Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 12

Franskir dagar - 01.07.2013, Blaðsíða 12
Texti:Jóna Kristín Þorvaldsdóttir Mynd er úr einkasafni ( Jham/iií cJaawts j^jesjouttj^ancaú Ættarmót niðja hjónanna fráTanga Jóns Davíðssonar (1875-1954) og Jóhönnu Hólmfríðar Kristjánsdóttur (1888-1971) Jón var fæddur í Miklagarði í Eyjafirði. Gagn- fræðingur frá Möðruvöllum og kennari frá Flens- borgarskóla árið 1895. Verslunar-og afgreiðslu- störf voru aðalstörf hans. Einnig gegndi hann ýmsum félags- og trúnaðarstörfum á Fáskrúðs- firði. Hann var lengi hreppsnefndarmaður og hreppstjóri, var formaður skólanefndar mörg ár, og í sóknarnefnd, sáttanefndarmaður, sat í stjórn Sparisjóðsins o.fl. Hann var verslunarstjóri við verslun Tuliniusar áTanga Fáskrúðsfirði 1902 og síðar hjá Hinum sameinuðu íslensku verslunum á meðan fyrir- tækið starfaði í húsinu. Þá eignaðist hann versl- unina og rak hana uns Kaupfélagið keypti eignina árið 1933 og fjölskyldan fiutti á Sunnuhvol. Jóhanna Hólmfríður Kristjánsdóttir var fædd á Gunnólfsvík á Langanesi og ólst þar upp og einnig á Seyðisfirði. Hún var um tvítugt við nám í Húsmæðraskólanum í Reykjavík þegar hún var valin í hóp þeirra sem voru í þjónustu hjá Hannesi Hafstein ráðherra við konungskomuna 1907 þegar Friðrik VIII heimsótti Island. Fyrir íslendinga var konungskoman stór stund og mikil framkvæmd. Haldnar voru daglegar stórar veislur með meiri viðhöfn en sést hafði í landinu. Þessi lífsreynsla hefiir haft sín áhrif á unga konu og þótti Jóhanna einstök húsmóðir og fær við allt heimilishald eins og heimili þeirra hjóna bar glöggt vitni um en þar var gjarnan gestkvæmt og mannmargt. Þau Jóhanna ogjón eignuðust fjögur börn, sem öll voru fædd á Tanga; Þorvaldur f. 1908, Sig- ríður f. 1910, Margrét f. 1914 og Berta Andrea f. 1924. Niðjar þessara systkina halda sitt fyrsta ættarmót nú um Franska daga á Fáskrúðsfirði og er búist við góðri þátttöku, en niðjahópurinn er dreifður um landið og teygir sig til Færeyja þar sem ein systranna bjó. 12

x

Franskir dagar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Franskir dagar
https://timarit.is/publication/1108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.