Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 02.04.2015, Blaðsíða 28
FÓLK|TÍSKA Áslaug Karlsdóttir og Birkir Árnason giftu sig í Prest-bakkakirkju á Kirkjubæjar- klaustri 7. júní í fyrra og slógu upp veislu í hlöðunni í Efri-Vík að athöfn lokinni. Áslaug hefur lokið grunnnámi í sálfræði en Birkir, sem er slökkviliðs- og sjúkra- flutningamaður hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins, er í bráða- tækninámi í Bandaríkjunum og eru þau hjónin búsett þar í dag. Áslaug fékk blúndukjólinn sem hún klæddist á netinu en hann var valinn með hliðsjón af krans- inum sem hún var strax ákveðin í að bera. Brúðkaupstíminn fer senn í hönd og eru margir farnir að huga að undirbúningi. Áslaug féllst á að svara nokkrum spurn- ingum um brúðkaupið og gefa um leið góð ráð. Var eitthvert þema í veislunni? Af hverju völduð þið það? Við héldum veisluna í hlöðu sem eitt og sér gaf skemmtilega stemningu. Við höfðum ákveðnar hugmyndir um veisluna í upp- hafi og hlaðan féll vel að þeim. Við skreyttum hana með fána- lengjum og ljósaseríum til þess að skapa rómantíska stemningu. Við notuðum einfalt og hrátt efni í skreytingar og fengum lánuð ljósker, loðfeldi og fleira sem okkur þótti passa. Við vorum mjög ánægð með útkomuna og þótti það draumi líkast að koma inn í fullbúinn salinn. Þá var brúðarbíll- inn af óvenjulegu tagi en eftir at- höfnina beið okkar slökkvibíll á planinu. Það vakti mikla lukku hjá gestunum þegar við vippuðum okkur upp í bílinn og keyrðum á brott með blikkandi ljós og gjall- andi lúðra. En af hverju varð Kirkjubæjar- klaustur fyrir valinu? Birkir eru uppalinn á Kirkju- bæjarklaustri. Við kynntumst fyrir tíu árum þegar ég og vinkona mín fórum þangað að vinna yfir sum- arið. Við trúlofuðum okkur svo á aðfangadagskvöld 2013 og fórum fljótlega að huga að brúðkaupi. Hver gerði blómakransana? Gömul skólasystir mín, Gyða Lóa Ólafsdóttir, sá um að útbúa þá fyrir mig og dóttur okkar Sonju Björt Birkisdóttur. Hún notaði villt blóm sem hún tíndi sjálf í bland við blóm úr blómabúð. Ég var al- veg í skýjunum með útkomuna. Af hverju ákvaðst þú að vera með krans? Í undirbúningnum varð ég fljót- lega alveg heilluð af blómakröns- um og var það að vera með krans með því fyrsta sem ég ákvað í tengslum við brúðkaupið. Kjóllinn, skórnir og fylgihlutirnir voru svo valdir út frá því. Hvaðan kemur kjóllinn? Ég pantaði hann á vefsíðunni Revolve Clothing. En jakkaföt Birkis? Við keyptum þau hjá Kormáki og Skildi. VALDI KJÓLINN ÚT FRÁ KRANSINUM BRÚÐKAUP Áslaug Karlsdóttir og Birkir Árnason giftu sig í júní í fyrra. Áslaug var í blúndukjól með blómakrans í hárinu en brúðarkjólar settir blúndum og lifandi blóm í hári hafa verið áberandi í brúðartískunni að undanförnu. HLÖÐU- VEISLA Hlaðan var meðal annars skreytt með fánalengjum og ljósaserí- um. Útkoman var að sögn Áslaugar draumi líkust. KEYPTUR Á NETINU Kjólinn keypti Áslaug á vefsíðunni Revolve Clothing en sífellt algengara er að konur kaupi brúðarkjóla á netinu. VAKTI MIKLA LUKKU Brúðhjónanna beið slökkviliðsbíll eftir athöfnina. Þau óku honum á brott í veisluna með blikk- andi ljós og gjall- andi lúðra. Bæjarlind 1-3 201 Kópavogur s: 571-5464 my styleStærðir 38-52 Smart föt, fyrir smart konur Netverslun á tiskuhus.is Ábendingahnappinn má finna á www.barnaheill.is 1 5 -0 9 -2 0 1 5 1 0 :2 4 F B 0 6 4 s _ P 0 4 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 6 3 E -5 9 A C 1 6 3 E -5 8 7 0 1 6 3 E -5 7 3 4 1 6 3 E -5 5 F 8 2 8 0 X 4 0 0 6 A F B 0 6 4 s _ 1 _ 4 _ 2 0 1 5 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.