Franskir dagar - 01.07.1996, Blaðsíða 5

Franskir dagar - 01.07.1996, Blaðsíða 5
„Fransmenn á Fáskrúðsfirði-'. Þar segir frá því að þegar skip sigldu inn fjörðinn hafi bændur komið bráðlega á bátum sínum til að versla við frönsku fiskimennina. Kaupmenn- imir lágu heldur ekki á liði sínu, samkvæmt frásögn Marteins Þorsteinssonar: „Oft var hörð samkeppni milli hinna föstu verslana um viðskiptin við Fransmennina. Þegar sást til franskrar skútu úti á firðinum var ýtt á flot og róinn kappróður á móti henni til að - — T' *?. % ' ú • B • 1 c-,, / PPilÉjiffl ■ ' - Kaþólski spítalinn, þar sem nú er Grund, var mik- ill griðaslaður fyrir Frakkana. Tilkoma lians, og litlu kapellunnar í honum, var bylting í aðbúnaði og þjónustu við sjómennina. Lengst til hœgri á veröndinni má sjá má h'tinn forvitinn Fáskrúðs- firðing. tryggja viðskiptin. Hver verslun bjó sig jafn- an sem bezt hún gat að varningi undir við- skiptin við Fransmennina." Að sama skapi þurftu Frakkarnir að vera undir viðskiptin búnir. Segja má að skapast hafi viðskiptahefð í þessum efnum sem haf- in var yfir alla tungumálaerfiðleika. Þannig var setningin „Biskví for votaling" ekki óal- geng með tilheyrandi handapati þegar Fá- skrúðsfirðingar vildu fá franskt kex fyrir prjónuðu vettlingana sína. Fransmennimir sóttust fyrst og fremst eftir prjónlesi, vettlingum, sokkum og peys- um auk þess sem útgerðin keypti einnig kjöt, bæði af kálfum og kindum. Þá vom hænsni einnig eftirsótt. I stað þessa varnings seldu Fransmennimir m.a. færi, blý, króka, skon- rok og „margarine“, eins og Marteinn grein- ir frá, og ennfremur sóttust útvegsbændur stundum eftir salti sem skorti oft í verslunum á vorin. Auk þess vom frönsku brauðin, rauðvín og „koníak", eins og Fáskrúðsfirð- ingar kölluðu það, algeng skiptimynt. í bók Elínar Pálmadóttur, Fransí biskví, er m.a. vikið að „koníakinu". Þar er skýrt út að snapsarnir hjá Flöndrumnum hafi verið ó- dýrasta tegund af eau-de vie, brennt úr „gen- iévre“, ekki ólíkt genever en það var fram- leitt hjá þeim í geysimiklu magni alla 19. öldina. Hjá Bretónunum vom snapsamir ó- dýra, brennda áfengið (Cavin Ardent). „...sem var ekki aldeilis neitt koníak eins og íslendingarnir, sem stundum fengu saman- safnaðan skammtinn þeirra í skiptum fyrir prjónles, kölluðu það, heldur eplabrugg, unnið úr hratinu, sem eftir var neðst í ámun- um, eftir að eplamjöðurinn var gerður. Elín bætir við að þetta hafi verið ódýrasta, fáan- lega áfengið, kostaði ekki meira en venjulegt rauðvín. „Hvar hefðu þessir bláfátæku menn líka átt að fá eðaldrykk?" spyr hún. Sonur Marteins, Steinþór, rifjaði upp þriðju hliðina á viðskiptunum í samtali við greinarhöfund. Hann og strákamir á Búðum vom ungir að áram þegar þeir skynjuðu „hvernig kaupin gerast á Eyrinni". Að hans sögn vom þeir jafnvel um fermingu þegar þeir skiptu á „loup de ner for koníak“, eins og þeir sögðu, „steinbít fyrir koníak“. En það þurfti oftast enga sérstaka skiptimynt þegar bömin hittu hina vingjarnlegu sjó- menn. Þeir áttu það til að draga biskví innan úr klæðum sínum þegar þeir sáu björt og glaðlynd börnin á Búðum. Samskipti með ýmsum hætti Steinþór minnist einnig gamallar sögu sem sögð var af Guðmundi kaupmanni í Króki. Hann hafði vaknað við brölt neðan úr fjöru snemma morguns og sá þar hóp Frakka á ferð með fjórfætling í taumi úr eigu hans. Stefndu Fransararnir greinilega með skepn- una um borð í skip sitt. Guðmundur mun hafa snarast í brækur sínar og endurheimt gripinn um leið og hann kallaði: „Heyriði Fransmenn! Hvert ætliði að fara með kúna?“ „Jafnvel þótt sumir af sjómönnunum ættu það til að taka frjálsri hendi það sem lá á glámbekk verður ekki annað sagt en að þeir voru ákaflega hlýir í öllu viðmóti. En að sama skapi voru þeir afskiptalausir," segir Steinþór. Ekki vom þó allir í rónni yfir samskiptum franskra skútukarla og Fáskrúðsfirðinga. Jón Ólafsson. fæddur 1850, sonur séra Ólafs Indriðasonar á Kolfreyjustað minnist þess a.m.k. að þannig hafi verið um föður hans farið. í minningarbrotum Jóns, „Úr endur- minningum ævintýramanns" segir m.a.: „Föður mínum var illa við dugguferðir sókn- arbarna. Sérstaklega vítti hann hart duggu- ferðir kvenfólks. Sjálfur fór hann aldrei út í fiskiskip nema í brýnum erindum.“ Jón tek- ur þó skýrt fram að faðir hans hafi oft þegið heimboð inn á herskip og hafi hann gjaman endurgoldið þau. Jón minnist á tungumálaörðugleika. „Frakkar og Islendingar höfðu búið sér til mál fyrir sig, „flandramál". Það var að vísu ekki alveg óreglubundið mál, en blendingur úr ýmsum tungum, hollensku, ensku, frönsku og íslensku, og hygg ég að meira en helmingur orðaforðans væri úr hollensku og ensku - eðlileg afleiðing þess að Bretar og Hollendingar höfðu fiskað hér við land öld- um saman áður en Frakkar fóru að fiska hér og útrýmdu hinum.“ Líklega var Jón Finn- bogason kunnastur þeirra sem töluðu „Fá- skrúðsfjarðarfrönsku" og mun oft hafa verið kallaður til að túlka þegar skúturnar komu inn. Ha/t er fyrir satt að Jón hafi átt bréfa- skipti við Frakka, einkum tvo skipstjóra. Fljótandi í víni Vitað er að áfengisneysla var mikil um borð í skipunum og ábyrgir franskir aðilar höfðu áhyggjur af áfengissýki meðal sjó- mannanna. I „Fransí biskví" er m.a. sögð saga eftir Bergkvist Stefánssyni en afi hans var Þorsteinn Guðmundsson, hreppstjóri á Höfðahúsum 1870-1896. Franskar skútur höfðu legið í Höfðahúsbótinni og var dmkk- ið um borð. Þá rém nokkrir Fransarar í land með dreng sem hafði orðið fyrir illri með- ferð, svo sá á honum. Vom þeir að forða léttadrengnum frá öðrum um borð sem höfðu gengið í skrokk á honum. Þorsteinn hreppstjóri tók við pilti og María kona hans Sigurðardóttir hlynnti að honum og klæddi hann í fatnað af drengjunum sínum. Morg- uninn eftir komu fjórir menn í land að sækja drenginn. Varla var hann kominn í þeirra hendur þegar þeir tóku að löðrunga hann, enda sömu mennirnir og höfðu barið hann fyrr. Þetta lét Þorsteinn ekki viðgangast, tók af þeim drenginn og fór með hann inn á Fá- skrúðsfjörð í spítalaskipið. Steinþór Marteinsson undirstrikar að Fá- skrúðsfirðingar hafi ávallt mætt hlýju og góðvild Fransmannanna. „En einn ókostur fannst mér á þeim. Þegar þeir vora með sinn allsherjar þvott á skipunum og héldu sitt slútt þá drukku þeir sig gjarnan fulla og var til siðs hjá þeim að slást; einn af hvoru skipi. Sá sem varð undir mátti síðan búast við út- skúfun skipsfélaga sinna sem héldu áfram að berja á honum.“ Flestum heimildum ber saman um að kviksögur sem gengið hafa um ástarsam- bönd Fransmanna og Islendinga séu mjög orðum auknar. „Það var skiljanlegt að af þessu sprytti kunningsskapur og jafnvel vin- skapur milli sumra manna. Þetta var ekki Gömlum Fáskrúðsfirðingum líður aldrei úr minni sú tignarlega sjón þegar skúturnar fylltu fjörðinn. nema eðlilegt. Hitt var lakara, að af þessu spratt einnig nokkurt sukk og svall, en nærri því eindæmi mátti það heita, ef af því spmttu líka „blessuð börnin frönsk með borðalagða húfu“, og heyrði ég varla nefnt meira en eitt dæmi þar sem slíkur orðrómur lék á,“ segir Jón Olafsson. Ekki var venja að slá upp dansleik fyrir frönsku sjómennina. En það gerðist þó í maí 1926 að franski konsúllinn, Georg Georgs- son læknir, leigði Templarann undir ball fyr- ir sjóliðana á franska herskipinu. Þorvaldur Jónsson lýsir þeirri uppákomu í viðtali við Elínu Pálmadóttur í Morgunblaðinu 1981. Ballið var haldið á laugardegi og hafði öllu kvenfólki í þorpinu verið boðið á ballið en strákunum ekki. Homaflokkur frá borði sá um tónlistina. Stundvíslega kl. 8 hófst ball- ið. Um það leyti sigldi línuveiðarinn Andey FRANSKIR DAGAR 5

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.