Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 98

Frjáls verslun - 01.10.2005, Blaðsíða 98
98 F R J Á L S V E R S L U N • 1 0 . T B L . 2 0 0 5 H in bráðfyndna The Producers, fyrsta kvikmynd Mel Brooks, vakti athygli þegar hún var frumsýnd 1968, en fáum datt í hug að hún yrði í framtíðinni klassísk gamanmynd Það kemur samt engum nú á óvart þar sem hún er ein hug- myndaríkasta og fyndnasta kvikmynd sem gerð hefur verið í Bandaríkjunum og mikil uppáhaldskvikmynd þess sem þessar línur skrifar. Ég man alltaf þegar ég sá hana fyrst hvað mér þótti Brooks hafa frjótt ímyndunarafl og hvað honum tókst vel að koma geggj- uðum hugmyndum sínum til skila. Upphaflega vildi Mel Brooks láta hana heita Springtime For Hitler, en framleiðendum myndarinnar þótti það heldur gróft og leyfðu það ekki. The Producers er alls ekki gallalaus, en þeir gallar hverfa í ótrú- lega skemmtilegri fléttu sem helst má líkja við vel heppnaðan farsa. Upp úr stóð í fyrstu skoðun, og hefur ávallt gert síðan, söngleikurinn Springtime For Hitler sem settur er á svið í myndinni. Óskamm- feilnin í húmornum var með eindæmum og maður veltist um af hlátri og er endalaust hægt að vitna í setningar í myndinni, sem hefðu verið fordæmdar ef þær hefðu komið frá öðrum en Mel Brooks. Ekki voru allir hrifnir og leið langur tími þar til myndin var sýnd í Þýskalandi. Söngleikur um Broadway á Broadway The Producers kom Mel Brooks á sigurbraut, sem stóð í tæpa þrjá áratugi. Hann fékk Ósk- arsverðlaun fyrir handritið og í kjölfarið fylgdu mörg snilldarverkin. Þegar fór að hægjast um hjá Brooks og hann varð ekki eins eft- irsóttur og áður, datt honum í hug að gaman væri að setja upp The Producers á Broadway, þar sem sagan gerist, og þá sem fullunninn söngleik, en ekki aðeins söngleik inni í leikverki. Hann fékk til liðs við sig Thomas Meeham, þaulreyndan Broadway-tónlistarmann, sem hlotið hefur þrenn Tony-verðlaun og afraksturinn var einhver best heppnaði söngleikur sem frumsýndur hefur verið á Broadway í langan tíma. Fékk hann frábærar viðtökur bæði hjá gagnrýnendum og almenningi og er margverðlaunaður. Hefur söngleikurinn verið sýndur fyrir fullu húsi í fjögur ár og eru engin lát á vinsældunum. Það var freistandi fyrir Brooks sjálfan að leikstýra söngleiknum á Broadway, en hann valdi að láta það í hendur Susan Stroman, sem er margverðlaunuð fyrir afrek sín á Broadway. Hún leikstýrir einnig kvikmyndinni og er The Producers hennar fyrsta kvikmynd. Með aðalhlutverkin í The Producers fóru Nathan Lane og Matt- hew Broderick og tókst þeim svo vel upp í hlutverkum framleiðand- ans Max Bialystock og endurskoðandans Leo Bloom að sjálfsagt þótti að þeir yrðu í sömu hlutverkum í kvikmyndinni. Byrjað var að gera hana fyrr á þessu ári og verður hún frumsýnd um jólin. Í hlut- verk Ullu valdist Uma Thurman, sem fær til tilbreytingar að spreyta sig á farsaleik. Ein skemmtilegasta persónan í The Producers er Franz Liebkind, höfundur Springtime For Hitlers. Mel Brooks leitaði til eins vinsælasta grínista vestanhafs, Will Ferrell, til að leika það hlutverk og þurfti ekki að ganga á eftir honum í það skiptið, enda draumahlutverk hvers gamanleikara. Ráðabrugg sem átti ekki að geta brugðist Sagan í The Producers gerist í New York árið 1959 og er í stuttu máli á þessa leið: Max Bialystock var eitt sinn kóngur á Broadway, en að undanförnu hafa allar hans uppsetningar kolfallið. Hann sér sæng sína upp reidda þegar á vegi hans verður endurskoðandinn Leo Bloom, sem veit um óbrigðult ráð til að græða á Broadway. Það er að fá í hendurnar margfalt meira fjármagn en þarf til að setja upp söngleik. Fjár- magnið er fengið þannig að öllum sem leggja fé í sýninguna er lofað 80-100% af hagnaðinum. Síðan þarf að velja söngleik sem örugg- lega verður aðeins sýndur í eitt skipti þannig að stórtap verði og sitja svo uppi með tapið og alla umfram- peningana. KVIKMYNDIR TEXTI: HILMAR KARLSSON FRAMLEIÐENDURNIR MAX OG LEO Ein af jólakvikmyndunum í ár er The Producers, sem gerð er eftir samnefndum söngleik sem gengið hefur fyrir fullu húsi á Broadway í fjögur ár, en sá söngleikur var gerður eftir klassískri gamanmynd frá sjöunda áratugnum Leo Bloom (Matthew Broderick) og Max Bialystock (Nathan Lane) með höfund Springtime For Hitler, Franz Lieb- kind (Will Ferrell) á milli sín.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.