Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 33

Læknablaðið : fylgirit - 01.10.2010, Blaðsíða 33
XIX ÞING LYFLÆKNA FYLGIRIT 65 Tilfelli: 72ja ára karlmaður með fyrri sögu um háþrýsting og vinstri helftarlömun leitaði á bráðamóttöku Landspítala vegna dreifðra lið- og vöðvaverkja, stirðleika, þreytu og minnisleysis. Við skoðirn bar á rugli, smáliðir handa voru bólgnir og greinilega eymsli í nærvöðvum efri og neðri útlima. Blóðprufur við innlögn sýndu hækkað S-CRP (140 mg/L) án merkja um sýkingar og gigtarpróf reyndust eðlileg. Daginn eftir komu var mælt S-jóniserað Ca2+ og reyndist það hækkað (1,53 mmol/L) líkt og S-PTH (215 ng/L). Ekki var með vissu hægt að sjá stækkun á kalkkirtlum við ómskoðun á hálsi og var því gert kalkkirtlaskann. Þar sást aukin upptaka í fremri hluta miðmætis sem á tölvusneiðmyndum reyndist 1,5 cm fyrirferð í hæð við neðanverðan ósæðarboga. Akveðið var að fjarlægja fyrirferðina með skurðaðgerð og varð að opna efri hluta bringubeins til að komast að æxlinu. Hann var útskrifaður 2 dögum eftir aðgerð með eðlilegt S-jóniserað Ca2+. Þremur vikum síðar voru liðeinkenni horfin og vitsmunageta eðlileg. Rúmu ári frá aðgerð er hann einkennalaus og með eðlileg blóðpróf. Umræða: Einkenni kalkvakaóhófs eru fjölbreytt eins og sást í þessu tilfelli þar sem lið- og vöðvaeinkenni voru mest áberandi. Sjaldgæft er að stækkaðir kalkkirtlar finnist í brjóstholi. Sjúkdóminn er hægt að lækna með skurðaðgerð. V063 Clostridium difficile sýkingar á Landspítala 1998-2008 Rúnar Bragi Kvaran’, Elsa Björk Valsdóttir2, Helgi Kjartan Sigurðsson2, Magnús Gottfreðsson3 ‘Læknadeild Háskóla íslands, 2skurðlækningasviði, 3smitsjúkdómadeild Landspítala Inngangur: Tíðni og alvarleiki ristilbólgu af völdum C. difficile hefur vaxið á Vesturlöndum síðustu ár með tilkomu meinvirkari stofna. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna faraldsfræði og alvarleika ristilbólgu af völdum C. difficile á LSH og meta hvort meinvirkni sýkingarinnar hafi aukist á íslandi líkt og víða á Vesturlöndum. Efniviður og aðferðir: Sýkingar með C. difficite á LSH árin 1998-2008 voru fundnar með því að finna jákvæð eiturefnapróf í hægðasýnum úr gagnagrunni sýklafræðideildar LSH. Úrtak klínískra upplýsinga um sjúklinga, sem greindust í janúar og júní hvert ár á rannsóknartímabilinu, var skoðað sérstaklega. Alls voru það 237 sýkingar. Niðurstöður: Á 11 ára tímabili reyndist 1.861 sýni af 11.968 (16%) jákvætt fyrir C. difficile og einstakar sýkingar voru 1.492. Heildarnýgengi sýkingar var 29% hærra í lok en upphafi tímabilsins og var að meðaltali hæst í aldurshópnum >80 ára þar sem það var 387 tilfelli á hverja 100.000 íbúa íslands í þeim aldurshópi hvert ár. Fjöldi sýkinga á hverjar 1.000 innlagnir jókst um 71% og fjöldi sýkinga á hverja 10.000 legudaga jókst um 102%. 92% sýkinga tengdust heilbrigðisþjónustu og 47% sýkinganna flokkuðust sem spítalasýkingar. Meirihluti sjúklinga tók sýklalyf innan þriggja mánaða fyrir sýkingu og algengasta einkenni sýkingar var niðurgangur. Yfirgnæfandi meirihluti (93%) þeirra sem nægar upplýsingar fundust um náðu bata eftir eina sýklalyfjameðferð og enginn gekkst undir aðgerð. Ályktanir: Sýkingar með C. difficile voru fleiri árið 2008 á LSH en árið 1998. Innsendum sýnum fjölgaði hins vegar stöðugt og meira en sýkingum. Fáir sýkjast án þess að hafa einn eða fleiri þekktra áhættuþátta. Flestum dugði stök meðferð með metrónídazóli til þess að uppræta sýkingu. Meinvirkni C. difficile virðist ekki hafa aukist hér á landi. V064 Hjartaþelsbólga á íslandi 2000-2009 Elín Björk Tryggvadóttir', Uggi Þórður Agnarsson2, Jón Þór Sverrisson3, Sigurður B. Þorsteinsson4, Jón Vilberg Högnason2, Guðmundur Þorgeirsson1-2 'Læknadeild Háskóla íslands, 2Hjartadeild og 4deild lyfjamála, Landspítala, 3lyflækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri Inngangur: Hjartaþelsbólga (IE - infective endocarditis) er sýking í hjartaþeli. Sjúkdómurinn er sjaldgæfur en alvarlegur og leiðir til langvarandi veikinda og/eða dauða. Erlendar rannsóknir sýna töluverðar breytingar á sjúkdómsmynd IE á síðustu áratugum. Markmið rannsóknarinnar er að meta faraldsfræði IE hér á landi m.t.t. nýgengis, orsaka og afdrifa. Einnig að kanna hvort breytingar hafi orðið á sjúkdómsmyndinni frá árunum 1976 -85 þegar faraldsfæði IE var síðast metin hér á landi. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra sjúklinga sem greindust með IE á Islandi árin 2000 - 2009. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og við mat á gæðum greiningar var stuðst við Dukes greiningarskilmerkin. Niðurstöður: Nýgengi IE reyndist 2,9/100 þúsund íbúa/ári. Meðalaldur var 58 ár (bil 1,3 - 91 árs) og karlar í meirihluta (71%). Flestar sýkingar (90%) urðu í lokum vinstri hluta hjartans og í 19 tilfellum var sýking í gerviloku (22%). Algengustu orsakavaldar voru streptókokkar (31%), stafýlókokkar (24%) og enterókokkar (17%) en í 9 tilfellum var blóðræktun neikvæð (10%). Gripið var til lokuaðgerðar í 16 tilfellum (20%). Tíu sjúklingar létust í legu (12%) og hjá þrem þeirra greindist IE fyrst við krufningu. Ályktanir: Nýgengi IE er lágt hér á landi samanborið við erlendar rannsóknir en virðist svipað og á árunum 1976-85. Hlutfall sprautufíkla er töluvert aukið og hærra hlutfall sjúklinga reyndist hafa gerviloku nú en áður. Bakteríuflóran hefur lítið breyst, streptókokkasýkingar voru algengastar gagnstætt því sem sést víða erlendis þar sem S. aureus er orðinn megin orsakavaldur. Lokuaðgerð er sjaldnar beitt hér en víða erlendis en virðist þó heldur algengari en áður. Dánartíðni samanborin við fyrra tímabil og erlendar upplýsingar er fremur lág. V065 Notkun aðferða kerfislíffræði til að spá fyrir um ný lyfjamörk gegn P. aeruginosa í klösum Gunnar Sigurðsson1, Ines Thiele2 ‘Læknadeild, 2rannsóknarsetri í kerfislíffræði, Háskóla íslands Inngangur: Sýklalyfjaónæmi er hratt vaxandi vandamál í heilbrigðiskerfinu. Bakteríur sem vaxa í klösum eru taldar gegna mikil- vægu hlutverki í aðlögunarhæfni baktería og þróun ónæmra stofna. Með aðferðum kerfislíffræðinnar má líkja eftir vexti og efnaskiptum baktería hvort sem þær eru í klösum eða stakar og nota niðurstöðurnar til að finna líkleg lyfjamörk. Efniviður og aðferðir: í þessari rannsókn var notast við efnaskiptalíkan af Pseudomonas aeruginosa (PA) og in silico vöxtur bakteríunnar rannsakaður með því að nota skilyrta-eftirmyndun. Einkum voru könnuð áhrif genaeyðingar á vöxt baktería bæði í klösum og stakra. Niðurstöður: 26 gen fundust sem stöðva vöxt PA undir öllum kringumstæðum og hafa enga samsvörun í genamengi manna. Engin gen fundust sem stöðva sértækt fyrir klasa vöxt en hins vegar mörg gen sem hægja á vextinum. Einnig var prófað að eyða tveimur genum í einu og með því fundust 17 genasamsetningar úr 21 geni sem stöðvuðu vöxt PA og voru niðurstöðurnar mismunandi fyrir klasa og stakan vöxt PA. I nokkrum tilvikum var unnt að útskýra mismuninn með ætinu sem var notað til að líkja eftir mismunandi aðstæðum, einnig var LÆKNAblaðið 2010/96 33

x

Læknablaðið : fylgirit

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið : fylgirit
https://timarit.is/publication/991

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.