Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 22

Neytendablaðið - 01.03.2009, Blaðsíða 22
Í fræðibókum virðist matjurtarækt oft krefjast töluverðrar þekkingar og vinnu. En ekki láta hugfallast. Það þarf ekki að vera mjög flókið að rækta sitt eigið grænmeti. Jón Jóhannsson, betur þekktur sem Nonni, er garðyrkjubóndi í Mosskógum í Mosfellsdal. Neytendablaðið spurði hann ráða. Rétti tíminn til að hefja forræktun „Í mars er rétti tíminn til að forrækta hægvaxnar tegundir eins og spergilkál, lauk, blómkál og steinselju. Aðrar tegundir, eins og salat, geta beðið þar til í apríl-maí. Sáningartíminn er gefinn upp á fræpakkningunum“, segir Nonni. „Athugaðu síðasta söludag á fræbréfinu, gömul fræ spíra illa eða alls ekki!“ Sumu grænmeti má sá beint í beð en sumar tegundir þarf að forrækta innanhúss til þess að þær nái að vaxa og þroskast. Ekki er þó hægt að forrækta gulrætur eða kartöflur. Hægt er að kaupa forræktaðar grænmetisplöntur en því fylgir ákveðin stemmning að forrækta sínar eigin plöntur, fylgjast með fræjunum spíra og ala plöntunar upp þar til hægt er að gróðursetja þær undir beru lofti. En hvernig ber maður sig að við forræktun? „Gott er að bleyta moldina í fötu og setja hana svo í bakka. Fræjunum er svo stráð jafnt yfir moldina, en ekki of þétt! Þumalputtareglan er að litlum fræjum, eins og fyrir salat, steinselju og aðrar kryddjurtir, má sá nokkur saman í potti og hylja lítið eða ekkert. Stærri fræjum, eins og fyrir blómkál og spergilkál, er best að sá mjög gisið í bakka eða einu fræi í hvern pott og ýta niður um 0,5-1 sm. Þegar búið er að sá á að hylja bakkana/pottana með glerplötu, plasti eða dagblaði til að halda jöfnum raka. Svo er bakkanum komið fyrir á björtum stað. Plöntur þurfa mikla birtu en þola illa að vera í beinni sól fyrst þegar þær spíra. Passlegt hitastig er 18-20 gráður. Ekki gleyma að vökva reglulega, moldin á að vera rök en ekki blaut í gegn“. Að undirbúa beðin Skjól og birta eru forsendur þess að góður árangur náist. „Þegar næðir um plönturnar eykst uppgufun vatns frá blöðum og þau kælast. Því er mikilvægt að velja hlýjan og sólríkan stað fyrir beðið þannig að plönturnar vaxi vel“, bendir Nonni á. Ef beðin eru aðeins upphækkuð, e.t.v. með kantsteinum eða trérömmum, fæst betra frárennsli, jarðvegurinn hlýnar fyrr og plönturnar eru betur varðar gegn frosti. Þetta kallar þó á meiri vökvun þegar þurrkur er mikill. „Ef beðin standa í lægð“, segir Nonni, „getur hins vegar kalt loft safnast fyrir og jarðvegurinn getur orðið súrefnislaus. Hæfileg breidd á beðum er 100-120 sm“. Á göngustíga milli beða má leggja t.d. hellur til að losna við illgresishreinsun, en nokkur rabarbarablöð á jarðveginum milli beðanna koma líka í veg fyrir að illgresi taki yfir. Þá má líka leggja teppabúta og hylja þá síðan með t.d. grasi. Áburður mikilvægur Beðið er stungið upp, u.þ.b. 25 sm djúpt. Áburði og jafnvel safnhaugamold er blandað út í til að fá kröftugan vöxt og mikla uppskeru. Hægt er að nota annað hvort lífrænan eða tilbúinn áburð. Ef búfjáráburður er notaður má hann ekki vera alveg nýr. Ef tilbúinn áburður verður fyrir valinu er notaður s.k. þrígildur áburður sem er blanda af köfnunarefni, fosfór og kalí (N-P-K, t.d. Græðir 1 eða Blákorn). Ný beð ber að kalka. Ódýrasti kalkgjafinn á Íslandi er oft skeljasandur, sem inniheldur um 90% kalk. Gróðurkassar, pottar, ker og balar Ef erfitt reynist að finna góðan stað er líka hægt að nota vermireiti eða gróðurkassa. Nóg er að negla saman kassa og setja yfir hann gler eða plast. Lokið skal snúa í norðvestur svo kassinn hitni ekki of mikið í sólskini. Seinni partinn í maí er glugganum lyft á heitum dögum til að lofta og herða blómin fyrir sumarið en hann lagður niður aftur á kvöldin til að koma í veg fyrir skemmdir af völdum næturfrosts. Ef plöntunum verður of kalt verða blöðin blálituð. Eftir því sem næturhitinn hækkar og líkurnar á næturfrosti minnka er hægt að hafa opið lengra fram á kvöld og að lokum eru kassarnir látnir standa opnir allan sólarhringinn. Einnig er hægt að rækta í stórum pottum, kerum og bölum á skjólgóðum stað. Sáð beint á beð Tíminn sem gefinn er upp á fræpakkningunum fyrir sáningu beint á beð er oft miðaður við heitari lönd. Moldin má ekki vera blaut eða köld, heldur minnst 6-7°C og hæfilega rök þegar sáð er beint á beð. Til þess að fá hærri jarðvegshita má leggja plastdúk yfir beðin nokkrum dögum áður. Raka þarf í gegnum efstu 5 sm, mylja köggla og slétta jarðvegsyfirborðið. Fræinu er dreift hæfilega þétt og djúpt í rásir, sjá leiðbeiningar á umbúðunum. Ekki sá of þétt! Nonni bendir á að þetta sé sérstaklega mikilvægt þegar gulrætur eiga í hlut. Þær á helst ekki að grisja því það raskar vexti og þroska þeirra plantna sem eftir eru. Mold er svo dregin yfir og þjappað létt. Til þess að halda raka og hita í jarðveginum og hraða spírun er gott (en ekki nauðsynlegt!) að leggja akrýldúk yfir. Grisjun Þegar plönturnar eru komnar upp, hvort sem það er inni eða úti, þarf að huga að grisjun þannig að plönturnar þurfi ekki að keppast um birtu og vökva en það getur leitt til þess að þær verði teygðar og renglulegar. Fjarlægðu þær veiklulegustu með því að klípa af stöngulinn til að raska sem minnst jarðveginum. Vökvaðu vel á eftir. Forræktaðar plöntur settar í beð „Gott er að gróðursetja í skýjuðu og röku veðri en alls ekki í hvassviðri eða roki”, segir Nonni. Vökvið plönturnar fyrir gróðursetningu og leysið þær svo varlega úr pottum því þær eru viðkvæmar. Gott er að gróðursetja kálplöntur dýpra en þær stóðu, en salat er gróðursett frekar grunnt. Nú er mjög mikilvægt að setja Ræktaðu garðinn þinn  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2009

x

Neytendablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.