Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1944, Blaðsíða 18
192 TIMARIT MALS OG MENNINGAR Nei, Jónas Hallgrímsson var ekki í hávegum hafður um sína daga. Og á þessum árurn þótti heldra fólkinu í Reykjavík minnkun að því að þekkja hann, hvað þá að umgangast hann og dást að hon- um. Þetta fólk er nú gleymt, og við skulum ekki áfellast það. Ætli við séum miklu betri sjálf? Gallar manna vita mest að samtíð þeirra og vaxa henni oft í augum, og Jónas Hallgrímsson hafði marga galla, sem nú eru gleymdir og grafnir, en töfrar ljóða hans horfa hins vegar við okkur, framtíðinni. Við skulum nú fylgjast með Jónasi og förunautumhans. Þeirhalda sem leið liggur norður með Armannsfelli og æja á Hofmannaflöt. Síðan sveigja þeir af Kaldadalsvegi og halda upp eftir dalverpi einu litlu, sem liggur norður frá flötinni, unz þeir koma að dálitlu skarði, er opnast austur úr dalverpinu, og heitir Goðaskarð. Af skarðinu opnast Jónasi sýn yfir hinn mikla, fagra fjalldal, sem gengur norðaustur frá Þingvallasléttunni, breiðan heiðardal, þakinn mosagráum hraunum. En norðan við dalinn rís Skjaldbreiður við bláa heiðríkjuna. Þeir félagar halda nú inn dalinn, og Jónas dregst aftur úr um hríð. Hann hefur mörgu að sinna. Hann þarf að rannsaka landið, skoða náttúruna, og til þess er hann betur fallinn en nokkur annar maður í þá daga. Hann á að safna nátlúrugripum fyrir dönsk söfn og rita dagbækur á dönsku. Þetta lætur honum einnig allvel. En loks verður hann að njóta landsins, nema tungutak þess, og í því hefur enginn komizt til jafns við hann, hvorki fyrr né síðar. Jónas Hallgrímsson lætur Ijósgráa hestinn sinn lötra hægt á eftir lestinni með slaka tauma. Augu hans dragast æ meir að hinu vörpulega, bungubreiða fjalli, sem rís og hækkar fram undan. I dag ætlar hann að rannsaka þetta fjall og fara kringum það allt. Um þetta ferðalag eru til tvær heimildir frá hendi Jónasar: Dag- bók hans og kvæðið, sem allir kunna. Skannnt frá fjallsrótunum sér hann einstakan hól, og hyggur, að hann kunni að vera gígur. Hann flýtir sér til fylgdarmannanna og segir þeim að koma á eftir sér með lestina. Svo slær hann í klár- inn og þeysir af stað í áttina til hólsins, en fylgdarmennirnir sjá þá fjarlægjast og hverfa í hraunið. Þegar Jónas hefur drykklanga stund athugað þennan hól, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.