Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 37

Ægir - 01.02.2001, Blaðsíða 37
37 U M R Æ Ð A N erfitt fyrir nýliða að byrja; að að- göngumiðinn inn í greinina sé dýr. Aðgöngumiðinn er dýr vegna þess að það eru væntingar um að greinin komi til með að skila miklum hagnaði. Menn hafa trú á að greinin verði arðsöm og eftir- sótt. Vonandi vill enginn lækka verð á þessum aðgöngumiða með því að minnka afkomumöguleika sjávarútvegsins og rýra kjör hans. En að því frágengnu er aðeins ein leið til þess að tryggja þátttöku þeirra sem vilja byrja í útgerð, en það er að veita þeim sem það vilja - eða einhverjum útvöldum í þeim hópi - sérkjör umfram aðra. En er tími slíkra stjórnvaldsað- gerða, sem mismuna þegnunum, ekki liðinn? Eftir stendur að erfið- leikar vegna nýliðunar í greininni eru ekki tengdir sóknar- eða afla- marki, nema að því marki að ann- að kerfi beri með sér efnahagslega yfirburði, (sem vel má rökstyðja). Mér finnst augljóst að þau gagnrýnisatriði, sem helst eru týnd til, þegar stungið er upp á að afnema aflamarkskerfið, eigi bæði við um sóknarmark og aflamark. Og sannast sagna eiga þau flest við strax og þarf að takmarka afla með því að veita ákveðnum aðil- um veiðileyfi en ekki öðrum. Er þá sama hvaða kerfi annars er not- ast við. Þá er einnig rétt að benda á að flotinn og samsetning hans er í stöðugri þróun. Þróunin á sér mismunandi forsendur sem í lang flestum tilfellum miðast við að auka hagkvæmni. Til þess að fisk- veiðistjórnun hamli ekki þróun í átt að hagkvæmni sýnist mér að frelsi í framsali sé nauðsynleg og ég vildi gjarnan heyra sannfær- andi rök á móti því. Ég nefndi í upphafi að ég hef aðhyllst aflamarkskerfið. Ég vildi gjarnan, eins og flestir Íslending- ar, að hægt væri að búa við frjáls- an aðgang að fiskimiðum lansins. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því - eins og flestir Íslendingar - að það er ekki lengur hægt, ef við ætlum sem þjóð að hagnast á sjáv- arútvegi. Þess vegna þarf að velja illskársta kerfið til þess að stjórna fiskveiðum. Ég get hins vegar vel skilið að aðrir, sem um þessi mál hugsa, komist að annarri niður- stöðu en ég en mér finnst að rök- stuðningurinn verði að standast betur greiningu en mér finnst hann oftast gera. Mér finnst að oft sé verið að bera saman kosti ann- ars kerfisins við ókosti hins, sem þó eru sameiginlegir. Þessi grein er tilraun til þess að varpa ljósi á það. „Til þess að fiskveiðistjórnun hamli ekki þróun í átt að hag- kvæmni sýnist mér að frelsi í framsali sé nauðsynleg og ég vildi gjarnan heyra sannfærandi rök á móti því.“ Sendinefnd frá Chile til Brüssel Sendinefnd frá Chile á að reyna að hafa áhrif á vald- hafana í Brüssel og sannfæra þá um að fiskimjöl og lýsi frá Chile sé ósmitað af kúariðu, hefur Fish In- formation & Services eftir El Diario Financiero. Nefnd- in á að sannfæra ES yfirvöld um að mjöl framleitt úr fiskafurðum sé gjörólíkt mjöli þar sem landdýr eru hrá- efnið. Í ES löndunum gildir ekki almennt innflutnings- bann á fiskimjöli. Chile er næst stærsta fiskimjöls- og lýsisframleiðslu- land heims. Tuttugu prósent af landsframleiðslunnar fer til Evrópu. Stjórnvöld í Chile óttast að stjórnmála- menn muni skapa tortryggni í garð framleiðslunnar. Trú á fiskeldi í Noregi Fyrir hálfu ári þekktu örfáir verðbréfasalar í Noregi til fiskeldis en nú fylgjast þeir allir vel með hvað er að gerast í greininni. Samkvæmt því sem segir í norska blaðinu Fiskaren er orsök breytingarinnar sennilega velgengni fyrirtækisins Pan Fish og einnig hitt að fyr- irtækið keypti eigin hlutabréf. Margir telja að fiskeld- ið hafi stolið senunni frá upplýsingatækninni. Aukin eftirtekt á verðbréfamarkaði er góð fyrir at- vinnuveg sem þarf að halda áfram að fjárfesta en erfitt er að spá hversu lengi eftirtektin varir. Ef hluthafar fara að selja bréf sín og verð á laxi lækkar hlýtur það að leiða til lækkunar hlutabréfa í greininni. Þeir sem gerst þekkja til álíta þó að verð á laxi haldist hátt, a.m.k. næstu mánuði. Verðmæti Pan Fish er nú talið vera um 70 milljarð- ar íslenskra króna og áhugi fyrir hlutabréfum í fiskeldi er enn mikill.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.