Vísbending


Vísbending - 20.05.2013, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.05.2013, Blaðsíða 1
Vikurit um viðskipti og efnahagsmál V Í S B E N D I N G • 2 0 T B L 2 0 1 3 1 felst einnig mikil hagræðing. Leggja þarf drög að rafrænni sjúkraskrá sem myndi spara ríki og einstaklingum samtals milljarða á ári hverju. Skynsamleg markmið eru sett um sveigjan legan eftirlauna aldur og betri sam­ still ingu líf eyris almanna trygginga og lífeyris­ sjóða. Ekki er lofað nýjum Landspítala. Um Evrópumál segir: „Gert verður hlé á aðildar viðræðum Íslands við Evrópu­ sambandið og úttekt gerð á stöðu viðræðn­ anna og þróun mála innan sambandsins. Úttektin verður lögð fyrir Alþingi til umfjöll­ unar og kynnt fyrir þjóðinni. Ekki verður haldið lengra í aðildarviðræðum við Evrópu­ sambandið nema að undangenginni þjóðar­ atkvæðagreiðslu.“ Margir líta á þetta sem áfall fyrir umsóknarferlið, en svo þarf ekki að vera. Þvert á móti er skynsamlegt að staldra við núna. Óvissa er mikil um það hvernig til tekst um efnahagsbata í suðurhluta Evrópu og mikilvægt að menn átti sig á því hvað olli kreppunni þar. Slík úttekt þarf að vera gerð með faglegum og vönduðum hætti, líkt og gert var af nefnd sem Björn Bjarnason stýrði árið 2007. Forysta Sjálfstæðisflokksins hefur lofað að kosið verði um framhald viðræðna á fyrri hluta kjörtímabilsins. Þannig verður það í höndum þjóðarinnar hvort viðræðum verður lokið. Framtíð eða fortíð? Í upphafi stefnuyfirlýsingarinnar segir: „Með aðgerðum sínum hyggst ríkis­ stjórnin einnig eyða þeirri pólitísku óvissu sem hefur verið of áberandi þáttur í íslensku þjóðlífi á undan förnum árum. Unnið verður að víð tækri sátt við aðila vinnumarkaðarins um þróun vinnumarkaðar og uppbyggingu til framtíðar.“ Þetta er jákvætt. Yfirlýsingin hefur ekki sér frelsis­ eða framfarablæ, en ljóst er að farið verður úr farinu sem þjóðin hefur verið föst í undanfarin ár. Í slíkum yfirlýsingum er oft mikið málskrúð og þess gætt að binda ekki um of hendur nýrrar stjórnar. Í aðalatriðum er því fylgt hér og stjórnin hefur svigrúm til þess að færast annað hvort aftur á bak ellegar nokkuð á leið. 20. maí 2013 20. tölublað 31. árgangur ISSN 1021­8483 Stjórnin er leidd af ungum mönnum, en ungmenna­ félagsandinn ekki endilega ferskur andblær. Jón Steinar Gunnlaugsson telur að margt megi betur fara í Hæstarétti. Flestir þurfa einhvern tíma að tala fyrir hóp manna. Hvernig á að undirbúa gott erindi? Það er gaman að kynna sér gömul handrit. Vísbending komst yfir eitt slíkt. 1 32 4 Til framtíðar eða fortíðar? Ný ríkisstjórn tekur nú við eftir fjögra ára „hreina“ vinstri stjórn sem logaði lengst af í ófriði. Þar tókust á flokkar og flokksbrot sem höfðu alls ekki allir sömu stefnu. Einstakir þingmenn og ráðherrar virtust andsnúnir atvinnulífinu og leggja áherslu á að leggja stein í götu þess. Því finnst mörgum að nú sé vor í lofti. Við taki flokkar sem átti sig á því að það er hagur almennings að hér sé blómlegt atvinnulíf. Umgjörðin Auðvitað spillir yfirlætisleg framkoma forset­ ans við stjórnar myndunina fyrir ríkis stjórn­ inni. Þjóðhöfðing inn talar eins og ein valdur af guðs náð sem geti valið þá til forystu sem hann hefur velþóknun á. Ekki er að efa að ætlast verður til þess að forsætis ráðherrann beri meiri háttar og umdeild mál undir forset ann áður en þau verða lögð fyrir þingið. Það fór ekki vel á því að kynna sáttmála stjórnar innar á Laugarvatni, því gamla Mekka Hriflu­Jónasar sem vann mestu skaðræðis verk í sögu Íslandssögunnar með höftum sínum og varanlegum forréttindum land búnaðar og samvinnurekstrar. Stór hluti þjóðar innar telur enn þann dag í dag að Íslend ingar geti ekki þrifist nema í vernduðu um hverfi. Vonandi gefur umgjörðin ekki hugmyndir um innihaldið. Sáttmálinn Stjórnarflokkarnir voru hvor með sitt stóra mál fyrir kosningar. Sjálfstæðisflokkurinn skatta málin og framsóknarmenn skulda­ málin. Eins og vænta mátti eru yfir lýsingar um þetta almennt orðaðar í stjórnar­ sáttmálanum. Ekki er að efa að ýmsir verða fyrir vonbrigðum. Sporin sem stigin eru stefna þó í rétta átt. Margir hafa hneykslast á því að almenn­ ingur eigi að borga fyrir meintan „forsendu­ brest“ ákveðins hóps. Sannleikur inn er sá að við hrunið urðu fjárhagsáföll hjá svo mörgum að óhjákvæmilegt var annað en að bregðast við þeim. Þær leiðir sem farnar hafa verið hafa ekki lokað málinu. Í sáttmálanum segir: „Grunnviðmiðið er að ná fram leiðréttingu vegna verðbólguskots áranna 2007–2010 en í því augnamiði má beita bæði beinni niðurfærslu höfuðstóls og skattalegum aðgerðum. Um verður að ræða almenna aðgerð óháð lántökutíma með áherslu á jafnræði. Beita má fjárhæðar­ takmörkum vegna hæstu lána og setja önnur skilyrði til að tryggja jafnræði í framkvæmd og skilvirkni úrræða.“ Þetta gefur mikil fyrir heit, en jafnframt getur verið að síðasta setningin verði til þess að aðgerðirnar dugi ekki þeim sem verst eru staddir. Mikið slys væri að ganga ekki alla leið í þetta sinn eins og segir í sáttmálanum: „Óvissu um stöðu lán takenda gagnvart lánastofnunum verður að linna.“ Talað er um „leiðréttingarsjóð“ sem hljómar ekki vel því að með því er gefið til kynna að vandanum verði velt áfram með myndun sjóðs. Í kaflanum um efnahagsmál er ung­ menna félagsleg setning: „Krónan verður gjald miðill Íslendinga um fyrirsjáanlega fram tíð.“ Þetta er gagnstætt ályktun lands ­ fundar Sjálfstæðis flokks sem sagði: „Kanna þarf til þrautar alla möguleika fyrir Ísland í gjaldmiðla­ og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar.“ Um landbúnað segir: „Ríkisstjórnin lítur á landbúnað sem eina af mikilvægustu atvinnu greinum framtíðar innar. Vaxandi eftirs purn eftir mat á heimsvísu skapar íslensk um landbúnaði sóknarfæri með mögu leikum á aukinni framleiðslu og marg­ breyti legum afurðum. Ríkisstjórnin mun gera íslenskum landbúnaði kleift að nýta þau sóknarfæri sem greinin stendur frammi fyrir.“ Í framhaldinu er talað um að auka matvæla framleiðslu á Íslandi og bæta kjör bænda. Hvers vegna var ekki einfaldlega sagt: „Lamba kjöt verður fæða Íslendinga um fyrir sjáanlega framtíð“? Ekki er allt á sömu bókina lært. Talað er um að lögum um sjúkratryggingar verði fram fylgt til fulls, en samkvæmt þeim eiga Sjúkra tryggingar Íslands að vera kaupandi að allri heilbrigðisþjónustu. Lögin voru sett árið 2008 en vinstri stjórnin stöðvaði fram­ kvæmd þeirra. Með framkvæmdinni verður auðveldara að bera saman kostnað við ýmis læknis­ og hjúkrunarstörf og þannig finna hagkvæmustu lausnir. Jafnframt er talað um að tengja saman rafræn sjúkragögn, en í því

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.