Fréttatíminn


Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 42

Fréttatíminn - 24.04.2015, Síða 42
42 matur & vín Helgin 24.-26. apríl 2015 16. Cartagena Kólumbía Sannkallaður fjársjóður í Suður-Ameríku með ferskan götumat. Ávextir, ceviche og rækjukokteilar eru áberandi. 15. Rio de Janeiro Brasilía Það þykir dýrt að borða í Brasilíu en götumaturinn er vel viðráðanlegur. Vinsælast er pão de queijo, steiktar ostabollur sem þykja lostæti. Þá er ekki ónýtt að fá sér kebab og skola honum niður með acai-þeytingi. 14. Istanbul Tyrkland Þarna færðu sennilegast besta kebab í heimi en mesta upplifunin er að prófa balik ekmek-samlokuna. Í þeim eru grænmeti, laukur og sítrónusafi sett yfir grillað makríl-flak. 13. Reykjavík Ísland Í umfjöllun Thrillist segir að Ísland sé ekki þekkt fyrir að vera mekka götumatar en eitt leynivopn hafi skilað landinu sæti á listann; Bæjarins bestu pylsur. Segir að nafnið útleggist sem bestu pylsur í heiminum. Frægt sé að allir Íslendingar hafi smakkað pylsurnar góðu en líka þekktir útlendingar á borð við Bill Clinton og Anthony Bourdain. 12. Portland, Oregon Bandaríkin Á milli 400-700 matarvagnar eru í borginni á hverjum degi og þykja borgar- búar hafa fært götumatar-menninguna upp á næsta stig í Bandaríkjunum. Segir í umfjöllun Thrillist að þessir vagnar séu eins og útungunarstöð fyrir nýja veitingastaði, svo spennandi séu þeir. Magnaður matur frá öllum heims- hornum. 11. Kingston Jamaíka Grillaður kjúklingur er áberandi en uxahalasúpa er líka algeng og eftir stífa rommdrykkju er nauðsynlegt að gæða sér á sætu brauði sem kallast festival. 10. London England Mikil vakning hefur verið í götumat þarna undanfarin ár og á sumrin er frábært úrval víða um borgina. Hvort sem það er taco, hamborgari eða asískur matur, þú finnur eitthvað við þitt hæfi. 9. Tókýó Japan Japanir eru að vísu ekki hrifnir af því að borða á ferðinni en selja í staðinn bjór í sjálfsölum. Þar um slóðir færðu hinar frábæru okoniyaki-pönnukökur sem þykja þær bestu í heimi. 8. Berlín Þýskalandi Við eigum Berlín- arbúum vinsældir kebabsins að þakka. Þarna færðu vitaskuld frábæran döner en það fer enginn til Þýskalands án þess að fá sér currywurst og bjór. 7. Shanghai Kína Magnaðir dumplingar standa hér upp úr en vert er að gefa gaum að hinum vinsælu laukpönnukökum, cong you bing. 6. Mumbaí Indland Það er erfitt að afþakka góða samósu, ekki síst þegar endalaust úrval er af þeim. Á Indlandi er líka frábært kebab, tandoori-kjúklingur og svo mætti áfram telja. 5. Marrakesh Marokkó Hér eru allir vinalegir og bjóða þér sniglasúpur, kjöt á teini, kartöflukökur og auðvitað tagine. 4. Saígon Víetnam Ljúffengar súpur, grillað kjöt og auðvitað þekktir réttir á borð við bánh mi, pho og com suon grillaðar svínakótilettur. 3. Mexíkóborg Mexíkó Sumum finnst mexíkóskur matur of einhæfur enda byggir hann voða mikið á sömu hráefnunum. En þegar þú heimsækir sjálft móðurskipið skiptir það engu máli. Þarna færðu bestu taco og churro í heimi. 2. Bangkok Taíland Það þarf varla að taka fram að þarna færðu besta pad thai í heimi en á götum Bangkok finnurðu fleira en steiktar núðlur. Til að mynda karrírétti, steikta önd og rækjur í öllum mögulegum út- gáfum. Úrvalið er endalaust. 1. Singapúr Singapúr Stjórnvöld passa upp á að götusalar fylgi heilbrigðisreglum svo þetta er sennilega öruggasti staðurinn í heiminum til að graðga í sig götumat. Þar fyrir utan þykir úrvalið einstakt; dumplingar og fiski- og kjötréttir af bestu gerð. Reykjavík meðal bestu götumatar-borga Þegar ferðast er um heiminn er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að besta matinn er ekki endilega að finna á flottustu og dýrustu veitingastöðunum. Götumatur veitir besta innsýn í líf og menningu innfæddra og á básum viðkomandi borgar er hægt að gera hverja uppgötvunina á fætur annarri fyrir brot af því sem þú myndir borga fyrir máltíð þar sem þér er þjónað til borðs. Mikil vakning hefur verið í götumat í borgum Evrópu að undanförnu enda eru þar samankomin allra þjóða kvikindi. Vefsíðan Thrillist hefur tekið saman 16 bestu borgir heims eftir götumat og flestar þeirra eru í Asíu. Reykjavík kemst á listann – fyrir töfra Bæjarins bestu. Baileys-terta sími: 588 8998 rósaterta með Frönsku Banana-smjörkremi kökur og kruðerí að hætti jóa Fel Gulrótarterta Broskallar

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.