Fréttatíminn


Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 88

Fréttatíminn - 19.06.2015, Síða 88
19. júníHelgin 19.-21. júní 2015 15 Fjóla Kristín Helgadóttir, starfsmannastjóri hjá IKEA á Íslandi og Valgerður María Friðriksdóttir aðstoðarstarfsmannastjóri. IKEA sýnir jafnréttisstefnu í verki IKEA á Íslandi var meðal fyrstu fyrirtækjanna til að hljóta jafn- launavottun VR í apríl 2013. Með vottuninni skuldbindur IKEA sig til að greiða jöfn laun og sömu kjör fyrir sambærilega frammistöðu og jafnverðmæt störf óháð kyni, kynþætti eða öðrum órökstudd- um viðmiðunum. J afnlaunavottun VR var fyrst kynnt í febrúar 2013 og var IKEA meðal þriggja fyrirtækja sem hlaut vottunina þremur mánuð- um seinna. Jafnlaunavottunin er fyrir öll fyrirtæki og opinberar stofnanir og byggir á Jafnlaunastaðli Staðlar- áðs Íslands. Undanfarin ár hefur umræðan um kynbundinn launa- mun verið áberandi og samkvæmt VR hefur kynbundinn launamunur innan félagsins dregist saman um rúman þriðjung frá árinu 2000. Þó er enn 9,4% óútskýrður munur á launum karla og kvenna innan VR. Hluti af jafnréttisáætlun Hjá IKEA á Íslandi starfa um 270 starfsmenn, helmingur þeirra eru konur. „Það er hluti af starfsmanna- stefnu okkar að framfylgja jafnrétt- isáætlun fyrirtækisins og fellur jafn- launastefna þar undir,“ segir Fjóla Kristín Helgadóttir, starfsmanna- stjóri hjá IKEA. Með jafnréttisáætl- un er það markmið fyrirtækisins að sjá til þess að hver einstaklingur sé metinn á eigin forsendum og fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfs- manna. „Það er auðvelt fyrir fyrir- tæki að setja niður á blað skriflega yfirlýsingu um hvernig skuli vinna að og viðhalda sanngirni og jafn- rétti. Annað mál er svo að fara eftir því og fá það staðfest og sannreynt af óháðum aðilum. Það hlýtur því að vera jákvætt fyrir vinnustaði og traust starfsmanna til stjórnenda fyrirtækisins að fá óháða aðila til að sannreyna að engin mismunun á sér stað innan fyrirtækisins hvað launa- ákvarðanir varðar, eða verklag sem snýr að þeim,“ segir Fjóla Kristín. Vottun án launabreytinga „Vorið 2013 ákváðum við hjá IKEA að fara í gegnum jafnlaunaferli VR þar sem framkvæmd var fagleg út- tekt óháðra aðila á því hvort innan veggja fyrirtækisins væri verið að greiða misjöfn laun fyrir jafn verð- mæt störf,“ segir Fjóla Kristín. Vottunarferlið gekk afar vel. „Við getum verið stolt af því að hafa fengið vottunina án þess að þurfa að breyta launum hjá nokkrum starfsmanni. Þetta var því í góðum farvegi hjá okkur fyrir vottunina en vissulega var stórt skref að hljóta vottunina þar sem hún sannreynir að orð eru sýnd í verki hjá okkur hvað varðar jafnlaunastefnuna.“ Hjá IKEA fer reglulega fram endur- mat með reglubundnum hætti þar sem utanaðkomandi aðilar fram- kvæma launagreiningu og rýna í vinnubrögð og ferla. „Í síðustu við- haldsúttekt sem framkvæmd var núna í júní mældist kynbundinn launamunur 0,1%, sem við erum afar stolt af. Við hvetjum fyrirtæki til að sýna orð í verki, setja sér jafn- launastefnu og sækja sér jafnlauna- vottun. Vottunin er stórt skref í því að tryggja jafnrétti á vinnumarkaði og afnema kynbundinn launamun,“ segir Fjóla Kristín. Unnið í samstarfi við IKEA Til hamingju með daginn konur!
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.