Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 108

Tímarit Máls og menningar - 01.06.1978, Page 108
límarit Máls og menningar Þessir gallar eru þó að miklu leyti bundnir við fyrri hluta bókarinnar. I síðari hlutanum er frásögnin mun lipr- ari og margir kaflar eru mjög vel gerð- ir. Má nefna frásögnina af afdrifum Don Pedros og veislulýsinguna síðustu þar sem kímnigáfa höfundar nýmr sín einna best. Egill Egilsson ætlar verkinu greini- lega hlutverk deilurits og hefur tekist það vonum framar. Hann veltir efninu fyrir sér út frá ýmsum sjónarmiðum, persónur eru engar óskamyndir heldur yfirleitt fullkomlega sannfærandi og lit- róf ekki aðeins í svörm og hvím. Þannig beinir sagan ádeilu sinni að öllum jafnt og sýnir t. a. m. fram á þær inngrónu karlveldishugmyndir sem einnig bærast meðal sósíalista þrátt fyrir fagrar kenn- ingar um jafnrétti allra manna og stöðv- un arðráns eins á öðmm. Bókin felur i sér heiðarlegt og undandráttarlaust upp- gjör gagnvart viðhorfum sem eru rót- gróin meðal karlmanna okkar tíma, hvort sem okkur líkar bemr eða verr. Ungi maðurinn Þorlákur í frumsmíð Hafliða Vilhelmssonar3 er ósnortinn af námsmannauppreisnum og viðhorf hans til kvenna em öll með gamla laginu. Hann er nýútskrifaður stúdent sem flyst einn í gamalt hús í Vesmrbænum til að verða frjáls. Framundan beið hans nýtt líf með frelsi, hamingju og vonandi kvenna- far. (6) Þessu „frelsi" er ógnað úr öllum átmm. Happdrættisvinningurinn sem var for- senda þess („frelsi er peningar" 12) 3 Hafliði Vilhelmsson: Leið tólf Hlemmur-Fell. Örn og Örlygur. Reykjavík 1977. er á þromm fyrr en varir og Þorlákur þarf að fara að vinna. I vinnunni kynn- ist hann stúlku sem hremmir hann, eða þau hvort annað, en þar með er fjöl- skrúðugt kvennafar úr sögunni. Aðeins einu sinni gerir Þorlákur uppreisn sem endar á hlálegan hátt, og í sögulok flytj- ast þau bæði úr sjálfu virki frelsisins „í einhvern varpkassann í Breiðholt- inu“. Sögusviðið hlýmr að teljast fremur nýstárlegt, Reykjavík nútímans, strætis- vagnar og vinnustaðir, öldurhús þar sem unglingar venja komur sínar. Um þetta umhverfi reikar Þorlákur og við kynn- umst því með augum hans. Eins og e. t. v. kemur fram af endur- sögninni hér að framan beinist boðskap- ur sögunnar gegn lífsþægindakapp- hlaupi og byggingabjástri sem ungu fólki er þröngvað út í. Megingalli sög- unnar er þverbresmr í lýsingu Þorláks sjálfs. Þorlákur er venjulegur hálfviti sem hugsar upp úr leiðurum Morgunblaðs- ins ómelmm, er gersamlega sinnulaus gagnvart umhverfi sínu, jafnvel því sem varðar hann beinlínis sjálfan eins og húsafriðun, og uppfullur af fordómum. En samfara því að þessir þættir í fari hans eru dregnir fram notar höfundur hann til að koma eigin boðskap á fram- færi, um lífshamingju við aðrar aðstæð- ur en ungu fólki standa yfirleitt til boða. Þorlákur afsannar allt þetta fyrir höfundi sínum jafnharðan. Fyrir utan slæman prófarkalesmr er bókin morandi af ljótum málvillum sem útgefandi hefði a. m. k. átt að leið- rétta. Þær eru slys og eiga ekkert skylt við yfirlýstan vilja höfundar að stefna að því að líkja eftir mælm máli. Þ. H. 218
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.