Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 25

Þjóðlíf - 01.06.1987, Side 25
E R L E N T Tilboð á tilboð ofan Sögulegt afvopnunarsamkomulag þó ekki í augsýn ^ÍÐASTLIÐNA 15 mánuði hafa alls komið /arn tæp 30 formleg afvopnunartilboð frá st°rbatsjof Sovétleiðtoga. Vesturveldin anda í ströngu, ruglingsleg viðbrögð og samhljóða yfirlýsingar hafa komið fram (.nnan NATO. Framtíð öryggismála í V-Evr- VPU hefur verið í brennidepli undanfarnar ur og náðu hámarki á fundi utanríkisráð- Atlantshafsbandalagsins hér í Reykja- ' JyrÍr notckrurn dögum. Menn hefur greint á um eiginlegan tilgang m^batsjofs en hitt er fullljóst að hann hefur ag siendurteknum hætti átt frumkvæðið t nýjum tillögum og margsinnis slegið af virt* ^rö^um °8 fallið frá skilyrðum sem a/ Ust áöur standa í vegi fyrir hugsanlegu npnunarsamkomulagi. sö lkLUritið Time greindi nýlega frá sögu- funH Pess e^nis ^orbatsjof hefði gengið á .. æöstu hershöfðingja í sovéska valda- lnu nokkrum vikum eftir að hann tók. við völdum og spurt einfaldrar spurningar: Af hverju eru SS-20 meðaldrægu eldflaug- arnar nauðsynlegar í vopnabúri okkar í Evr- ópu? Það var ákvörðun Stjórnarnefnd- arinnar, svöruðu hershöfðingjarnir. Veit ég það, sagði Gorbatsjof, en hver er herfræði- leg nauðsyn á staðsetningu þeirra? Fátt varð um svör. Samkvæmt þessu á Gorbatsjof ekki aðeins að hafa komist að þeirri niður- stöðu að tilgangur hinna umdeildu SS-20 flauga væri enginn heldur og að tilvist þeirra væri beinlínis hættuleg vegna þess að NATÓ-ríkin ákváðu 1979 að leyfa staðsetn- ingu bandarískra Pershing II flauga og Tomahawk stýriflauga í fimm Evrópuríkjum til að mæta meintum yfirburðum Sovét- manna vegna SS-20 flauganna. Henry Kissinger hefur þó bent á að sú ákvörðun hafi eingöngu verið póltitísk, þ.e. beinst að því marki að tengja kjarnorkuvið- búnað V-Evrópu kjarnorkuviðbúnaði Bandaríkjanna, en frá herfræðilegu sjónar- miði var engin sérstök þörf á staðsetningu bandarísku landeldflauganna í Evrópuríkj- unum. En upp frá þessu hefur tillöguregnið geng- ið yfir frá Sovétmönnum og nú þykjast hern- aðarsérfræðingar og aðrir þeir sem með al- þjóðamálunum fylgjast sjá sögulegt sam- komulag um upprætingu Evrópuflauganna innan seilingar. Hin svokallaða núll-núll lausn þýðir að samið yrði um útrýmingu meðaldrægra flauga og skammdrægra flauga í Evrópu. Eftir stendur þó gífurlegur kjarn- orkuvígbúnaður í Evrópu og í hafinu, V- Evrópuríkin hyggjast jafnvel auka samstarf sín í milli á sviði varnarmála sem gæti þýtt fjölgun kjarnorkuvopna þessara ríkja. Á fundi varnarmálaráðherra NATO í Noregi í síðasta mánuði setti Caspar Weinberger fram þá skoðun sína að samfara afvopnun- arsamkomulagi ýrði kjarnaflaugum í kafbát- um og flugvélum á N-Atlantshafi fjölgað. Uppræting kjarnorkuflauga stórveldanna í Asíu hefur blandast þessu og er ekki í aug- sýn neitt samkomulag sem gæti tekið til þeirra. Gorbatsjof er talinn vilja ná sam- komulagi um tvöföldu núll-lausnina, Banda- ríkjamenn hafa orðið æ óþolinmóðari á síð- ustu vikum vegna þess hve treg V-Evrópu- ríkin, og þá sér í lagi V-Þjóðverjar, eru á að fallast á samkomulag stórveldanna. Reagan 25

x

Þjóðlíf

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.