Franskir dagar - 01.07.2007, Blaðsíða 7

Franskir dagar - 01.07.2007, Blaðsíða 7
Franskir dagar - Les jours fran^ais aöstæöum og að því loknu var haldið af stað til lands. Voru menn á dekki við að ganga frá og gera sjóklárt. Þeir höfðu ekki farið langt þegar þeir fengu á sig hút og við það reis báturinn og skall illa þannig að tvö borð, fótaborðið og kjalsíðuborðið, sprungu. Sprungan náði frá stefni aftur með kjölnum. Þeir sem á dekkinu voru heyrðu brothljóð og varð litið niður í lúkarinn. Var sjórinn þá strax kominn upp undir bekkjabrún og var því tekið til við austurinn. Tveir fóru í lúkarinn og fyllti annar fötuna og hinn tók við og tæmdi. Sá þriðji fór að dekkdælu og dældi en Steini var sjálfur við stýrið. Þegar þeir höfðu haldið þannig til lands i nokkurn tíma fór vélin að hægja á sér og var þá kominn það mikill sjór í vélarrúmið að svinghjólið framan á vélinni gekk í sjó. Lét þá báturinn ekki lengur að stjórn þar sem vélin gekk svo rólega en stoppaði þó ekki alveg. Eftir að hafa komið upp seglum fór Steini að athuga lestina. Var hún þá orðin hálf af sjó. Hann fékk sér fötu og jós sem hann hafði máttinn til og það bar árangur. Eftir að hafa ausið um stund tókst honum að ná til botns í lestinni. Vélin fór þá að snúast aftur og komst á fulla ferð og gekk nú allt vel um tíma. Allir höfðu nóg að starfa við austurinn en þar sem bæði dekkdæla og lensidæla reyndust stíflaðar fór sá sem var við dæluna í lestina til að ausa hana. Fóru þeir nú að nálgast íjörðinn. Þegar þeir voru staddir austur af Snæfuglsboða hægir vélin á sér að nýju en eins og í fyrra skiptið náði hún fullum hraða eftir smá stund. Gekk nú allt vel það sem eftir var leiðar. Þegar að landi kom eftir erfiðan dag var lagt upp með biyggjunni og afla og veiðarfærum landað. Látið var fjara undan bátnum og kom þá í ljós að fótaborðið hafði sprungið niður í gegn um kjalsíðuborðið. Sprungan var um tveggja metra löng og náði aftur undir lúkarsþilið. í bátnum var grjótballest og steinflís hafði farið á milli og haldið rifunni opinni þannig að sjórinn fossaði óhindrað inn. Á þessum tíma voru korkabelti einu björgunartækin um borð í bátum af þessari stærð. Talstöðvar voru ekki algengar fýrr en eftir 1950 og gúmmíbátar komu enn seinna. Það er því óhætt að segja að þeir hafi ekki verið vel staddir við þessar aðstæður, þar sem braut á öllum boðum, efvélin hefði stoppað. Það má því segja að Listerinn hafi staðið sig vel og eigi sér fáa líka. Farið var með Hafliða Steini við orgelið sem pantað var eftir katalógfrá Svíþjóð og kostaði 600 kr. Allnokkuð tónlistarlif hefur alla tið verið á Reykholti, Siguröur faðir Steina spilaði á harmonikku og mamma hans og amma voru báöar söngelskar. Ellefu ára gamall hófSteini nám í orgelleik hjá Guðriði Sveinsdóttur sem lengi var organisti í Fáskrúðsfjarðarkirkju, ásamt manni sinum Eiði Albertssyni. „Amma sendi mig i orgelnám, liún tók ekki annað í mál en barnið lœrði á orgel. í fyrstu var ég gráti nœst yfir þessu" segir Steini, hann œfði sig fyrstu árin í Álfheimi, sem seinna hét Kirkjuhvoll, sem var þá Góðtemplarahús og seinna hjá Sigriði Þórðardóttur og Hirti Pálssyni sem bjuggu í Gilsbakka. „Einnig lærði ég dálítið hjá Kjartani Pálssyni á Sunnuhvoli. Árið sem við fluttum í nýja Reyklioltfékk ég sænska orgelið. ” í slipp á Oddaverkstæðið á næsta flóði þar sem gert var við hann. Þar reyndist Einar í Odda vel eins og Fáskrúðsfirðingar fengu svo oft að reyna. Allt er gott sem endar vel og er Steini þakklátur Guði fyrir að svo fór. Þeir sem á bátnum voru með honum í þessari Hafliði SU-615. sjóferða voru: Sigurður Bjamason faðir hans, Valgeir Eiríksson á Gestsstöðum og Þorgils Guðmundsson í Sætúni. Atvik á stríðsárunum Stærri og smærri bátar og trillur voru gerðar út frá ýmsum stöðum við Fáskrúðsfjörð á stríðsárunum. Talið er að um 25-30 bátar og trillur hafi verið gerðar út víðsvegar um fjörðinn. Á þessum tíma vom samgöngur á sjó ef ekki vom gengnar heiðar milli fjarða. Einhverju sinni að vorlagi árið 1942 fór Steini ásamt Diddu á trillu frá Fáskrúðsfirði yfir á Kambanes þar sem foreldrar hennar bjuggu. Ferðin gekk vel en á leiðinni heyrðu þau flugvélardyn sem ekki var með öllu óvenjulegt. Þegar þangað var komið var allt heimilisfólkið í uppnámi sem ekki var undra. Þýsk herflugvél hafði flogið yfir lyrr þennan sama dag og skotið á vitann á Kambanesi sem var skammt frá íbúðarhúsinu að Heyklifi. Heimilisfólkið hafði flúið niður í kjallara meðan ósköpin dundu yfir og þökkuðu Guði fyrir að skorhríöinni skyldi ekki hafa verið líka beint aö íbúðarhúsinu. Seinna fréttist að skotiö hefði verið á íbúðarhús á Breiðdalsvík. Byssukúla hafði farið inn i íbúðarhúsið þar sem kona var að störfum án þess að hana sakaði. Auk þess kom í ljós að þennan sama dag hafði verið skotið á báta í mynni Fáskrúðsfjarðar en kúlurnar hæfðu bátana fyrir ofan sjólínu án þess að nokkur yrði fyrir slysi. Þegar farið var að huga að vitanum lágu kúlur eftir skothríðina á gólfi vitans án þess þó að hafa valdið vemlegum skemmdum. Þetta atvik færði striðið í einu vetfangi að bæjardymm ibúanna á Heyklifi sem þó vom svo órafjarri þeim hörmulegu atburðum sem vom að gerast á meginlandi Evrópu á þessum tíma. Margt hefur á daga þeirra hjóna drifiö eins og gefúr að skilja. Stórt heimili sjómanns gerir miklar kröfur til húsmóðurinnnar, þar sem á tímabili bjuggu fjórar kynslóðir. Didda gaf sér þó tíma til að sinna áhugamálum sfnum í stjórn og starfi fyrir Krabbameinsfélag Austurlands um árabil og auk sjómennskunnar greip Steini oft til þess að spila á orgel við messur og ýmsar athafnir í kirkjunum á Búðum og á Kolfreyjustað. Börn Diddu og Steina era: Anna Guðlaug f. 1943, Sigurður Jóhann f. 1946, Þórólfur f. 1949, Jóhanna Rósa f. 1955 og Oddný Jóna f. 1957. Afkomendur þeirra hjóna eru þrjátíu.

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.