Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.2008, Side 9
DV Fréttir mánudagur 23. júní 2008 9 „Þetta var ekkert auðvelt. Þetta tek- ur á. Maður var þarna bara í verk- efni sem maður vildi leysa og vann það. Við vorum þrjú þarna og unn- um ofsalega vel saman,“ segir Ingi- björg Broddadóttir, fulltrúi félags- og tryggingamálaráðuneytisins sem er nýkominn heim eftir að hafa heimsótt Al Waleed-flóttamanna- búðirnar í Írak. Þangað fór hún ásamt þeim Hauki Gunnarssyni og Atla Viðari Thorsteinsen. Voru þau skipuð frá flóttamannanefnd og Út- lendingastofnun. Nefndin ræddi þar við fjölskyld- ur sem fyrirhugað er að bjóða hæli hér á landi en Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafði áður fjallað um aðstæður þessara ein- staklinga og veitt þeim stöðu flótta- manna. Tíu konur, 19 börn Á fundi flóttamannanefndar 13. júní síðastliðinn gerði sendinefnd- in grein fyrir ferð sinni til Al Waleed og lagði fyrir nefndina tillögur sínar um hvaða einstaklingum skuli boð- ið hæli hér á landi. Flóttamannanefnd samþykkti tillögur nefndarinnar og hafa þær nú verið staðfestar af félags- og tryggingamálaráðherra og utanrík- isráðherra. Samkvæmt því verður átta fjölskyldum boðið hæli hér á landi, samtals 29 manns. Þetta eru tíu konur, flestar einstæðar mæð- ur, og 19 börn. Mögulegt er að ein þessara fjölskyldna, kona með þrjú börn, sjái sér ekki fært að taka boði um hæli hér á landi en það skýrist á næstunni. „Aðstæður þarna eru engan veginn ýktar, þetta er svona. Þetta er ekki stórt svæði, það er einn lítill fótboltavöllur þarna samt. Þetta er um hálfur ferkílómetri þar sem sautján hundruð manns eru. Þarna býr bara ein fjölskylda í einu tjaldi og við minnsta rok fyllist allt af sandi.“ Engu líkt „Við ræddum við fjölskyldur sem flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna var búin að velja fyrir okk- ur í viðtal með hliðsjón af því að við erum að taka á móti hópum sem eru skilgreindar konur í áhættu,“ segir Ingibjörg og bætir við að flóttakon- urnar hafi vitað mismikið um land og þjóð. „Þær höfðu reynt að afla sér upp- lýsinga um land og þjóð. Þær vissu af komu okkar, sumar vissu að Ís- land væri eitt af Norðurlöndunum en þær þekktu landið misvel. En all- ar reiðubúnar að kynnast því eins vel og þær hafa haft möguleika á í þessum aðstæðum. Ég hef áður tekið viðtöl við flótta- fólk en ég hef aldrei farið inn í svona búðir áður. Ég fór til Júgóslavíu og manni fannst sárt að sjá aðstæður fólks þar en þetta var engu líkt sem ég hef séð áður.“ bEnEdikT bóas hinriksson blaðamaður skrifar: benni@dv.is „Sumar vissu að Ísland væri eitt af Norðurlöndunum en þær þekktu landið misvel. En allar reiðu- búnar að kynnast því eins vel og þær hafa haft möguleika á í þessum aðstæðum.“ AðstæðurnAr eru engu líkA Ömurlegar aðstæður myndir sem sendinefndin tók ytra lýsa aðstæðum vel. setti sig í spor flóttamanna angelina jolie heimsótti al Waleed- flóttamannabúðirnar. Flóttakonurnar sem eru væntanlegar til Akraness byrjuðu að afla sér upplýsinga um land og þjóð þegar þær fréttu að þær gætu fengið hæli hér. ingibjörg broddadóttir hefur áður komið í flóttamannabúðir en aldrei í neinar búðir sem komast í líkingu við Al Waleed-flóttamannabúðirnar þar sem konurnar og börn þeirra hafast við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.