvótakerfinu og fá réttindi til veiða innan 12 mílna lögsögu samkvæmt ákvörðun hvers lands um sig. Þessi strandréttindi haldast til ársins 2022. Sagt er að smábátar veiði um 8% af heildarveiðinni. Gefið er í skyn að í framtíðinni muni stjórnkerfi fiskveiða verða hagstætt litlum bátum. Tekið er fram að ákvarðanir um heildarveið verði færðar „nær fiskimiðunum“ þannig að í Brussel verði aðeins settur almennur rammi og heildarkvóti en einstök ríki hafi vald til þess að stýra veiðunum á heimaslóð. Settar verði reglur sem taka gildi ef ríki á einstökum svæðum geta ekki komið sér saman um stýringu veiðanna. Skilvirkari markaðir Talað er um að skipuleggja fiskmarkaði með þeim hætti að upplýsingar berist til neytenda. Samkeppni á að aukast en jafnframt lögð áhersla á stöðugleika. Rætt er um að veita fjárhagslega aðstoð til bæði útgerða og landa sem fari eftir reglunum. Mikil áhersla er lögð á að hart verði tekið á hvers konar svindli og ólöglegum veiðum. Grundvallaratriði er að hverfa frá ofveiði og að sjálfbærni. Markmiðið er að reglurnar taki gildi í upphafi ársins 2014, en ekki er enn ljóst hvort af því getur orðið, því að ekki hefur náðst samstaða um öll atriði. Þó virðist ljóst miðað við það sem þegar hefur verið birt að þessar reglur eru mjög stórt skref til nútímalegrar fiskveiðstjórnunar innan Evrópusambandsins.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.