Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 16

Neytendablaðið - 01.03.2010, Blaðsíða 16
Nýlega rataði í fréttir RÚV að sölumenn upplýsi ekki alltaf við skipta vini sína um að kvörtunarfrestur á vörum, sem al mennt eiga að hafa lengri endingartíma, er fimm ár. Annars er reglan tveggja ára kvörtunarfrestur til að tilkynna galla. Framkvæmda- stjóri Elko viðurkenndi glaðlega að þar á bæ gildi sú vinnuregla að viðskiptavinum sé ekki sagt frá fimm ára kvörtunarfrestinum að fyrra bragði. Þetta er því miður engin frétt, heldur löngu þekkt og sorgleg staðreynd og til eru dæmi um að neytendur hafi þurft að þrasa lengi til að fá að njóta lagalegra réttinda sinna. Oft fallist á kröfur neytenda Í málum sem kærunefnd fyrir lausafjár- og þjónustukaupa hefur tekið fyrir á síðustu árum hefur verið fallist á kröfur neytanda að öllu leyti eða að hluta til í 60% tilfella. Á hinum Norðurlöndunum er samsvarandi hlutfall aðeins um 4-5%, þannig að hlutfallið hér er augljóslega mjög hátt. En hvernig stendur á því að seljendur eru svona tregir að fara eftir lögum? Samkvæmt fréttinni segir Elko fyrir sitt leyti að fyrirtækið líti ekki á það sem sitt hlutverk að upplýsa fólk um fimm ára frestinn og að ekki sé gert ráð fyrir fimm ára ábyrgð í verðlagningunni! En fimm ára kvörtunarfresturinn er lagalegur réttur sem samkvæmt lögum má ekki víkja til hliðar. Það væri sjálfsagt líka hægt að selja vörur á lægra verði ef t.d. ekki væri greiddur virðisaukaskattur, en það er líka lagaleg skylda. Mörg mál fara fyrir nefnd Því miður er þetta heldur ekki einsdæmi. Í úrskurðarnefnd í vátrygg- inga málum hefur, svo dæmi sé tekið, verið fallist á kröfur neytanda að öllu leyti eða að hluta til í um 33% tilfella á síðari árum. Nefndin tekur mörg mál fyrir, eða um 75-80 mál á hverja 100.000 íbúa, á meðan kærunefndin í Noregi fær sem svarar 12 málskotum á hverja 100.000 íbúa. Í Svíþjóð er hlutfallið ennþá lægra eða um níu mál á hverja 100.000 íbúa. Í þeim var niðurstaða nefndarinnar málskotsaðila í vil, að öllu leyti eða að hluta til, í einungis um 15 % tilfella, sem er helmingurinn af hlutfallinu á Íslandi. Það vekur athygli að það er algengara að íslenskir neytendur nái rétti sínum fyrir úrskurðarnefnd vátryggingamála en neytendur á hinum Norðurlöndunum. Er þekking íslenskra fyrirtækja á gildandi reglum ekki nógu mikil eða getur verið að þau treysti á litla þekkingu íslenskra neytenda? Hér fylgja nokkur dæmi úr kærunefnd lausa- fjár- og þjónustukaupa þar sem fallist var á kröfur neytenda. Vonandi geta þau veitt neytendum – og seljendum! – innblástur. Neytendur geta líka kannað rétt sinn rafrænt og fengið aðstoð við að kvarta á www.neytandi.is. Rafhlaða í tölvu Neytandi keypti fartölvu og bilaði rafhlaðan eftir tæplega tveggja ára notkun. Kærunefndin áleit að seljanda bæri að leggja álits beið­ anda til nýja rafhlöðu í tölvuna. Gallar í notaðri bifreið Neytandi keypti notaða bifreið og lét skoða hana á verkstæði rétt eftir kaup. Við þá skoðun komu í ljós margvíslegir gallar á bif reið- inni, sumir alvarlegir, og var það niðurstaða kærunefnd ar innar að kaupandi myndi ekki hafa séð alla þá galla við venjulega skoðun. Nefndin taldi bifreiðina haldna verulegum göllum og að kaup- andinn ætti rétt á að rifta kaupunum og fá til baka þá bifreið sem hann hafði látið ganga upp í kaupverðið. Skuldajöfnuður vegna galla Neytandi hafði tvívegis þurft að fá síma skipt út vegna galla. Þriðji sím inn sem hann fékk í skiptum var einnig gallaður og krafðist kaup and inn riftunar á kaupunum. Seljandinn taldi þó að hann ætti ekki að endurgreiða kaupandanum þar sem hann hafði fengið fría áskrift að verðmæti sem nam kaupverði símans, sem selj andinn gæti skuldajafnað við kaupverð símans. Kærunefndin taldi að selj­ andi ætti að endurgreiða hluta af kaupverðinu en hluti þess yrði að teljast hæfilegt gjald fyrir afnot álitsbeiðanda af símanum. Hundruð fengu rétt sinn, – en hversu margir voru sviknir? 16 NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2010

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.