Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 70

Þjóðlíf - 01.08.1987, Blaðsíða 70
ÍÞRÓTTIR SIGURÐUR MAR HALLDORSSON • Hvernig bregst Sigfried Held viö eftir austur-þýsku martrööina? Metnaður og hugarfar Ráöa mestu um úrslit ÞRÍR MÁNUÐIR milli tveggja knattspyrnu- leikja er langur tími. En þann tíma og ríflega þaö hafa íslensku landsliðsmennimir og Sig- fried Held landsliösþjálfari haft til að jafna sig eftir skellinn gegn Austur-Þjóðverjum á Laugardalsvellinum þann 3. júní. Næsti leikur í Evrópukeppninni er gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum þann 9. september og eft- ir honum bíða margir spenntir. Ekki aðeins eftir úrslitunum, heldur eftir öllum aðdragandanum. Hvernig bregst Sig- frield Held við eftir austur-þýsku martröðina? Stokkar hann íslenska landsliðið upp frá grunni eða teflir hann fram óbreyttu liði og leikaðferð? Mikið vatn getur runnið til sjávar á þremur mánuðum. Utanaðkomandi aðstæður geta hæglega breytt miklu um landsliðsvalið, meiðsli, form, hugarfar - þannig að erfitt er að setja upp heildarmynd af þeim möguleikum sem fyrir hendi eru fyrren síðustu 2-3 vikumar fyrir leikinn. En það er mikið í húfi. Núll sex tap á heima- velli er hrikalegt áfall fyrir hvaða knattspymu- lið sem er, ekki síst fyrir íslenska landsliðið sem hefur verið að stighækka í áliti innan knatt- spyrnuheimsins undanfarin ár. Svona ófarir setja okkur á ný á bckk með lægst settu þjóð- um Evrópu, Möltu, Kýpur og Luxemburg en þeim flokki tilheyrði ísland til skamms tíma. LEIKIRNIR VIÐ Noreg, sá seinni fer fram ytra 23. september, ráða því miklu um framtíð íslenskrar knattspyrnu. Heiður hennar er í húfi og eftir ósigurinn gegn Austur-Þýskalandi er ljóst að eina takmarkið sem ísland á eftir í þessari Evrópukeppni er að hafna ekki í neðsta sæti riðilsins. Vissulega var bjartsýni að ætla sér ofar en í næstneðsta sætið í upphafi en jafnteflin við Frakkland og Sovétríkin í byrjun glæddu vonir margra um að ísland gæti hafnað í þriðja sætinu í þessum sterka riðli. Gleymum því ekki að Norðmenn hafa verið í mikilli sókn undanfarin ár. Undanfama mánuði hafa þeir reyndar átt í miklum erfið- leikum með að skora mörk, en landslið þeirra er byggt upp á keimlíkan hátt og það íslenska, á atvinnumönnum sem leika á meginlandi Evrópu. Til skamms tíma vom þeir í miklum minnihluta í norska landsliðinu en það hefur breyst. Norðmenn hafa unnið frækna sigra síðustu tvö árin, m.a. sigmðu þeir ítali °í Argentínumenn í vináttulandsleikjum, og 1 síðustu Evrópukeppni unnu þeir Júgóslavao? gerðu jafntefli í Búlgaríu. Nú, og í fyrsta leiK sínum í þessari keppni voru þeir óheppnir að sigra ekki Austur-Þjóðverja, sem gátu þakkað æðri máttarvöldum fyrir að sleppa með 0-0 jafntefli frá Noregi. Sigur Norðmanna a Frökkum þann 16. júni sl. setur síðan ena frekari pressu á íslenska liðið, það þarf nú þrJu stig útúr leikjunum tveimur við Noreg til að geta forðast botnsætið. En íslenskir knattspymumenn hafa ákveðia | lykilatriði framyfír norska. Það em viljina- metnaðurinn og baráttugleðin - atriði sem haÞ gert okkar leikmenn eftirsótta á meginlanú Evrópu undanfarin ár. “Erlendu félögin vl,;11 hvað þau fá þegar þau falast eftir íslendingua1 - þau fá leikmenn sem leggja sig hundrac prósent fram, eru ósérhlífnir og metnaðarful ir,“ sagði íslenskur knattspymumaður sen1 þekkir víða til við mig nýlega. Hann hefur h'ka kynnst því af eigin raun að Norðmenn eru eh tilbúnir til að leggja jafn mikið á sig og 1 ^ lendingar þegar knattspyma er annars vegar fljótari að gefa eftir og finna afsakanir. Norðmenn hafa hinsvegar framyfir ou ’ _ mun meiri breidd - fleiri leikmenn á alþj°ð*L' um mælikvarða. Ekki endilega betri leikmeu 7«
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.