Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 3

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1946, Page 3
TIMARIT MÁLS OG MEMmGAR Ritstjóri: Kristinn E. Andrésson Júlí 1946 2. hefti „Látum oss ímynda oss, að vér yrðum jyrir árásum útlendrar þjóðar og hún tæki sér nokkra staði í landinu og byggi þar um sig meir og meir; œttum vér þá að horja á meðan hún vœri að því, og sitja aðgerðalausir?“ — Jón Sigurðsson. Eftir kosningaúrslitin er hæltan í sjálfstæðismáli Islendinga miklu uggvæn- legri en áður. Samkvæmt skýrslu ríkisstjórnarinnar tók Bandaríkjastjórn það fram, að hún frestaði aðeins „í bili“ kröfum sínum til herstöðva hér á landi. Bandarískir blaðamenn túlkuðu þetta orðalag á einn veg: málinu ætti að fresta fram yfir kosningar. I sumum fréttum var beinlínis tekið fram, að kröfumar yrðu endurnýjaðar svo framarlega sem borgaraflokkarnir biðu ekki því meira fylgistap í kosningunum. Enginn efi er því á, að nú eftir kosningarnar rná vænta þess, að Bandaríkin annaðhvort endurnýi kröfur sínar eða hreiðri hér um sig til frambúðar í trausti á þegjandi samþykki íslendinga. I þessu felst beinn voði fyrir þjóðerni, sjálfstæði og tilveru Islendinga. Hin raunverulega hætta í sjálfstæðismálinu hefur aldrei verið erlend, heldur innlend. Það eru hinir innlendu ólánsmenn, er styðja kröfur Bandaríkjastjórn- ar beint og óbeint, sem bera ábyrgð á þaulsetu hersins og dvöl hans til fram- búðar, ef svo illa fer. Innan íslenzku auðmannastéttarinnar hefur komið í ljós undanfama mánuði hyldjúp siðspilling, sérstaklega hjá ýmsum stórbrösk- urum, einnig í forystuliði borgaraflokkanna og hjá ritstjórum borgarablaðanna. I grein, sem ég ritaði í Þjóðviljann 22. og 23. júní s.l., benti ég á þessa hættu í sjálfstæðismálinu og dró saman nokkur höfuðatriðin í hinni ótrúlegu harm- sögu Islands síðustu mánuðina, og eru þau þessi: 1. Hér koma út málgögn (jafnvel studd af heilum stjórnmálaflokkum) sem leyfa sér að krefjast þess opinberlega, að Islendingar gangi til samninga við erlent stórveldi um afsal landsréttinda sinna. 2. Það tekur Alþingi íslendinga og ríkisstjórn á annan mánuð að svara neit- andi jafn ósvífinni kröfu og fram kom í orðsendingu Bandaríkjastjómar 1. október s.l. 3. Þegar neitun loks hefur verið gefin, kostar það harða baráttu af hálfu þjóðarinnar að fá þá neitun gerða heyrinkunna. 4. Af 52 alþingismönnum Islendinga fást aðeins 15 til að gefa ákveðið svar við því, að þeir vilji ekki leigja erlendum ríkjum herstöðvar.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.