Víkurfréttir


Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 19
VÍKURFRÉTTIR I FÖSTUDAGURINN 4. JANÚAR 2008 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Júní: Mörgum varð brugðið við þær fréttir að Idolstjarnan Kalli Bjarni úr Grindavík hefði verið handtekinn í Leifsstöð með mikið magn kókaíns sem hann ætlaði að smygla inn í landið. Kalli Bjarni fékk 2ja ára fangelsis- dóm nú í desember vegna þessa. Myndin er tekin fyrir viðtal í Séð og heyrt aðeins örfáum vikum áður en málið kom upp. VF-mynd: elg. Mars: Samkaup opnaði nýja og glæsilega verslun í Garði og menn buðu í nefið í tilefni dagsins. Alls voru 8 nýjar Samkaupsverslanir opnaðar á árinu. VF-mynd: elg. Í Háskólasetrinu í Sandgerði var opnuð einkar áhugaverð sýning um ævi og störf franska heimskautafarans Jean- Baptiste Charcot. Apríl Apríl: Fögnuður í fjörunni. Wilson Muuga losnaði af strandstað í Hvalsnesfjöru þegar um fjórir mánuðir voru liðnir frá strandi skips- ins. Árni Kópsson og hans menn blésu á hrakspár um að skipinu yrði náð á flot. Wilson Muuga siglir nú um heimsins höf undir öðru nafni. VF-mynd: elg. Apríl: Miklar breytingar hafa verið gerðar á Flugstöð Leifs Eiríks- sonar. Auk þess átti stöðin 20 ára afmæli og var þessum tímamótum formlega fagnað að viðstöddu fjölmenni um miðjan mánuðinn. Árið 1983 þegar fyrsta skóflustungan var tekin að FLE fóru 460 þús- und farþegar árlega um gömlu flugstöðina. Í dag eru þeir tvær millj- ónir. VF-mynd: elg. Ný sýning, Vagg og velta, var sett upp í Poppminja- safninu í Duushúsum. Yfir 20 milljón króna út- gjaldaaukning án heimildar vegna Sundmiðstöðvarinnar varð tilefni til harðrar gagnrýni minnihlutans í bæjarstjórn Reykjanes- bæjar. Svo virtist sem eng- inn hefði verið spurður. Hitaveita Suðurnesja og Norð- urál undirrituðu orkusamning vegna álvers í Helguvík. Geysir Green Energy átta lang- hæsta tilboðið í hlut ríkisins í Hitaveitu Suðurnesja. Þar með voru stigin fyrstu skrefin í einkavæðingu orkufyrir- tækja. Sitt sýndist hverjum um ágæti þess og hart var deilt á árinu um skipan orkumála. Maí: Háskólinn Keilir formlega stofnaður á gamla varnarsvæðinu, sem þar með fékk nýtt hlutverk. Árni Sigfússon, bæjarstjóri, hand- salar hér samning um stofnun Keilis við þrjá ráðherra þáverandi rík- isstjórnar, Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, Árna Matthiesen og Jón Sigurðsson. VF-mynd: elg. Maí: Starfsmenn Brunavarna Suðurnesja lögðu land undir fót til styrktar Ara Elíasyni, samstarfsfélaga sínum, og fjölskyldu hans, en þau þurftu að halda með nýfædda dóttur sína til Bandaríkjanna í hjartaaðgerð. Þeir gengu allt frá Hafnarfirði til Reykjanesbæjar til stuðnings þessu góða málefni. VF-mynd: Þorgils Maí: Veitingahúsaeigendur, lögreglan og bæjaryfirvöld í Reykja- nesbæ gerðu tímamótasamning um nýjar leiðir gegn ofbeldi og fíknaefnanotkun. Samkomulagið fólst m.a. í stytti opnunartíma veit- ingastaða og nánara samstarfi við lögreglu. VF-mynd: pket. Maí: For svars menn Data Íslandía og Sand- gerðisbæjar opinbera líkan af framúrstefnu- legu húsnæði fyrir staf- ræna gagna geysmslu sem mun rísa á gamla R o ckv i l l e - svæ ð inu. Svæðið þykir henta mjög vel, ekki síst vegna kulda og hvassviðr is. Loks- ins að það kom í góðar þarfir. VF-mynd: Þorgils Börkur Birgisson úr Reykja- nesbæ komst í fréttirnar þegar hann brá sér eina kvöldstund til veiða í Þingvallavatni og landaði gríðarlegu urriða- ferlíki upp á ein 25 pund. Sparisjóðurinn í Keflavík átti 100 ára afmæli á árinu og opnaði m.a. nýtt og glæsilegt útibú í Garði. Að afstöðnum þingkosningum stóðu Suðurnesjamenn uppi með aðeins tvo þingmenn, sem mörgum þóttu nú heldur rýrt miðað við fjölda kjósenda á svæðinu. Björk Guðjónsdóttir og Grétar Mar Jónsson komust á þing, Björk fyrir Sjálfstæðisflokkinn og Grétar fyrir Frjálslynda. Fyrsta sérsverslunin með pólskar matvörur var opnuð í Reykjanesbæ. Hún heitir Jubo og er til húsa á Iðavöllum 7. Síðar bættist við önnur á Hringbraut og heitir sú Mini-Market. Margur íbúinn í Innri-Njarð- vík var lítt hrifinn af bygg- ingaráformum um háhýsi á Brynjólfsreitnum svokallaða. Undirskriftum var safnað. Mörgum þótti afar umdeilan- leg ráðning nýs skólastjóra við Grunnskólann í Sandgerði þegar gengið var fram hjá Pétri Brynjarssyni, sitjandi skólastjóra til tveggja ára og aðstoðarskólastjóra til 11 ára. Stöðuna fékk Fanney Halldórsdóttir, tengdadóttir Óskars Gunnarssonar, forseta bæjarstjórnar. Marta Guðmundsdóttir úr Grindavík afrekaði að ganga þvert yfir Grænlandsjökul til styrktar krabbameinsrann- sóknum. Marta lést í nóvem- ber síðastliðnum eftir hetju- lega baráttu við sjúkdóminn. Maí Júní FRAMHALD Í NÆSTA BLAÐI

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.