Víkurfréttir


Víkurfréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 08.04.2010, Blaðsíða 14
AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 14. TÖLUBLAÐ I 31. ÁRGANGUR14 Nanna Bryndís Hilm-arsdóttir, söngkona úr Garðinum, og hljómsveitin Of monsters and Men urðu sigurvegarar Músiktilrauna 2010 á laugardagskvöld. Samkvæmt Morgunblaðinu fær hljómsveitin, sem er að- eins tveggja vikna gömul, mikið hrós ekki síst söng- ur og lög Nönnu Bryndís- ar. Það kemur ekki á óvart þar sem Nanna Bryndís var ung að árum þegar söng- ur hennar og tónlistar- hæfileikar vöktu athygli. Í fréttinni kemur fram að þau vonist til að geta nýtt sér sigurinn til að vekja á sér talsverða athygli og að framundan sé að spila meira og semja meira og að stefnt sé að plötuútgáfu. ✝ Vilhjálmur Hálfdánarson, Klapparstíg 1, Njarðvík, lést á Landspítalanum við Hringbraut, mánudaginn 29. mars. Útförin fer fram frá Ytri-Njarðvíkurkirkju, föstudaginn 9. apríl kl. 14:00. Bára Jónsdóttir, Arnar Vilhjálmsson, Hjördís Elísabet Vilhjálmsdóttir, Vilhjálmur Árni Kjartansson, Fannar Vilhjálmsson, Andrea Lind Vilhjálmsdóttir, Hálfdán Þorgrímsson, Hjördís Vilhjálmsdóttir, Jón Jóhannsson, Jóhanna Tyrfingsdóttir, systkini og makar. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir, afi, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, Kæru aðstandendur og vinir. Okkar innilegustu þakkir fyrir kærleik og stuðning vegna fráfalls og útfarar elskulegs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Grétars Árnasonar, Hafnargötu 50, Keflavík. Þórdís Herbertsdóttir, Sigrún Berglind Grétarsdóttir, Linda Þóra Grétarsdóttir, Joel Kristinsson, Anna Steinarsdóttir, barnabörn og aðrir aðstandendur. Fy rir nok k r um ár um síðan var ég að veiða í uppáhaldsánni minni. Fyrsta morguninn átti ég góða stund við árbakkann, veiddi vel og sá fullt af fiski. Í hádeginu gaf ég mér góðan tíma til að tala við manninn sem átti að vera á svæðinu mínu seinni partinn og segja honum frá því hvar fisk var að finna svo hann myndi nú örugglega veiða eitthvað líka. Eftir að hafa hlustað á mig lýsa dásemdum svæðisins og fiskmagni dæsti hann mæðulega og sagði svo: Þú ert örugglega búinn að veiða þá alla! Þessi saga rifjaðist upp fyrir mér þegar ég sá fyrirsögnina „Algert svartnætti á Suðurnesjum“ í þarsíðasta tölublaði Víkur- frétta. Líkt og í sögunni hér að ofan er hægt að velja hvernig maður túlkar það sem maður sér og heyrir. Enginn efast um að Íslend- ingar eru að ganga í gegnum erfiðleikatímabil og að Suður- nesjamenn hafa fengið sinn skerf af því. Það er hins vegar alger óþarfi að mála allt í svört- um litum og gefa til dæmis þá mynd af atvinnulausum að þeir leiti sér almennt ekki ráðgjafar líkt og gert er inn í blaðinu þar sem fyrirsögninni góðu er fylgt eftir með nán- ari umfjöllun. Hér er verið að alhæfa með ósanngjörnum hætti. Undirritaður hefur til dæmis á síðustu sex mánuðum persónulega komið að málefn- um um það bil 50 einstaklinga sem misst hafa atvinnu sína í kreppunni. Sameiginlegt með þeim öllum er að þeir hafa ein- sett sér að koma sér í vinnu svo fljótt sem auðið er og vinna að því markmiði á hverjum degi. Allur þessi hópur er kominn í nám, eða er að styrkja sig með einhverjum hætti sem gerir þau samkeppnishæfari á vinnumarkaði. Ég er alls ekki að gera lítið úr því að við sem hér búum og störfum erum að glíma við stór verkefni og sennilega þau erfiðustu frá tímum síð- ari heimsstyrjaldar. Þau erum við að leysa í sameiningu þótt það taki tíma. Þar eru margir að leggja hönd á plóginn. Til dæmis er það rangt sem vitn- að er í í umfjöllun Víkurfrétta að sprotahugmyndir séu nær engar og gefið í skyn að hér sé ekkert að gerast vegna þess að allir séu að bíða eftir því að stór verkefni eins og virkjanir og gagnaver komist á kopp- inn. Máli mínu til stuðnings vil ég leyfa mér að nefna að í tölublaðinu með neikvæðu fyrirsögninni er einnig sagt frá kræklingarækt í Vogunum sem lofar góðu, góðum afla- brögðum í Sandgerði og hót- elbyggingu við Leifsstöð, allt eru þetta sprotaverkefni hvert með sínum hætti. Ég ætla í lokin að leyfa mér að leggja til að við temjum okkur að líta á kreppuna og afleið- ingar hennar sem verkefni sem við munum leysa, og að við styðjum hvort annað í að leita uppi tækifærin frekar en að festast í því að líta neikvætt til framtíðar. Það er nóg af fiski eftir í ánni, við þurfum bara að upphugsa leiðir til að landa honum. Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur á Fræðslu- skrifstofu Reykjanesbæjar. Þú ert örugglega búinn að veiða þá alla! n Gylfi Jón Gylfason, yfirsálfræðingur á Fræðsluskrifstofu Reykjanesbæjar:Sigurvegari Músiktilrauna úr Garði Prjónakvöld á Kaffitári Okkar fjölmenna prjónakvöld verður næst 13. apríl frá kl. 20:00 - 22:00. Prjónakvöldin hafa fengið góðar undirtektir og eru konur ekkert endilega að prjóna heldur bara að hittast og njóta góðs félagsskapar og deila góðum og skemmtilegum hugmyndum með hvor annarri og að sjálfsögðu drekka ljúffengt kaffi og njóta veitinga á tilboði. Ellefu konur og einn karl opna myndlist- arsýningu í sal Listasmiðj- unnar að Ásbrú nk. laug- ardag, 11. apríl kl. 14:00 Sýningin er afrakstur eftir 30 tíma námskeiðs á vegum Myndlistarfélags Reykjanes- bæjar. Allir eru velkomnir. Sýning að Ásbrú

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.