Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 59

Tímarit Máls og menningar - 01.02.1983, Page 59
Hringsól um braggahverfib sér að halda áfram juðinu án þess að klára nokkurntíma neitt. Þau áttu tvo syni sem báðir voru lágvaxnir og viðkunnanlegir rólyndis- menn á þrítugsaldri, annar var að læra pípulagnir á Selfossi en hinn var giftur til Súðavíkur og vann í frystihúsinu þar. Fyrirmyndarsynir sem allar fjölskyldur í hverfinu gætu verið stoltar af. Lítill skúffubíll með krana var að draga enn eitt bílhræið uppað skúrnum. Hlynur fylgdist áhyggjufullur með, fórnaði öðru hvoru höndum og hrópaði Hóhohó til bílstjórans. Baddi og Grjóni komu gangandi þarna að og staðnæmdust til að fylgjast með tilfæringunum. Þetta voru leifarnar af steisjon plastbíl, alveg eins tegund og bíllinn sem Hlynur keyrði sjálfur. Þegar druslan var komin á sinn stað hjá skúrdyrunum og ökumað- urinn búinn að drepa á kranabílnum og kominn út til að sparka í dekkin á flakinu spurði Grjóni: — Hvað kostaði þessi marga túkalla Hlynur? Hlynur brosti vinalega. — Marga túkalla vinur? Ha? Haaa? sagði hann og brosti meira, svo leit hann áhyggjufullur á bílstjórann sem var farinn að hrista hurðirnar á plastbílnum. — Þú vilt fá að vita hvað hann kostaði marga túkalla Grjóni minn, sagði Hlynur annars hugar. Kranabílstjórinn keypti einn Vísi af strákunum, á meðan valsaði Hlynur inní opinn skúrinn og rjátlaði eitthvað við olíukönnu. Svo var einsog hann hrykki upp af svefni og hann skundaði beint til Grjóna og leit einarðlega í augu hans. — Hann kostaði engan túkall vinur, mér var gefinn hann. Þögn. Hlynur horfði rannsakandi á Grjóna einsog hann vildi vera viss um að þetta með engan túkall hefði örugglega komist til skila. — En hvað kostar Vísir hjá þér Grjóni, hvað kostar Vísir marga túkalla? — Krónu. — Túkall færðu! Hér er túkall fyrir Vísi, sagði Hlynur og brosti svo góðlega að þunglyndishrukkur mynduðust í enni hans. Strákarnir hinkruðu meðan Hlynur gerði upp við bílstjórann sem snaraðist síðan undir stýri og setti í gang. Hlynur gekk aftur inní skúrinn gruflandi á svip en félagarnir héldu af stað með blöðin. Þegar þeir voru komnir í tuttugu metra fjarlægð kom Hlynur í gættina með tvist í lúkunum og kallaði á eftir þeim. 4 49
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.