Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 16.02.2012, Blaðsíða 20
20 FIMMTUdagUrInn 16. FEBrúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Á laugardaginn munu íbúar Reykjanesbæjar sjálfsagt fjölmenna í Laugardalshöllina enda leika bæði karlalið Kefla­ víkur og kvennalið Njarðvíkur til úrslita í Powerade­bikarnum í körfubolta. Þetta eru jafnan stærstu leikir ársins í körfubolt­ anum og ljóst að körfuboltaaðdá­ endur bíða með óþreyju eftir því að mæta í Höllina frægu og styðja sitt lið til sigurs. Víkurfréttir tóku leikmenn og þjálfara liðanna tali og hér á eftir má sjá viðtöl og spár frá fólki sem lifir og hrærist í bolt­ anum. Fjörið hefst klukkan 13:30 með leik Njarðvíkur og Snæfells en strákarnir hefja leik klukkan 16:00. Ef við förum yfir sögu þessara liða í bikarúrslitum þá kemur margt skemmtilegt í ljós. Karlalið Keflavíkur hefur unnið 5 sinnum (1993, ‘94, ‘97, 2003, ‘04) en 9 sinnum hafa þeir leik- ið til úrslita og verður þetta því tíunda ferð Keflvíkinga í Höllina um helgina. Fyrst léku Keflvík- ingar til úrslita árið 1990 en þá töpuðu þeir gegn Njarðvíkingum. Sigurður Ingimundarson þjálf- ari Keflvíkinga hefur tvisvar sigr- að sem þjálfari karlaliðsins, árið 1997 og 2003. Keflvíkingar hafa 17 sinnum fagnað bikarmeistaratitli í bæði karla- og kvennaflokki en aðeins KR hefur sigrað oftar, eða 20 sinnum. Njarðvíkingar komust síðast í Höll- ina árið 2002 í kvennaflokki en töpuðu gegn KR eftir framlengd- an leik. Njarðvíkingar hafa þrisvar komist í úrslitaleikinn en ekki tekist að sigra enn. Njarðvík hefur 8 sinn- um orðið bikarmeistari í karlaflokki en kvennaboltinn á eftir að næla í titilinn eins og áður sagði. Kannski er stund þeirra runnin upp. vf.is Magnús Gunnarsson hefur farið í Laugardals­höll í fjögur skipti og er hann reynslumestur í liði Keflvíkinga þegar kemur að því að spila leiki á stóra sviðinu. Keflvíkingar hafa sigrað Tindastól tvívegis nokkuð örugglega á tímabilinu en Magnús segir að leikurinn á laugardaginn muni ekki ráðast af því eða á hæfileik- unum einum saman. „Þetta er bara 50/50 leikur og hann mun ekki ráðast af getu eða hæfileikum. Það verð- ur bara krafturinn og ákveðnin sem gildir í svona leik,“ segir Magnús sem hefur farið fjórum sinnum í Höllina og tvisvar hefur hann lyft bikarnum á loft. Hvernig líst þér á lið Tindastóls? „Það er bara gaman að nýtt lið sé að komast í Höllina og þeir eru greinilega með hörku lið fyrst þeir eru komnir í úrslit. Það verður gaman að berjast við þá.“ Áhorfendur taka þessu oft sem sjálfsögðum hlut „Þetta er skemmtilegasti leikur sem hægt er að kom- ast í og tilfinningin sem ríkir í svona leikjum er bara mögnuð. Það eru margir, og þá sérstaklega áhorfendur sem taka því sem sjálfsögðum hlut að komast í bikarúr- slitin en ef maður hugsar aðeins út í þetta þá er kannski 15% leikmanna sem eru að stunda körfubolta sem kemst í svona leik á ferlinum. Þannig að maður á að nýta tækifærið sem best og njóta augnabliksins,“ segir fyrirliði Keflvíkinga. Biðin hefur verið löng hjá Keflvíkingum en Magnús segist búinn að vera að bíða lengur en þessi 6 ár sem eru liðin frá síðustu heimsókn í Laugardalinn. „Ég er eiginlega búinn að bíða síðan 2005, en ég var svo lélegur í þeim leik. Þannig að ég bíð spenntur og er fyrir löngu farinn að hugsa um þennan leik.“ Magnús er einn af fáum reynsluboltum í Keflavíkurlið- inu og hann mun miðla af reynslu sinni til ungu leik- mannanna í liðinu. „Þeir eiga að njóta augnabliksins. Þetta er bara körfubolti eins og hann er spilaður alls staðar í heiminum. Það er í lagi að vera smá stressaður, en ekki um of,“ segir Magnús og bætir því við að hann geti nú kennt ungu strákunum eitt og annað. Hann seg- ir útlendingana ekki alveg gera sér grein fyrir því hvað þeir séu að fara út í en vikan fram að leik er notuð í það að undirbúa þá og ungu strákana undir stóra leikinn. „Ég ætla nú bara rétt að vona að keflvískir áhorfendur láti sjá sig á laugardaginn. Það eru liðin 6 ár frá því að við vorum í Höllinni og margir hafa tekið stóru titl- unum sem sjálfsögðum hlut, en það er bara ekki þannig og við verðum að nýta þetta tækifæri því það gefst ekki á hverju ári,“ segir Magnús en hann hefur fregnir af því að fólk muni fjölmenna á leikinn frá Sauðárkróki og að bænum verði hreinlega lokað á meðan leikurinn fer fram. „Fólk getur horft á leikinn í endursýningu en ekki horfa á hann í sjónvarpinu,“ sagði skyttan að lokum. „Margir hafa tekið stóru titlunum sem sjálfsögðum hlut“ Tvöföld bikargleði Keflavíkur sigrar: 1993: Keflavík 115-76 Snæfell 1994: Keflavík 100-97 Njarðvík 1997: Keflavík 77-66 KR 2003: Keflavík 95-71 Snæfell 2004: Keflavík 93-74 Njarðvík 2012: Keflavík-Tindastóll? Njarðvík Bikarleikir: 1983: KR 56-47 Njarðvík 1996: Keflavík 69-40 Njarðvík 2002: KR 81-74 (68-68) Njarðvík 2012: Snæfell - Njarðvík?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.