Ægir

Árgangur

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 16

Ægir - 01.11.2007, Blaðsíða 16
16 leiðangri og halda ekki út aft- ur fyrr en eftir nýár. „Verkefnin hjá okkur fylgja nokkuð fastmótaðri áætlun. Nú í nóvemberlok komum við úr fjögurra vikna túr þar sem við könnuðum hita- og seltu- stig sjávar. Þar förum við jafn- an eftir föstum sniðum; fyrst tökum við Faxaflóasnið þar sem við siglum út flóann til vesturs. Tökum síðan Látra-, Kögur-, Sigluness- og Sléttu- snið og svo þríhyrning út frá Langanesi. Endum svo á Stokksnessniði og Selvogs- banka. Þess á milli vorum við í loðnuleit, eins og jafnan er fastur liður í þessum leið- angri,“ segir Guðmundur. Að komast í skotfæri Í nýafstöðnum leiðangri var lögð áhersla á að finna eins árs loðnuna, sem þó gekk ekki. „Í Grænlandssundinu var hafísinn að þvælast fyrir okkur og þar gátum við því ekkert leitað að loðnunni. Hins vegar var íslaust norðan og austan við Kolbeinseyj- arhrygginn en þar var bara enga loðnu að finna,“ segir Guðmundur og bætir við að væntanlega verði lagt upp í leiðangur þann 2. janúar, í þeim tilgangi að finna loðnuna hvar sem hún kann að vera niður komin. „Kannski verður það á Halamiðum eða við Kolbeins- ey. Þessi fiskur er alveg óút- reiknanlegur. Við bara siglum þar til við komumst í skot- færi. Í janúartúrnum í ár, 2007, voru við einnig í veið- arfærarannsóknum, þar sem starfsmenn Hafró og fólk frá Hampiðjunni sameinaði krafta sína meðal annars með því að mynda hegðunarmynstur loðnu og trolls.“ Karfi og hvalir Hjá Hafrannsóknastofnuninni er málum þannig fyrir komið að stærra skipið, Árni Frið- riksson, er notað til rann- sókna á djúpmiðum en Bjarni Sæmundsson sinnir grunn- slóðinni. „Föst verkefni hjá okkur eru karfa- og grálúðuleiðang- ur á haustin og svo tökum við alltaf túr í norsk íslensku síldina í maí ár hvert. Byrjum raunar í kolmunnaleit vestur af landinu, höldum suður um og áfram austur á bóginn. Þetta eru geysilega skemmti- legir túrar þar sem við störf- um með Færeyingum og Norðmönnum og sjáum með- al annars um rannsóknir á ákveðnum svæðum. Við för- um annað hvert ár í karfa- rannsóknir suður á Reykja- neshrygg snemma sumars og í sama túr tökum við hvala- talningu. Síðan koma inn á milli ýmis önnur verkefni eins og til dæmis þrívíddarmæl- ingar á sjávarbotninum við landið. Síðustu árin hefur ver- ið unnið að því að kortleggja fiskislóðina, meðal annars með fjölgeislamæli. Í því verkefni, sem er afar þýðing- armikið, erum við hins vegar komin afar skammt á veg; er- um búin með eitthvað af Vestfjarðarmiðum, nokkurt H A F R A N N S Ó K N I R Áhöfnin á Árna Friðrikssyni. Frá vinstri talið: Bjarni Sveinsson háseti, Brynjólfur Bjarnason háseti, Heimir Hafsteinsson stýri- maður, Kristján Finnsson yfirstýrimaður, Guðbjörn Ásgeirsson háseti, Guðmundur Bjarnason skipstjóri, Sigurður Guðmunds- son vélstjóri, Guðmundur Guðmundsson netamaður og Hafþór Júlíusson netamaður. Vísindamenn við loðnurannsóknir um borð í Árna Friðrikssyni. „Mér fannst alltaf skemmtilegast á síldinni. Þetta var til dæmis mjög spennandi hér í gamla daga,“ segir Guðmundur. „Þá var síldin mikið inni á fjörðunum fyrir austan, nánast upp í landsteinum. Til dæmis í Berufirði þar sem heitir Tittlingur inn við Fossavík. Þar fórum við nánast um fjörusteinana.“ „Fyrir stafni er haf og himininn.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.