Vísbending


Vísbending - 16.12.2013, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.12.2013, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 4 7 . T B L . 2 0 1 3 Hagsveifla og lífskjör Góður árangur hefur náðst í hagstjórn hér á landi síðustu árin. Hallarekstur ríkissjóðs hefur minnkað, hagvöxtur verið í nokkur ár, atvinna aukist, skuldir lækkað o.s.frv. Samt hefur lítið birt yfir þjóðarsálinni. Hér verður fjallað um mögulegar orsakir og horfur. Uppsveifla frá miðju ári 2010 Verg landsframleiðsla hefur vaxið samfellt hér á landi allt frá miðju ári 2010. Sú hefð hefur skapast að skilgreina kreppur sem tímabil samdráttar framleiðslu sem varir í a.m.k. tvo ársfjórðunga.1 Þess vegna má segja að kreppunni hafi lokið á þriðja ársfjórðungi 2010 þegar jákvæður hag­ vöxtur mældist frá öðrum ársfjórðungi sama árs. Verg landsframleiðsla (VLF) hefur síðan haldið áfram að vaxa. Hún varð minnst á þriðja ársfjórðungi 2010 og hafði þá minnkað um 12% frá hápunkti á þriðja ársfjórðungi 2007. Á þriðja árs­ fjórðungi 2013 er hún hins vegar aðeins um 4% minni en hún var fyrir sex árum. Þannig má segja að framleiðslan sé að ná því stigi sem hún var á í hápunkti síðustu uppsveiflu. Hún er einnig meiri en hún var öll árin á undan. Til dæmis er hún tæplega 7% meiri en hún var á þriðja árs fjórðungi árið 2005. Þannig má segja að kreppan sé búin, hvort sem litið er til hag vaxtar eða framleiðslustigs. Aðrar hagstærðir sýna einnig við­ snúning í efnahagslífinu. Atvinnuleysi fer minnkandi og er nú rétt rúmlega 5% skv. könnun Hagstofunnar. Heildar­ vinnu stundum hefur fjölgað um 5,3% síðustu 12 mánuði. Jafnframt lækka skulir heimila og fyrirtækja, ný útlán vaxa sem bendir til efnahagsbata og verð á fasteignum og hlutabréfum hefur hækkað. Hagvöxturinn er drifinn áfram af ferða þjónustu og flutningum sem afla erlends gjaldeyris sem síðan hefur valdið vexti í smá­ og heildsölu. Þær greinar sem blómstruðu í lánabólunni fyrir 2008, byggingariðnaður og fjármálaþjónusta, hafa ekki enn náð sér á strik. Hægur lífskjarabati Þessar tölur allar virðast hins vegar ríma illa við skynjun þjóðarinnar á ástandi mála eins og hún kemur fram í fréttaflutningi og málflutningi stjórnmálamanna jafnt sem álitsgjafa, sem halda flestir áfram að mála skrattann á veginn. Líkleg skýring þessa er sú að á bak við þær tiltölulega mildu breytingar landsframleiðslu sem hér hefur verið lýst megi finna mun umfangs meiri breytingar á hagkerfinu og ytri skilyrðum þess sem bitnað hafa á lífs­ kjörum. Hér má nefna nokkrar þeirra: Í fyrsta lagi hafa þjóðartekjur ekki vaxið eins mikið og landsframleiðsla á undanförnum árum. Í töflu 1 kemur fram að þótt verg landsframleiðsla árið 2012 væri svipuð á föstu verðlagi og hún var árið 2006 voru vergar þjóðartekjur minni, en þær taka tillit til viðskiptakjara. Það þarf að fara aftur til ársins 2003 til þess að finna jafnlitlar vergar þjóðartekjur. Ástæðan er sú að viðskiptakjör eru nú afar slæm og og hafa ekki verið jafn slök í áratugi.2 Viðsnúningur á útflutnings­ mörkuðum, t.d. í Suður­Evrópu myndi því bæta lífskjör hér á landi í framtíðinni. Í öðru lagi fer hluti þjóðartekna í afborganir af erlendum lánum. Viðskipta­ jöfnuður hefur verið jákvæður á síðustu árum en var mjög neikvæður árin á undan. Skv. Peningamálum Seðlabankans hefur raungengi ekki verið jafnlágt síðustu þrjátíu árin, hvort sem miðað er við neysluverð eða laun. Það hefur stuðlað að jákvæðum viðskiptajöfnuði. Árið 2006 var viðskipahallinn 24,3% af VLF, en 15,9% árið 2007 og 24,6% árið 2008. Síðan hefur hann verið jákvæður þegar undanskilin eru þrotabú föllnu bankanna.3 Spáð er að viðskipta­ afgangurinn verði 3,1% af VLF árið 2013. Breytingin er sú að Íslendingar eru hættir að lifa um efni fram og greiða niður erlendar skuldir sínar. Þetta eru m.a. skuldir ýmissa sveitarfélaga, orku­ veitna og nýja Landsbankans. Í töfl unni sést að innflutningur hefur minnkað og útflutningur aukist, einkum þjónustu­ útflutningur sem er að miklu leyti ferðaþjónusta. Þjóðarútgjöld eru 20% lægri árið 2012 en árið 2005 á meðan VLF er tæplega 5% meiri. Í þriðja lagi má nefna að saman burður­ inn við uppsveifluárin 2006­2008 gerir fólki erfitt fyrir að meta þann árangur sem náðst hefur. Ástæðan er sú að lífskjör þessi árin voru betri en hagkerfi okkar getur staðið undir og byggðust að miklu leyti Gylfi Zoega prófessor Mynd: Verg landsframleiðsla á þriðja ársfjórðungi 1997-2013 Milljarðar króna, fast verðlag ársins 2005. Notaður 3. fjórðungur hvers árs. Heimild: Hagstofa Íslands Stjórnmálamenn og álitsgjafar halda flestir áfram að mála skrattann á vegginn þó að hagtölur segi að kreppan sé búin. Hvað skýrir þessa mismunandi upplifun?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.