Neytendablaðið


Neytendablaðið - 01.03.2007, Síða 3

Neytendablaðið - 01.03.2007, Síða 3
Frá kvörtunarfljónustunni Algengt er að brúðhjón skrái sig á svokallaða brúðkaupslista hjá verslunum sem selja matarstell og gjafavörur. Tilgangurinn með slíkri skráningu er m.a. sá að brúðkaupsgestir geti keypt hluti í matarstellið sem brúðhjónin vilja eignast. Leiðbeininga- og kvörtunarþjónusta Neyt- endasamtakanna fær alltaf eitthvað af málum þar sem fólk segist hafa byrjað að safna ákveðnu stelli en síðar lent í vandræðum þegar hætt er að framleiða stellið eða verslunin sem hefur haft það á boðstólum hættir að selja það. Það er lítið gaman að eiga aðeins hluta af matarstelli sem nýtist þá ekki þegar haldin eru matarboð á heimilinu og engir möguleikar eru á því að bæta í það. Sumar verslanir hafa það verklag að láta vita með nokkuð löngum fyrirvara áður en til stendur að hætta að framleiða tiltekið stell og er fólki þá gefið færi á að kaupa þá hluti sem það vantar. Brúðhjón leita til Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar Í einu svona máli höfðu verðandi brúðhjón skráð sig á brúðkaupslista hjá versluninni Hirti Nielsen. Eftir brúðkaupið leituðu hjónin til Neytendasamtakanna. Sögðust þau í upphafi hafa verið fullvissuð um að nóg væri til í matarstellið og að svo yrði einnig þegar brúðkaupsgestir færu að huga að gjöfum. Þegar á reyndi var lítið sem ekkert til í stellið auk þess sem verslunin var lokuð í nokkra daga fyrir brúðkaupið og í nokkuð langan tíma eftir það, eða í um þrjá mánuði alls. Engu að síður fengu brúðhjónin nokkra hluti í stellið að gjöf og þar að auki tvö gjafabréf í verslunina. Þegar hjónin ætluðu að leysa út gjafabréfin og fá í staðinn matardiska í stellið voru þeir ekki til. Brúðkaupið var í mars en í september voru diskarnir enn ekki komnir. Fulltrúi Leiðbeininga- og kvörtunarþjónustunnar sendi versluninni bréf þar sem sjónarmiðum hjónanna var lýst. Þegar bréfinu var ekki svarað var send ítrekun og síðar lokaáskorun en ekki tókst að leysa úr málinu. Var hjónunum því ráðlagt að leggja málið fyrir Kærunefnd lausafjár- og þjónustukaupa. Niðurstaða kærunefndar Fyrir kærunefndinni óskuðu hjónin eftir því að fá að skila þeim munum sem voru ónotaðir, sem og gjafabréfunum, og fá endurgreitt. Kærunefndin óskaði eftir afstöðu frá versluninni en engin svör bárust. Taldi kærunefndin að miðað við fyrirkomulagið á viðskiptunum hefði verið um verulegar vanefndir að ræða hjá versluninni sem búast mætti við að gætu einnig orðið framvegis. Var það álit nefndarinnar að forsendur hjónanna væru brostnar og að þau ættu rétt á að fá endurgreidda ónotaða hluti úr matarstellinu sem og gjafabréfin. Versluninni hefur nú verið lokað. Brúðkaupsgjöfin ekki til Bilaður DVD-spilari Ég keypti DVD-spilara sem bilaði. Starfsmenn verslunarinnar hafa tvisvar reynt að gera við spilarann en hann er ennþá bilaður. Nú vilja þeir reyna enn einu sinni að gera við en ég vil ekki standa í þessu lengur, heldur vil bara fá endurgreitt. Á ég rétt á því? Svar Meginreglan er sú að ef vara reynist gölluð getur þú valið hvort þú viljir fá nýja vöru afhenta eða að viðgerð sé reynd. Seljandinn hefur tvær tilraunir til að bæta úr gallanum, annað hvort með því að gera við eða afhenda þér nýja vöru. Ef þessar tvær tilraunir duga ekki til þá átt þú almennt rétt á að rifta kaupunum, þ.e. skila vörunni og fá endurgreitt. Gallað leikfang Ég keypti byggingarkrana í dótabúð sem síðar kom í ljós að var gallaður. Það var ekki hægt að gera við gallann og allir kranarnir í sendingunni voru með sama galla þannig að ég gat ekki fengið nýjan. Verslunin afhenti mér innleggsnótu en ég vildi fá peninginn til baka. Á ég rétt á því? Svar Þar sem um galla er að ræða og hvorki hægt að gera við né afhenda nýja vöru átt þú fullan rétt á endurgreiðslu og þarft ekki að sætta þig við innleggsnótu. Spurningar og svör vegna galla  NEYTENDABLA‹I‹ 1. TBL. 2007 Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om Cl ick to b uy N OW !PD F- XCh ange Viewer w w w.docu-track .c om

x

Neytendablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Neytendablaðið
https://timarit.is/publication/904

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.